Móeiður Lárusdóttir og landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon eignuðust sitt fyrsta barn á laugardaginn.
Frá þessu greinir Móeiður á Instagram og skrifar hún þar: „25.04 2020. Aðeins á undan áætlun.“
Móeiður og Hörður hafa komið víða við en búa um þessar mundir saman í Moskvu í Rússlandi, þar sem Hörður spilar með knattspyrnuliðinu CSKA Mosvka. Um þessar mundir dvelja þau aftur á móti hér á Íslandi þar sem stúlkan kom í heiminn.
Móeiður hefur lokið námi við Hússtjórnarskóla Reykjavíkur og bloggaði um langt skeið á vefsíðunni Femme.is. Þá státar hún af nær tíu þúsund fylgjendum á Instagram.