Juventus stjarnan jákvæð í fjórða sinn á sex vikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 10:00 Paulo Dybala og Cristiano Ronaldo fagna saman einu af mörkum á þessu tímabili. Cristiano Ronaldo passar sig örugglega á því að koma ekki nálægt Dybala á næstunni. Getty/Valerio Pennicino Paulo Dybala þarf að glíma lengur en flestir við kórónuveiruna en þessi stjörnuleikmaður hjá Juventus þarf að halda sér áfram í einangrun. Nýjasta prófið sem Paulo Dybala fór í sýndi að hann er enn með kórónuveiruna en þetta var í fjórða sinn á sex vikum sem hann kemur út jákvæður út úr slíku prófi. Hinn 26 ára gamli Argentínumaður sagði fyrst frá því í mars að hann og kærasta hans, Oriana Sabatini, hefðu bæði fengið COVID-19 sjúkdóminn. Síðan er liðinn meira en mánuður og að öllu eðlilegu ætti argentínski framherjinn að vera laus við veiruna. Juventus býst líka við því og hefur sent hann margoft í próf en niðurstaðan er alltaf sú sama. Paulo Dybala 'tests positive for coronavirus for fourth time in six weeks' https://t.co/iHKO3cBayf— SPORTbible (@sportbible) April 29, 2020 Spænska sjónvarpsstöðin El Chiringuito TV hefur heimildir fyrir því að öll þessi fjögur próf hans á síðustu sex vikum hafi verið jákvæð. Paulo Dybala hefur sagt frá erfiðri upplifun sinni af því að fá COVID-19 sjúkdóminn en hann átti meðal annars erfitt með andardrátt. „Sem betur fer líður okkur mun betur þessa dagana og við erum ekki með nein einkenni. Ég var með mikil einkenni um tíma, varð mjög fljótt þreyttur þegar ég reyndi að æfa og þurfti að berjast við að ná andanum eftir aðeins fimm mínútna æfingu,“ sagði Paulo Dybala „Þá áttaði ég mig á því að eitthvað væri að. Prófin hjá félaginu sýndu að við vorum bæði jákvæð,“ sagði Paulo Dybala. Paulo Dybala tests positive for coronavirus 'for the fourth time in six weeks' https://t.co/CFfxdj9uVe pic.twitter.com/OltnEBk1Qy— Mirror Football (@MirrorFootball) April 28, 2020 „Eftir það fengum við enn verri einkenni, eins og hósta, þreytu og kuldaköst. Félagið sagði okkur að þetta yrði allt í lagi og við urðum bara að vera róleg,“ sagði Paulo Dybala. Paulo Dybala var einn af þremur leikmönnum Juventus sem fengu en hinir voru þeir Blaise Matuidi og Daniele Rugani. Ítölsku félögin ætla að hefja aftur æfingar 4. maí næstkomandi, fyrst einn á einn og svo í hópum eftir 18. maí. Það er síðan stefnt á það að byrja að spila í júní. Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjá meira
Paulo Dybala þarf að glíma lengur en flestir við kórónuveiruna en þessi stjörnuleikmaður hjá Juventus þarf að halda sér áfram í einangrun. Nýjasta prófið sem Paulo Dybala fór í sýndi að hann er enn með kórónuveiruna en þetta var í fjórða sinn á sex vikum sem hann kemur út jákvæður út úr slíku prófi. Hinn 26 ára gamli Argentínumaður sagði fyrst frá því í mars að hann og kærasta hans, Oriana Sabatini, hefðu bæði fengið COVID-19 sjúkdóminn. Síðan er liðinn meira en mánuður og að öllu eðlilegu ætti argentínski framherjinn að vera laus við veiruna. Juventus býst líka við því og hefur sent hann margoft í próf en niðurstaðan er alltaf sú sama. Paulo Dybala 'tests positive for coronavirus for fourth time in six weeks' https://t.co/iHKO3cBayf— SPORTbible (@sportbible) April 29, 2020 Spænska sjónvarpsstöðin El Chiringuito TV hefur heimildir fyrir því að öll þessi fjögur próf hans á síðustu sex vikum hafi verið jákvæð. Paulo Dybala hefur sagt frá erfiðri upplifun sinni af því að fá COVID-19 sjúkdóminn en hann átti meðal annars erfitt með andardrátt. „Sem betur fer líður okkur mun betur þessa dagana og við erum ekki með nein einkenni. Ég var með mikil einkenni um tíma, varð mjög fljótt þreyttur þegar ég reyndi að æfa og þurfti að berjast við að ná andanum eftir aðeins fimm mínútna æfingu,“ sagði Paulo Dybala „Þá áttaði ég mig á því að eitthvað væri að. Prófin hjá félaginu sýndu að við vorum bæði jákvæð,“ sagði Paulo Dybala. Paulo Dybala tests positive for coronavirus 'for the fourth time in six weeks' https://t.co/CFfxdj9uVe pic.twitter.com/OltnEBk1Qy— Mirror Football (@MirrorFootball) April 28, 2020 „Eftir það fengum við enn verri einkenni, eins og hósta, þreytu og kuldaköst. Félagið sagði okkur að þetta yrði allt í lagi og við urðum bara að vera róleg,“ sagði Paulo Dybala. Paulo Dybala var einn af þremur leikmönnum Juventus sem fengu en hinir voru þeir Blaise Matuidi og Daniele Rugani. Ítölsku félögin ætla að hefja aftur æfingar 4. maí næstkomandi, fyrst einn á einn og svo í hópum eftir 18. maí. Það er síðan stefnt á það að byrja að spila í júní.
Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjá meira