Meira en milljón greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2020 21:23 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að á endanum muni engin tilfelli kórónuveiru greinast í Bandaríkjunum en nú greinist mörg tiflelli því svo margir fari í próf til að athuga hvort þeir séu smitaðir. Doug Mills/Getty Meira en ein milljón Bandaríkjamanna hefur nú greinst með kórónuveiruna samkvæmt nýjum gögnum frá Johns Hopkins-háskólanum. Hvergi annars staðar í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna og hvergi annars staðar hafa fleiri látið lífið af völdum hennar, eða alls um 57.000 manns. Samkvæmt gögnum frá Johns Hopkins hafa um þrjár milljónir manna um heim allan greinst með veiruna og er því einn þriðji hluti greindra tilfella í Bandaríkjunum. Þá eru tilfellin í Bandaríkjunum umtalsvert fleiri en í öðrum ríkjum heims. Næstflest tilfelli hafa greinst á Spáni eða rúm 230.000 og á Ítalíu hafa rúmlega 200.000 manns greinst með veiruna. Í engu öðru landi hafa fleiri en 200.000 greinst. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var í dag inntur eftir viðbrögðum við því að meira en milljón manns hefðu nú smitast í landinu en hann sagði í febrúar, þegar aðeins fimmtán tilfelli voru staðfest í Bandaríkjunum, að fljótlega yrðu þau næstum engin. „Á endanum verða engin tilfelli. Þið verðið að skilja að það er enginn að prófa jafnmikið og við,“ svaraði Trump í dag og ítrekaði að ekkert land í heiminum væri að prófa eins mikið fyrir veirunni og gert væri í Bandaríkjunum. „Þannig að hér munu greinast fleiri tilfelli því við erum að prófa miklu, miklu meira en aðrir, tvöfalt á við aðra. Og eins og við segjum, þá mun þetta fara niður í núll á réttum tíma,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Meira en ein milljón Bandaríkjamanna hefur nú greinst með kórónuveiruna samkvæmt nýjum gögnum frá Johns Hopkins-háskólanum. Hvergi annars staðar í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna og hvergi annars staðar hafa fleiri látið lífið af völdum hennar, eða alls um 57.000 manns. Samkvæmt gögnum frá Johns Hopkins hafa um þrjár milljónir manna um heim allan greinst með veiruna og er því einn þriðji hluti greindra tilfella í Bandaríkjunum. Þá eru tilfellin í Bandaríkjunum umtalsvert fleiri en í öðrum ríkjum heims. Næstflest tilfelli hafa greinst á Spáni eða rúm 230.000 og á Ítalíu hafa rúmlega 200.000 manns greinst með veiruna. Í engu öðru landi hafa fleiri en 200.000 greinst. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var í dag inntur eftir viðbrögðum við því að meira en milljón manns hefðu nú smitast í landinu en hann sagði í febrúar, þegar aðeins fimmtán tilfelli voru staðfest í Bandaríkjunum, að fljótlega yrðu þau næstum engin. „Á endanum verða engin tilfelli. Þið verðið að skilja að það er enginn að prófa jafnmikið og við,“ svaraði Trump í dag og ítrekaði að ekkert land í heiminum væri að prófa eins mikið fyrir veirunni og gert væri í Bandaríkjunum. „Þannig að hér munu greinast fleiri tilfelli því við erum að prófa miklu, miklu meira en aðrir, tvöfalt á við aðra. Og eins og við segjum, þá mun þetta fara niður í núll á réttum tíma,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira