Hefði ekki verið skynsamlegt að halda hlutastarfaleiðinni óbreyttri Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2020 12:17 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Safnahúsinu í dag. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir að ekki hefði verið skynsamlegt að halda hlutastarfaleiðinni svokölluðu óbreyttri. Þá geri hlutagreiðslur uppsagnarfrests fyrirtækjum kleift að leggjast í híði og bíða bjartari tíma - og forðast gjaldþrot, líkt og kallað hafði verið eftir. Á meðal þeirra kórónuveiruaðgerða sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi í dag var framlenging hlutastarfaleiðarinnar, án breytinga með 25% lágmarksstarfshlutfalli út júní, en lágmarkið hækkar svo í 50% í júlí. Leiðin verður í boði til 31. ágúst. Að óbreyttu hefði hlutastarfaleiðin fallið úr gildi 1. júní. Þá verður fyrirtækjum, sem orðið hafa fyrir 75 prósent tekjutapi að lágmarki og sjá fram á áframhaldandi tap, gefinn kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu á hluta uppsagnarfrests. Stuðningurinn verður að hámarki 633 þúsund krónur, auk orlofs, í allt að þrjá mánuði. Klippa: Viðtal við Bjarna Benediktsson Óvissunni um hlutastarfaleiðina svarað í dag Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í samtali við fréttastofu nú eftir fundinn í Safnahúsinu að umfang aðgerðanna færi eftir því hvernig á það væri litið. Þannig væri áætlað að um 35 þúsund manns væru að nýta hlutastarfaleiðina og kallað hefði verið eftir því hvað tæki við þegar hún félli úr gildi um mánaðamótin maí/júní. Því hefði verið svarað í dag. Aðgerðin nái til tugþúsunda starfsmanna á vinnumarkaði og því afar umfangsmikil. Ríkisstjórnin geri sér jafnframt grein fyrir því að gríðarlegur kostnaður falli á ríkissjóð ef ekkert verður að gert. Aðgerðirnar snúist einnig um að verja störfin sem enn eru eftir og þá sé leitast við að fyrirtæki sem orðið hafa fyrir algjöru tekjuhruni og ráða ekki við að greiða uppsagnarfrest geti lagst í híði og beðið átekta þar til tekur að birta til að nýju. Um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka lágmark hlutabótaleiðarinnar í 50 prósent í júlí, og hvort það stuðli frekar að uppsögnum en hitt, sagði Bjarni að nú væri komið að ákveðnum gatnamótum. Ekki væri skynsamlegt að halda áfram með hlutabæturnar óáreittar. Ríkisstjórnin væri að reyna að svara kalli þeirra fyrirtækja sem vildu möguleikann á því að „leggjast í híði“, einkum fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ekkert launungamál að verið sé að skoða stuðning við Icelandair Inntur eftir því hvort verið væri að skoða sérstaklega aðgerðir varðandi Icelandair, sem boðað hefur miklar uppsagnir í þessari viku, sagði Bjarni að á undanförnum vikum hefði ríkisstjórnin kynnt sér stöðu og áform félagsins til að geta lagt grunn að upplýstri ákvörðun í þeim efnum. Það sé ekkert launungamál að stjórnvöld leggi upp með möguleikann á einhvers konar stuðningi við félagið. Ákvörðun verði tekin þegar áform félagsins sjálfs liggi fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að ekki hefði verið skynsamlegt að halda hlutastarfaleiðinni svokölluðu óbreyttri. Þá geri hlutagreiðslur uppsagnarfrests fyrirtækjum kleift að leggjast í híði og bíða bjartari tíma - og forðast gjaldþrot, líkt og kallað hafði verið eftir. Á meðal þeirra kórónuveiruaðgerða sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi í dag var framlenging hlutastarfaleiðarinnar, án breytinga með 25% lágmarksstarfshlutfalli út júní, en lágmarkið hækkar svo í 50% í júlí. Leiðin verður í boði til 31. ágúst. Að óbreyttu hefði hlutastarfaleiðin fallið úr gildi 1. júní. Þá verður fyrirtækjum, sem orðið hafa fyrir 75 prósent tekjutapi að lágmarki og sjá fram á áframhaldandi tap, gefinn kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu á hluta uppsagnarfrests. Stuðningurinn verður að hámarki 633 þúsund krónur, auk orlofs, í allt að þrjá mánuði. Klippa: Viðtal við Bjarna Benediktsson Óvissunni um hlutastarfaleiðina svarað í dag Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í samtali við fréttastofu nú eftir fundinn í Safnahúsinu að umfang aðgerðanna færi eftir því hvernig á það væri litið. Þannig væri áætlað að um 35 þúsund manns væru að nýta hlutastarfaleiðina og kallað hefði verið eftir því hvað tæki við þegar hún félli úr gildi um mánaðamótin maí/júní. Því hefði verið svarað í dag. Aðgerðin nái til tugþúsunda starfsmanna á vinnumarkaði og því afar umfangsmikil. Ríkisstjórnin geri sér jafnframt grein fyrir því að gríðarlegur kostnaður falli á ríkissjóð ef ekkert verður að gert. Aðgerðirnar snúist einnig um að verja störfin sem enn eru eftir og þá sé leitast við að fyrirtæki sem orðið hafa fyrir algjöru tekjuhruni og ráða ekki við að greiða uppsagnarfrest geti lagst í híði og beðið átekta þar til tekur að birta til að nýju. Um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka lágmark hlutabótaleiðarinnar í 50 prósent í júlí, og hvort það stuðli frekar að uppsögnum en hitt, sagði Bjarni að nú væri komið að ákveðnum gatnamótum. Ekki væri skynsamlegt að halda áfram með hlutabæturnar óáreittar. Ríkisstjórnin væri að reyna að svara kalli þeirra fyrirtækja sem vildu möguleikann á því að „leggjast í híði“, einkum fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ekkert launungamál að verið sé að skoða stuðning við Icelandair Inntur eftir því hvort verið væri að skoða sérstaklega aðgerðir varðandi Icelandair, sem boðað hefur miklar uppsagnir í þessari viku, sagði Bjarni að á undanförnum vikum hefði ríkisstjórnin kynnt sér stöðu og áform félagsins til að geta lagt grunn að upplýstri ákvörðun í þeim efnum. Það sé ekkert launungamál að stjórnvöld leggi upp með möguleikann á einhvers konar stuðningi við félagið. Ákvörðun verði tekin þegar áform félagsins sjálfs liggi fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira