Landsvirkjun ræðst í milljarðaframkvæmdir og gefur stórnotendum allt að 25 prósent afslátt Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. apríl 2020 11:01 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra. vísir/vilhelm Landsvirkjun hyggst verja um 12 milljörðum króna í ýmsar framkvæmdir, þróunarverkefni auk þess að veita stórnotendum sínum afslætti. Neðangreindar aðgerðir, sem tíundaðar eru í tilkynningu frá Landsvirkjun, eru sagðar til marks um þátttöku fyrirtækisins í „öflugri viðspyrnu atvinnulífsins í því átaki sem er fram undan í atvinnu- og efnahagsmálum eftir kórónuveirufaraldurinn.“ Landsvirkjun hyggst jafnframt greiða arð til ríkissins. Þannig hyggst Landsvirkjun veita tímabundna 6 mánaða lækkun að kostnaðarverði Landsvirkjunar til stórnotenda. Átta af tíu stórnotendum fyrirtækisins eru sagðir fá lækkun samkvæmt þessu sem geti þýtt allt að 25% lækkun raforkuverðs. Þeim verði jafnframt boðið upp á sveigjanlega skammtímasamninga á kostnaðarverði. Sjá einnig: Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Landsvirkjun segist aukinheldur ætla að flýta ýmsum endurbóta- og viðhaldsverkefnum á næstu þremur árum fyrir samtals um 12 milljarða króna. Á þessu ári er áætlað að ráðast í um 90 verkefni fyrir um 2,4 milljarða króna og koma þau að mestu til framkvæmda í sumar og haust eða um leið og hægt verður að byrja á þeim. Meðal þeirra verkefna sem stefnt er að byrja á í ár eru: Endurbætur á vél- og rafbúnaði í fjórum aflstöðvum; Búrfellsstöð, Sultartangastöð, Sigöldustöð og Kröflustöð. Viðgerðir og lagfæringar á flóðfarvegum á Þjórsársvæði. Bygging göngu- og reiðbrúar yfir Þjórsá ofan Þjófafoss. Viðgerðir og endurbætur á stöðvarhúsi, inntakshúsi og inntaksþró Steingrímsstöðvar við Sogið. Auk þessara verkefna er nú til skoðunar að flýta ýmsum framkvæmdum á næstu þremur árum. Meðal nýrra verkefna eru mögulegar undirbúningsframkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar í neðanverðri Þjórsá, s.s. við vegagerð, brúarsmíði og aðstöðusköpun. Þær framkvæmdir myndu þó ekki hefjast fyrr en á árinu 2021. Frekari útlistun á aðgerðum Landsvirkjunnar má nálgast á vef Samorku. Orkumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landsvirkjun Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Landsvirkjun hyggst verja um 12 milljörðum króna í ýmsar framkvæmdir, þróunarverkefni auk þess að veita stórnotendum sínum afslætti. Neðangreindar aðgerðir, sem tíundaðar eru í tilkynningu frá Landsvirkjun, eru sagðar til marks um þátttöku fyrirtækisins í „öflugri viðspyrnu atvinnulífsins í því átaki sem er fram undan í atvinnu- og efnahagsmálum eftir kórónuveirufaraldurinn.“ Landsvirkjun hyggst jafnframt greiða arð til ríkissins. Þannig hyggst Landsvirkjun veita tímabundna 6 mánaða lækkun að kostnaðarverði Landsvirkjunar til stórnotenda. Átta af tíu stórnotendum fyrirtækisins eru sagðir fá lækkun samkvæmt þessu sem geti þýtt allt að 25% lækkun raforkuverðs. Þeim verði jafnframt boðið upp á sveigjanlega skammtímasamninga á kostnaðarverði. Sjá einnig: Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Landsvirkjun segist aukinheldur ætla að flýta ýmsum endurbóta- og viðhaldsverkefnum á næstu þremur árum fyrir samtals um 12 milljarða króna. Á þessu ári er áætlað að ráðast í um 90 verkefni fyrir um 2,4 milljarða króna og koma þau að mestu til framkvæmda í sumar og haust eða um leið og hægt verður að byrja á þeim. Meðal þeirra verkefna sem stefnt er að byrja á í ár eru: Endurbætur á vél- og rafbúnaði í fjórum aflstöðvum; Búrfellsstöð, Sultartangastöð, Sigöldustöð og Kröflustöð. Viðgerðir og lagfæringar á flóðfarvegum á Þjórsársvæði. Bygging göngu- og reiðbrúar yfir Þjórsá ofan Þjófafoss. Viðgerðir og endurbætur á stöðvarhúsi, inntakshúsi og inntaksþró Steingrímsstöðvar við Sogið. Auk þessara verkefna er nú til skoðunar að flýta ýmsum framkvæmdum á næstu þremur árum. Meðal nýrra verkefna eru mögulegar undirbúningsframkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar í neðanverðri Þjórsá, s.s. við vegagerð, brúarsmíði og aðstöðusköpun. Þær framkvæmdir myndu þó ekki hefjast fyrr en á árinu 2021. Frekari útlistun á aðgerðum Landsvirkjunnar má nálgast á vef Samorku.
Orkumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landsvirkjun Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira