Hæfileikaþættirnir Britain´s Got Talent eru ávallt mjög vinsælir um heim allan og fæðast oft á tíðum stórstjörnur í þáttunum.
Hin tólf ára Fayth Ifil mætti í áheyrnaprufu í þáttunum á dögunum og sló þar rækilega í gegn. Ifil tók lagið Proud Mary sem sjálf Tina Turner gerði ódauðlegt á sínum tíma.
Þessi unga kona var nokkuð stressuð fyrir prufuna en það var í raun óþarfi. Flutningur hennar var óaðfinnanlegur og svo góður að sjálfur Simon Cowell stóð upp og ýtti á gullhnappinn fræga sem skilar Ifil alla leið í úrslit.
Hér að neðan má sjá þennan stórkostlega flutning.