Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2020 07:14 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lørenskógi, rétt utan við Ósló, á leið til vinnu í morgun. Norska dagblaðið VG greinir frá þessu en lögregla hefur ekki viljað upplýsa neitt um handtökuna að svo stöddu. Í frétt VG segir að eftir handtökuna hafi lögreglumenn farið inn á heimili Hagen-hjónanna og skrifstofu Toms, sem staðsett er í bænum Rasta, steinsnar frá heimilinu. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar klukkan hálf ellefu að norskum tíma vegna málsins, eða klukkan hálf níu að íslenskum. Hér má nálgast beina útsendingu VG af fundinum. Sjá einnig: „Tom, ertu tilbúinn að semja?“ Fá sakamál í Noregi hafa vakið jafnmikla athygli síðustu ár og hvarf Anne-Elisabeth. Ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október 2018 er hún hvarf af heimili sínu og Toms, sem er einn ríkasti maður Noregs, í Lørenskógi. Lögregla hélt þétt að sér spilunum og fengu fjölmiðlar ekki veður af hvarfi hennar fyrr en í janúar í fyrra. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán en meintir mannræningjar skildu eftir bréf á vettvangi þar sem þeir útlistuðu kröfur sínar; milljónir norskra króna í órekjanlegri rafmynt. Lögregla hvarf frá þeirri kenningu í fyrrasumar og gaf það út að málið væri nú rannsakað sem morð. Anne-Elisabeth hefði að öllum líkindum verið myrt og lausnargjaldskrafan væri aðeins sett fram í þeim tilgangi að villa um fyrir lögreglu. Í frétt VG segir að Tom Hagen hafi ætíð verið samvinnuþýður lögreglu, látið sig rannsóknina mjög varða og sent marga tölvupósta til rannsakenda þar sem hann bauð aðstoð sína og hugmyndir að lausnum. Samkvæmt upplýsingum VG hefur Tom haldið því fram að innlendir glæpamenn, sem vilji koma höggi á hann persónulega, beri ábyrgð á hvarfi Anne-Elisabeth. Fréttin hefur verið uppfærð. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lørenskógi, rétt utan við Ósló, á leið til vinnu í morgun. Norska dagblaðið VG greinir frá þessu en lögregla hefur ekki viljað upplýsa neitt um handtökuna að svo stöddu. Í frétt VG segir að eftir handtökuna hafi lögreglumenn farið inn á heimili Hagen-hjónanna og skrifstofu Toms, sem staðsett er í bænum Rasta, steinsnar frá heimilinu. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar klukkan hálf ellefu að norskum tíma vegna málsins, eða klukkan hálf níu að íslenskum. Hér má nálgast beina útsendingu VG af fundinum. Sjá einnig: „Tom, ertu tilbúinn að semja?“ Fá sakamál í Noregi hafa vakið jafnmikla athygli síðustu ár og hvarf Anne-Elisabeth. Ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október 2018 er hún hvarf af heimili sínu og Toms, sem er einn ríkasti maður Noregs, í Lørenskógi. Lögregla hélt þétt að sér spilunum og fengu fjölmiðlar ekki veður af hvarfi hennar fyrr en í janúar í fyrra. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán en meintir mannræningjar skildu eftir bréf á vettvangi þar sem þeir útlistuðu kröfur sínar; milljónir norskra króna í órekjanlegri rafmynt. Lögregla hvarf frá þeirri kenningu í fyrrasumar og gaf það út að málið væri nú rannsakað sem morð. Anne-Elisabeth hefði að öllum líkindum verið myrt og lausnargjaldskrafan væri aðeins sett fram í þeim tilgangi að villa um fyrir lögreglu. Í frétt VG segir að Tom Hagen hafi ætíð verið samvinnuþýður lögreglu, látið sig rannsóknina mjög varða og sent marga tölvupósta til rannsakenda þar sem hann bauð aðstoð sína og hugmyndir að lausnum. Samkvæmt upplýsingum VG hefur Tom haldið því fram að innlendir glæpamenn, sem vilji koma höggi á hann persónulega, beri ábyrgð á hvarfi Anne-Elisabeth. Fréttin hefur verið uppfærð.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent