Hefja formlegar viðræður við SA vegna alvarlegrar stöðu á vinnumarkaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 18:40 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að finna þurfi leiðir til þess að verja stöðu launafólks nú þegar ástandið á vinnumarkaði versni dag frá degi. Vísir/Vilhelm VR, ásamt Framsýn stéttarfélagi og Verkalýðsfélagi Akraness, hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður við Samtök atvinnulífsins vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi á vinnumarkaði. Frá þessu greinir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á Facebook-síðu sinni í dag. Þar bendir hann á að ástandið á vinnumarkaði versni dag frá degi og líklegt sé að mánaðamótin sem nú fara í hönd verði þau svörtustu í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Vegna þess hafi félagið ákveðið að fara í formlegar viðræður við SA „um um leiðir til að verja kjarasamninginn okkar, kaupmáttinn og störfin. Markmiðið er að finna leiðir til að verja stöðu okkar fólks og fá stjórnvöld að borðinu líka. Við getum ekki horft upp á þá skelfilegu stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði án þess að taka þetta skref og ræða þríhliða lausnir,“ segir Ragnar Þór í færslu sinni. Athygli vekur að félögin þrjú gera þetta ekki í samfloti með Alþýðusambandi Íslands (ASÍ), heildarsamtökum launafólks í landinu, en miðað við atburðarásina í byrjun mánaðarins þarf það ekki endilega að koma á óvart. Þá sögðu þeir Ragnar Þór og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sig úr miðstjórn ASÍ vegna ágreinings um það hvernig bregðast ætti við alvarlegri stöðu á vinnumarkaði en tugþúsundir hafa misst vinnuna, að öllu leyti eða að hluta, á undanförnum vikum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á efnahagslífið. Ragnar Þór sagði þá að hann legðist alfarið gegn hugmyndum um að fresta boðuðum launahækkunum sem tóku gildi samkvæmt lífskjarasamningnum þann 1. apríl. Sú afstaða ASÍ að vera ekki reiðubúið að skoða fleiri leiðir á borð við tímabundnu skerðingu lífeyrisgreiðslna voru Ragnari vonbrigði. „Niðurstaðan varð sú að gera ekki neitt sem að okkur þótti vera versti kosturinn að fara og þar af leiðandi sáum við ekki ástæðu til að halda áfram vinnu á þessum vettvangi,“ sagði Ragnar Þór í samtali við fréttastofu í byrjun apríl. Í færslu sinni á Facebook í dag segir Ragnar Þór að það sé „dapurlegt að aðgerðapakkar ríkisins skuli ákveðnir af fámennum hópi í stað víðtækara samráðs aðila vinnumarkaðarins og stjórnarandstöðunnar. Sérstaklega í ljósi þess hversu alvarleg staðan er og þá staðreynd að allar ákvarðanir og skuldbindingar hafa mikil áhrif á lífskjör almennings og komandi kynslóðir. Með VR í þessari vegferð eru Framsýn stéttarfélag og Verkalýðsfélag Akranes en þessi félög ásamt Landssambandi verslunarmanna fara með umboð um 47 þúsund félagsmanna. Von er á því að fleiri félög bætist í hópinn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
VR, ásamt Framsýn stéttarfélagi og Verkalýðsfélagi Akraness, hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður við Samtök atvinnulífsins vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi á vinnumarkaði. Frá þessu greinir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á Facebook-síðu sinni í dag. Þar bendir hann á að ástandið á vinnumarkaði versni dag frá degi og líklegt sé að mánaðamótin sem nú fara í hönd verði þau svörtustu í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Vegna þess hafi félagið ákveðið að fara í formlegar viðræður við SA „um um leiðir til að verja kjarasamninginn okkar, kaupmáttinn og störfin. Markmiðið er að finna leiðir til að verja stöðu okkar fólks og fá stjórnvöld að borðinu líka. Við getum ekki horft upp á þá skelfilegu stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði án þess að taka þetta skref og ræða þríhliða lausnir,“ segir Ragnar Þór í færslu sinni. Athygli vekur að félögin þrjú gera þetta ekki í samfloti með Alþýðusambandi Íslands (ASÍ), heildarsamtökum launafólks í landinu, en miðað við atburðarásina í byrjun mánaðarins þarf það ekki endilega að koma á óvart. Þá sögðu þeir Ragnar Þór og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sig úr miðstjórn ASÍ vegna ágreinings um það hvernig bregðast ætti við alvarlegri stöðu á vinnumarkaði en tugþúsundir hafa misst vinnuna, að öllu leyti eða að hluta, á undanförnum vikum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á efnahagslífið. Ragnar Þór sagði þá að hann legðist alfarið gegn hugmyndum um að fresta boðuðum launahækkunum sem tóku gildi samkvæmt lífskjarasamningnum þann 1. apríl. Sú afstaða ASÍ að vera ekki reiðubúið að skoða fleiri leiðir á borð við tímabundnu skerðingu lífeyrisgreiðslna voru Ragnari vonbrigði. „Niðurstaðan varð sú að gera ekki neitt sem að okkur þótti vera versti kosturinn að fara og þar af leiðandi sáum við ekki ástæðu til að halda áfram vinnu á þessum vettvangi,“ sagði Ragnar Þór í samtali við fréttastofu í byrjun apríl. Í færslu sinni á Facebook í dag segir Ragnar Þór að það sé „dapurlegt að aðgerðapakkar ríkisins skuli ákveðnir af fámennum hópi í stað víðtækara samráðs aðila vinnumarkaðarins og stjórnarandstöðunnar. Sérstaklega í ljósi þess hversu alvarleg staðan er og þá staðreynd að allar ákvarðanir og skuldbindingar hafa mikil áhrif á lífskjör almennings og komandi kynslóðir. Með VR í þessari vegferð eru Framsýn stéttarfélag og Verkalýðsfélag Akranes en þessi félög ásamt Landssambandi verslunarmanna fara með umboð um 47 þúsund félagsmanna. Von er á því að fleiri félög bætist í hópinn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira