Vinna við Notre Dame hafin að nýju Andri Eysteinsson skrifar 27. apríl 2020 13:28 Vinna við viðgerð kirkjunnar stöðvaðist vegna faraldursins. Getty/Chesnot Vinna við endurreisn Notre Dame kirkjunnar í París er hafin að nýju eftir að hlé var gert vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fyrir rétt rúmu ári síðan kviknaði í kirkjunni sögufrægu sem stendur við bakka árinnar Signu í París. Heimurinn fylgdist með því þegar sífellt stærri hluti kirkjunnar varð eldi að bráð og að endingu féll turnspíra kirkjunnar í eldhafið ásamt þaki kirkjunnar. Frönsk yfirvöld sögðu að litlu hefði mátt muna svo að dómkirkjan brynni öll til kaldra kola. Sjá einnig: Drónamyndir varpa ljósi á gríðarlegar skemmdir Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því skömmu eftir brunann að kirkjan skyldi endurbyggð innan fimm ára og veittu fjölmargir fjársterkir aðilar fé í söfnun vegna framkvæmdanna. Vinna hefur þó gengið hægt vegna ýmissa atriða. Blýmengun var mikil eftir eldinn og stormar settu strik í reikninginn í vetur, þá var það faraldur kórónuveirunnar sem stöðvaði framkvæmdirnar með öllu í mars. Sóknarprestur Notre Dame, Patrick Chauvet, segir í samtali við Reuters að einn og hálfur mánuður hafi farið forgörðum en framkvæmdir séu þó enn á áætlun. Vinna sé að hefjast að nýju og verði sóttvarnarreglum framfylgt. Búningsklefum og sturtuaðstöðu iðnaðarmanna á svæðinu verður breytt til að koma í veg fyrir smithættu. Spurður um gang framkvæmdanna sagði Chauvet að þó verkefnið sé á áætlun þýði það ekki endilega að þeim verði lokið að fullu að fimm árum liðnum, kirkjan verði þó nothæf á þeim tímapunkti. Chauvet sagði fyrstu verkin hafa snúið að því að fjarlægja málm sem hafði bráðnað við eldsvoðann. „Þegar hann hefur verið fjarlægður, þá getum við sagt að fyrsta skrefi, að gera aðstæður verkamanna öruggar, sé lokið.“ Frakkland Bruninn í Notre-Dame Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira
Vinna við endurreisn Notre Dame kirkjunnar í París er hafin að nýju eftir að hlé var gert vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fyrir rétt rúmu ári síðan kviknaði í kirkjunni sögufrægu sem stendur við bakka árinnar Signu í París. Heimurinn fylgdist með því þegar sífellt stærri hluti kirkjunnar varð eldi að bráð og að endingu féll turnspíra kirkjunnar í eldhafið ásamt þaki kirkjunnar. Frönsk yfirvöld sögðu að litlu hefði mátt muna svo að dómkirkjan brynni öll til kaldra kola. Sjá einnig: Drónamyndir varpa ljósi á gríðarlegar skemmdir Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því skömmu eftir brunann að kirkjan skyldi endurbyggð innan fimm ára og veittu fjölmargir fjársterkir aðilar fé í söfnun vegna framkvæmdanna. Vinna hefur þó gengið hægt vegna ýmissa atriða. Blýmengun var mikil eftir eldinn og stormar settu strik í reikninginn í vetur, þá var það faraldur kórónuveirunnar sem stöðvaði framkvæmdirnar með öllu í mars. Sóknarprestur Notre Dame, Patrick Chauvet, segir í samtali við Reuters að einn og hálfur mánuður hafi farið forgörðum en framkvæmdir séu þó enn á áætlun. Vinna sé að hefjast að nýju og verði sóttvarnarreglum framfylgt. Búningsklefum og sturtuaðstöðu iðnaðarmanna á svæðinu verður breytt til að koma í veg fyrir smithættu. Spurður um gang framkvæmdanna sagði Chauvet að þó verkefnið sé á áætlun þýði það ekki endilega að þeim verði lokið að fullu að fimm árum liðnum, kirkjan verði þó nothæf á þeim tímapunkti. Chauvet sagði fyrstu verkin hafa snúið að því að fjarlægja málm sem hafði bráðnað við eldsvoðann. „Þegar hann hefur verið fjarlægður, þá getum við sagt að fyrsta skrefi, að gera aðstæður verkamanna öruggar, sé lokið.“
Frakkland Bruninn í Notre-Dame Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira