Fótbolti

Vilja leyfa fimm skiptingar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Líklegt er að lið fái að skipta allt að fimm leikmönnum inn á út næsta tímabil.
Líklegt er að lið fái að skipta allt að fimm leikmönnum inn á út næsta tímabil. vísir/getty

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur lagt til að liðum verði heimilt að gera fimm skiptingar í leik í stað þriggja út næsta tímabil.

Þetta á að hjálpa liðum og leikmönnum að takast á við hið mikla leikjaálag sem viðbúið er að verði þegar keppni hefst á ný eftir kórónuveirufaraldurinn.

Ef þessi breyting verður samþykkt má hvort lið gera fimm skiptingar í leik. Í skoðun er að leyfa sjöttu skiptinguna í leikjum sem verða framlengdir.

Stöðva má leikinn þrisvar sinnum til að gera skiptingar. Áfram má skipta leikmönnum inn og út í hálfleik.

Tillaga FIFA fer fyrir Alþjóðlegu reglugerðarnefndarinnar, Ifab, sem þarf að samþykkja hana. Samkvæmt frétt BBC er líklegt að svo verði en þegar hafði verið rætt um að grípa til þessarar tímabundnu ráðstöfunar innan Ifab.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×