Hvað yrði gert ef fiskurinn hætti að láta sjá sig á Íslandsmiðum? Þórir Garðarsson skrifar 27. apríl 2020 11:58 Áhugavert er að velta fyrir sér hvernig tekið yrði á málunum ef sjávarútvegurinn sæi fram á sama tekjuhrun og blasir við ferðaþjónustunni. Segjum sem svo að allur fiskur hyrfi skyndilega af Íslandsmiðum en fiskifræðingar teldu að hann kæmi aftur á miðju næsta ári. Lætur einhver sér detta í hug að umræðan myndi snúast um að keyra ætti tekjulaus fyrirtæki í sjávarútvegi í þrot og þau gagnrýnd fyrir miklar fjárfestingar og oftraust á fiskveiðum? Engan veginn. Til þess þekkja flestir landsmenn mikilvægi sjávarútvegsins of vel. Umræðan myndi snúast um að bjarga fyrirtækjunum með öllum ráðum til að vera viðbúin endurkomu fisksins á miðin. Bent yrði á að gjaldþrota sjávarútvegsfyrirtæki væru lítils virði án þekkingarinnar á að reka þau, án viðskiptasambandanna, án kunnáttu sjómanna, án markaðssambandanna, án skilnings á viðskiptavinunum. Hvað ættu lánastofnanir svosem að gera við verkefnalaus skip og fiskvinnslur? Erlendu ferðamennirnir eru ferðaþjónustunni það sem fiskurinn er sjávarútveginum. Aftur á móti virðist töluvert vanta upp á skilning á núverandi stöðu ferðaþjónustunnar. Stjórnvöld tala ekki um að bjarga atvinnugreininni frá hruni, heldur í mesta lagi lengja í lánum hjá einhverjum, á þess að neinn viti hjá hverjum og fresta skattgreiðslum. Óhjákvæmilega muni mörg fyrirtækin verða gjaldþrota í þessu óvissuástandi þar sem ríkið talar ekki um raunverulega björgunarpakka, líkt og stjórnvöld gera gagnvart ferðaþjónustunni víða annars staðar. Undarleg forlagatrú einkennir afstöðu margra til afdrifa ferðaþjónustunnar – að atvinnugreinin verði bara að sætta sig við að verða að engu. Að „einhverjir“ muni svo taka á móti ferðamönnunum þegar þeir láta sjá sig aftur. Afstaðan virðist sú að þekking í ferðaþjónustu sé lítils virði og ekki á vetur setjandi. Undarlegt er að heyra ráðherra segja að boltinn sé hjá fyrirtækjunum, eins og þau liggi almennt með digra sjóði til að mæta algjöru tekjuhruni. Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum skilað mestu velmegun sem þessi þjóð þekkir. Tekjur af ferðamönnum hafa flætt um allt þjóðfélagið, styrkt landsbyggðina, aukið kaupmátt og haldið verðbólgu niðri. Þegar ferðamenn koma aftur, sem þeir munu gera, þá skiptir öllu máli að fyrirtæki í ferðaþjónustu verði til staðar til að veita þeim þjónustu. Fyrirtækin verða þess ekki megnug nema að þeim verði bjargað yfir erfiðasta hjallann. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Halldór 4. 10. 2025 Halldór Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Sjá meira
Áhugavert er að velta fyrir sér hvernig tekið yrði á málunum ef sjávarútvegurinn sæi fram á sama tekjuhrun og blasir við ferðaþjónustunni. Segjum sem svo að allur fiskur hyrfi skyndilega af Íslandsmiðum en fiskifræðingar teldu að hann kæmi aftur á miðju næsta ári. Lætur einhver sér detta í hug að umræðan myndi snúast um að keyra ætti tekjulaus fyrirtæki í sjávarútvegi í þrot og þau gagnrýnd fyrir miklar fjárfestingar og oftraust á fiskveiðum? Engan veginn. Til þess þekkja flestir landsmenn mikilvægi sjávarútvegsins of vel. Umræðan myndi snúast um að bjarga fyrirtækjunum með öllum ráðum til að vera viðbúin endurkomu fisksins á miðin. Bent yrði á að gjaldþrota sjávarútvegsfyrirtæki væru lítils virði án þekkingarinnar á að reka þau, án viðskiptasambandanna, án kunnáttu sjómanna, án markaðssambandanna, án skilnings á viðskiptavinunum. Hvað ættu lánastofnanir svosem að gera við verkefnalaus skip og fiskvinnslur? Erlendu ferðamennirnir eru ferðaþjónustunni það sem fiskurinn er sjávarútveginum. Aftur á móti virðist töluvert vanta upp á skilning á núverandi stöðu ferðaþjónustunnar. Stjórnvöld tala ekki um að bjarga atvinnugreininni frá hruni, heldur í mesta lagi lengja í lánum hjá einhverjum, á þess að neinn viti hjá hverjum og fresta skattgreiðslum. Óhjákvæmilega muni mörg fyrirtækin verða gjaldþrota í þessu óvissuástandi þar sem ríkið talar ekki um raunverulega björgunarpakka, líkt og stjórnvöld gera gagnvart ferðaþjónustunni víða annars staðar. Undarleg forlagatrú einkennir afstöðu margra til afdrifa ferðaþjónustunnar – að atvinnugreinin verði bara að sætta sig við að verða að engu. Að „einhverjir“ muni svo taka á móti ferðamönnunum þegar þeir láta sjá sig aftur. Afstaðan virðist sú að þekking í ferðaþjónustu sé lítils virði og ekki á vetur setjandi. Undarlegt er að heyra ráðherra segja að boltinn sé hjá fyrirtækjunum, eins og þau liggi almennt með digra sjóði til að mæta algjöru tekjuhruni. Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum skilað mestu velmegun sem þessi þjóð þekkir. Tekjur af ferðamönnum hafa flætt um allt þjóðfélagið, styrkt landsbyggðina, aukið kaupmátt og haldið verðbólgu niðri. Þegar ferðamenn koma aftur, sem þeir munu gera, þá skiptir öllu máli að fyrirtæki í ferðaþjónustu verði til staðar til að veita þeim þjónustu. Fyrirtækin verða þess ekki megnug nema að þeim verði bjargað yfir erfiðasta hjallann. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line.
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar