Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2020 18:47 Logi og Sigmundur eru formenn tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna. Vísir/Einar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. Augljóst sé að þetta eina íslenska flugfélag sem sinnir millilandaflugi til og frá landinu megi ekki fara á hausinn. Þetta kom fram í máli þeirra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigmundur segist sammála því að eitthvað verði að gera svo Icelandair fari ekki í þrot, en staða félagsins er afar þröng um þessar mundir. „Ég held að stjórnvöld hljóti nú að gera sér grein fyrir því að það sé ekki valkostur að þetta félag hætti starfsemi. En hvað eru menn að gera til að bregðast við þessu? Mér finnst umræðan um Icelandair undanfarna daga svolítið áhyggjuefni vegna þess að ég fæ á tilfinninguna að stjórnvöld séu ekki tilbúin undir ólíkar sviðsmyndir og að grípa inn í eftir því hvernig hlutirnir þróast þar,“ segir Sigmundur. Á sama tíma hefur hann á tilfinningunni að Icelandair bíði þess nú að stjórnvöld taki fyrsta skrefið í stuðningi við flugfélagið. „Það þarf að fá stuðning frá hluthöfum, annað hvort verandi hluthöfum eða nýjum. Allir þessir hluthafar líta svo á að þeir geti ekki komið inn fyrr en ríkið er búið að sýna að það sé tilbúið til að standa með félaginu, og ríkið vill ekki standa með félaginu fyrr en það sér að hluthafarnir eru tilbúnir til þess.“ Sjá einnig: Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Sigmundur segist hafa trú á því að Íslendingum takist sem þjóð að standa saman í gegn um þessa óvenjulegu tíma. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn með það og Íslendingar hafa sýnt það í gegn um tíðina að þeir geta staðið vel saman í neyðarástandi. Við á þinginu munum halda áfram þeirri stefnu að samþykkja allt sem horfir til úrbóta sem kemur frá ríkisstjórninni og greiða fyrir því að það gangi sem hraðast fyrir sig,“ segir Sigmundur. Næstu mánuðir megi ekki vera sósíalismi fyrir ríkasta fólk landsins Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að ríkið þurfi með einhverjum hætti að koma Icelandair til aðstoðar. „Ríkið þarf að vera skýrt í öllum sínum yfirlýsingum núna, vegna þess að það er auðvitað ekki hægt að fá aukið hlutafé ef að það er ekki vilyrði fyrir styrknum hinu megin frá.“ Hann segir einnig að ríkið þurfi að koma hreint fram með það með hvaða hætti það kemur að stuðningi við flugfélagið. „Ef við erum að tala um brjálæðislegar upphæðir, kannski meginhlutann af því sem verðmætið í þessu fyrirtæki er, þá verður ríkið að hugsa hvort það ætli að hjálpa þessu fyrirtæki og leyfa svo mönnum að borga sér arð á næstu árum, eða ætlar ríkið með einhverjum hætti að eignast það tímabundið og koma inn í það?“ spyr Logi. Við getum ekki leyft okkur það að næstu vikur og mánuðir verði sósíalismi fyrir ríkasta fólk landsins og stærstu fyrirtækin, en blákaldur og napur kapítalisminn fyrir fátækasta fólkið og venjulegt fólk í landinu. Hér að neðan má sjá Víglínuna í heild sinni. Icelandair Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. Augljóst sé að þetta eina íslenska flugfélag sem sinnir millilandaflugi til og frá landinu megi ekki fara á hausinn. Þetta kom fram í máli þeirra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigmundur segist sammála því að eitthvað verði að gera svo Icelandair fari ekki í þrot, en staða félagsins er afar þröng um þessar mundir. „Ég held að stjórnvöld hljóti nú að gera sér grein fyrir því að það sé ekki valkostur að þetta félag hætti starfsemi. En hvað eru menn að gera til að bregðast við þessu? Mér finnst umræðan um Icelandair undanfarna daga svolítið áhyggjuefni vegna þess að ég fæ á tilfinninguna að stjórnvöld séu ekki tilbúin undir ólíkar sviðsmyndir og að grípa inn í eftir því hvernig hlutirnir þróast þar,“ segir Sigmundur. Á sama tíma hefur hann á tilfinningunni að Icelandair bíði þess nú að stjórnvöld taki fyrsta skrefið í stuðningi við flugfélagið. „Það þarf að fá stuðning frá hluthöfum, annað hvort verandi hluthöfum eða nýjum. Allir þessir hluthafar líta svo á að þeir geti ekki komið inn fyrr en ríkið er búið að sýna að það sé tilbúið til að standa með félaginu, og ríkið vill ekki standa með félaginu fyrr en það sér að hluthafarnir eru tilbúnir til þess.“ Sjá einnig: Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Sigmundur segist hafa trú á því að Íslendingum takist sem þjóð að standa saman í gegn um þessa óvenjulegu tíma. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn með það og Íslendingar hafa sýnt það í gegn um tíðina að þeir geta staðið vel saman í neyðarástandi. Við á þinginu munum halda áfram þeirri stefnu að samþykkja allt sem horfir til úrbóta sem kemur frá ríkisstjórninni og greiða fyrir því að það gangi sem hraðast fyrir sig,“ segir Sigmundur. Næstu mánuðir megi ekki vera sósíalismi fyrir ríkasta fólk landsins Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að ríkið þurfi með einhverjum hætti að koma Icelandair til aðstoðar. „Ríkið þarf að vera skýrt í öllum sínum yfirlýsingum núna, vegna þess að það er auðvitað ekki hægt að fá aukið hlutafé ef að það er ekki vilyrði fyrir styrknum hinu megin frá.“ Hann segir einnig að ríkið þurfi að koma hreint fram með það með hvaða hætti það kemur að stuðningi við flugfélagið. „Ef við erum að tala um brjálæðislegar upphæðir, kannski meginhlutann af því sem verðmætið í þessu fyrirtæki er, þá verður ríkið að hugsa hvort það ætli að hjálpa þessu fyrirtæki og leyfa svo mönnum að borga sér arð á næstu árum, eða ætlar ríkið með einhverjum hætti að eignast það tímabundið og koma inn í það?“ spyr Logi. Við getum ekki leyft okkur það að næstu vikur og mánuðir verði sósíalismi fyrir ríkasta fólk landsins og stærstu fyrirtækin, en blákaldur og napur kapítalisminn fyrir fátækasta fólkið og venjulegt fólk í landinu. Hér að neðan má sjá Víglínuna í heild sinni.
Icelandair Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira