Söndru voru settir afarkostir í landsliðsferð: „Missti fimmtán kíló á einu ári“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. apríl 2020 19:15 Sandra sagði sínu sögu í Sportpakkanum í kvöld en hún varð meðal annars þrefaldur meistari með Val tímabilið 2018/2019. vísir/s2 Handboltakonan Sandra Erlingsdóttir segir að henni hafi verið settir afarkostir í einni landsliðsferð fyrir tveimur árum síðan. Sandra glímdi við átröskun en þessi einn besti miðjumaður landsins sagði sögu sína í Sportpakkanum í kvöld. Sandra var í viðtali við Vísi í síðasta mánuði þar sem hún opnaði sig varðandi átröskun en það eru liðin sex ár síðan Sandra var greind með átröskun. „Þetta byrjaði sumarið áður en ég fór í 10. bekk þegar ég var fjórtán ára. Ég byrjaði að æfa með meistaraflokki kvenna í fótbolta og fékk að spila leiki með þeim. Þá kemur þessi íþróttametnaður að verða betri,“ sagði Sandra í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins og hélt áfram: „Þá byrjaði ég að borða hollara til þess að vera með meiri orku á æfingum sem endaði með því að minnka skammtana og eftir sumarið fór ég á vigtina. Ég var búin að léttast um sjö kíló yfir sumarið. Ég var bara: Vó. Þá hugsaði ég að þetta væri auðvelt sem fór svo út í öfgar.“ Sandra í leik gegn Fram í vetur.vísir/daníel þór „Ég var komin mjög langt inn í átröskunina. Þá er maður bara í svo ótrúlega óheilbrigðu sambandi við mat. Eins og með alla áhrifavalda, ég vil ekki tala illa um þá, en það er svo margt sem við erum að sjá á internetinu sem er svo óheilbrigt.“ Sandra var 45 kíló er hún var léttust en hún segir að á tímabili hafi hún misst fimmtán kíló. Hún æfði mikið, einfaldlega of mikið. „Í byrjun var ég svona 59-60 kíló. Ég var sterk og í góðu líkamlegu formi. Ég endaði í 45 kílóum einu ári seinna. Ég minnkaði matarskammtana og fer að æfa sjúklega mikið. Það er gott að æfa aukalega en það er viss lína.“ „Ég verð andlega mjög veik og mikið meira andlega en líkamlega veik þó að þetta taki einnig mjög mikið á líkamann. Ég var aldrei greind með þunglyndi en maður var frekar þungur á þessum tíma.“ Foreldrar Söndru tóku snemma eftir í hvað stefndi en Sandra fattaði það ekki. Sandra spilaði með öllum yngri landsliðum Íslands og í einni landsliðsferðinni dró til tíðinda. „Foreldrar mínir voru mjög fljótir að grípa inn í en ég fattaði það ekki fyrr en þrem árum seinna þegar ég loksins gaf mig og áttaði mig á því að ég væri að glíma við eitthvað alvarlegt. Ég held að það hafi verið í einni landsliðsferðinni sem við fórum í þegar mér var gefinn sá kostur að annað hvort þyngist ég eða hætti í landsliðinu.“ Allt viðtalið við Söndru má sjá hér að neðan en íþróttafólk og aðstandendur eru hvattir til þess að kynna sér einkenni átröskunar á vef ÍSÍ. Klippa: Sportpakkinn - Sandra Erlingsdóttir Olís-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Handboltakonan Sandra Erlingsdóttir segir að henni hafi verið settir afarkostir í einni landsliðsferð fyrir tveimur árum síðan. Sandra glímdi við átröskun en þessi einn besti miðjumaður landsins sagði sögu sína í Sportpakkanum í kvöld. Sandra var í viðtali við Vísi í síðasta mánuði þar sem hún opnaði sig varðandi átröskun en það eru liðin sex ár síðan Sandra var greind með átröskun. „Þetta byrjaði sumarið áður en ég fór í 10. bekk þegar ég var fjórtán ára. Ég byrjaði að æfa með meistaraflokki kvenna í fótbolta og fékk að spila leiki með þeim. Þá kemur þessi íþróttametnaður að verða betri,“ sagði Sandra í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins og hélt áfram: „Þá byrjaði ég að borða hollara til þess að vera með meiri orku á æfingum sem endaði með því að minnka skammtana og eftir sumarið fór ég á vigtina. Ég var búin að léttast um sjö kíló yfir sumarið. Ég var bara: Vó. Þá hugsaði ég að þetta væri auðvelt sem fór svo út í öfgar.“ Sandra í leik gegn Fram í vetur.vísir/daníel þór „Ég var komin mjög langt inn í átröskunina. Þá er maður bara í svo ótrúlega óheilbrigðu sambandi við mat. Eins og með alla áhrifavalda, ég vil ekki tala illa um þá, en það er svo margt sem við erum að sjá á internetinu sem er svo óheilbrigt.“ Sandra var 45 kíló er hún var léttust en hún segir að á tímabili hafi hún misst fimmtán kíló. Hún æfði mikið, einfaldlega of mikið. „Í byrjun var ég svona 59-60 kíló. Ég var sterk og í góðu líkamlegu formi. Ég endaði í 45 kílóum einu ári seinna. Ég minnkaði matarskammtana og fer að æfa sjúklega mikið. Það er gott að æfa aukalega en það er viss lína.“ „Ég verð andlega mjög veik og mikið meira andlega en líkamlega veik þó að þetta taki einnig mjög mikið á líkamann. Ég var aldrei greind með þunglyndi en maður var frekar þungur á þessum tíma.“ Foreldrar Söndru tóku snemma eftir í hvað stefndi en Sandra fattaði það ekki. Sandra spilaði með öllum yngri landsliðum Íslands og í einni landsliðsferðinni dró til tíðinda. „Foreldrar mínir voru mjög fljótir að grípa inn í en ég fattaði það ekki fyrr en þrem árum seinna þegar ég loksins gaf mig og áttaði mig á því að ég væri að glíma við eitthvað alvarlegt. Ég held að það hafi verið í einni landsliðsferðinni sem við fórum í þegar mér var gefinn sá kostur að annað hvort þyngist ég eða hætti í landsliðinu.“ Allt viðtalið við Söndru má sjá hér að neðan en íþróttafólk og aðstandendur eru hvattir til þess að kynna sér einkenni átröskunar á vef ÍSÍ. Klippa: Sportpakkinn - Sandra Erlingsdóttir
Olís-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira