Fótbolti

Sagði Ronaldo að hann væri hataður og uppskar hlátur

Sindri Sverrisson skrifar
Paulo Dybala og Cristiano Ronaldo fagna marki saman.
Paulo Dybala og Cristiano Ronaldo fagna marki saman. VÍSIR/GETTY

Paulo Dybala er einn fárra sem spilað hafa í liði bæði með Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Argentínumaðurinn ber Ronaldo vel söguna í nýlegu viðtali.

Dybala, sem hefur leikið með Messi í argentínska landsliðinu, hefur nú verið liðsfélagi Ronaldos hjá Juventus í tæp tvö ár og segir Portúgalann hafa komið sér notalega á óvart.

„Þegar hann kom til Juventus voru væntingarnar miklar enda höfðum við fallið úr leik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni og það voru nokkur rifrildi í því einvígi, þar á meðal við hann. En hann er frábær náungi, mjög vinalegur innan sem utan vallar, og alltaf til í að spjalla og hlusta sömuleiðis. Það kom mér svolítið á óvart því að stundum, þegar um svona merkilega leikmenn er að ræða, þá eru þeir ekki þannig,“ sagði Dybala í viðtali sem knattspyrnusamband Argentínu birti. Hann rifjaði upp skemmtilega sögu:

„Við vorum einu sinni á ferðalagi og ég sat við hliðina á honum og sagði honum að hann væri hataður í Argentínu, vegna þess hvernig hann léti og hvernig hann labbaði,“ sagði Dybala. „Hann hló bara og sagði mér að hann væri vanur því að vera gagnrýndur en að hann væri bara eins og hann væri,“ sagði Dybala léttur í bragði.


Tengdar fréttir

Dybala og frú með veiruna

Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×