Kári missti bragð- og lyktarskyn en heldur í húmorinn í einangrun Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2020 23:00 Kári Kristján Kristjánsson og sonur hans ræddu við Henry Birgi Gunnarsson. MYND/STÖÐ 2 SPORT Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, er engum líkur og hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hafa nú verið í rúma viku í einangrun ásamt konu sinni og syni vegna COVID-19 sýkingar. Kári var með húmorinn í lagi þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag og sagðist blessunarlega hafa farið ágætlega út úr veikindunum til þessa: „Ég fékk þetta eiginlega bara í skömmtum. Ég byrjaði á að fá beinverki, svo tékkast það út. Ég fyllist allur af hori og drasli og er svona flensuslappur, svo dettur það út. Svo missi ég bragð- og lyktarskyn en það kemur svo aftur til baka. Ég fæ því ekki einhverja eina sleggju, heldur tikka ég í þessi box nokkuð þægilega og er bara orðinn helvíti brattur,“ segir Kári en viðtalið má sjá hér að neðan. Kári segir að eins merkilegt og það sé þá hafi dóttir þeirra hjóna ekki smitast heldur aðeins sonurinn, sem var með pabba sínum í viðtalinu. Aðspurður hvað hægt sé að gera til að drepa tímann svona innilokaður segir Kári: „Ég er að þjálfa tvo flokka og maður er að reyna að sinna þeim í fjaræfingaáætlun. Svo er ég með brýn verkefni sem eru náttúrulega skáparnir. Ég tók skúrinn, sem er spikk og span. Svo er ég búinn að renna yfir fataskápana og gerði það mjög fagmannlega. Rauði krossinn fer mjög vel út úr því verkefni,“ segir Kári léttur í bragði. Eyjamaðurinn er farinn að sakna handboltans en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort, hvernig eða hvenær Íslandsmótið verður klárað: „Maður finnur það núna hvað þetta blessaða handkast heldur þétt í mann. Ég myndi drepa fyrir það að fá að negla mér á parketið, eina djúpa, vinstri, hægri og setja boltann upp í fjærhornið,“ sagði Kári léttur en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Kári Kristján um COVID-veikindin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir Kári með kórónuveiruna Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er smitaður af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:40 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, er engum líkur og hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hafa nú verið í rúma viku í einangrun ásamt konu sinni og syni vegna COVID-19 sýkingar. Kári var með húmorinn í lagi þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag og sagðist blessunarlega hafa farið ágætlega út úr veikindunum til þessa: „Ég fékk þetta eiginlega bara í skömmtum. Ég byrjaði á að fá beinverki, svo tékkast það út. Ég fyllist allur af hori og drasli og er svona flensuslappur, svo dettur það út. Svo missi ég bragð- og lyktarskyn en það kemur svo aftur til baka. Ég fæ því ekki einhverja eina sleggju, heldur tikka ég í þessi box nokkuð þægilega og er bara orðinn helvíti brattur,“ segir Kári en viðtalið má sjá hér að neðan. Kári segir að eins merkilegt og það sé þá hafi dóttir þeirra hjóna ekki smitast heldur aðeins sonurinn, sem var með pabba sínum í viðtalinu. Aðspurður hvað hægt sé að gera til að drepa tímann svona innilokaður segir Kári: „Ég er að þjálfa tvo flokka og maður er að reyna að sinna þeim í fjaræfingaáætlun. Svo er ég með brýn verkefni sem eru náttúrulega skáparnir. Ég tók skúrinn, sem er spikk og span. Svo er ég búinn að renna yfir fataskápana og gerði það mjög fagmannlega. Rauði krossinn fer mjög vel út úr því verkefni,“ segir Kári léttur í bragði. Eyjamaðurinn er farinn að sakna handboltans en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort, hvernig eða hvenær Íslandsmótið verður klárað: „Maður finnur það núna hvað þetta blessaða handkast heldur þétt í mann. Ég myndi drepa fyrir það að fá að negla mér á parketið, eina djúpa, vinstri, hægri og setja boltann upp í fjærhornið,“ sagði Kári léttur en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Kári Kristján um COVID-veikindin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir Kári með kórónuveiruna Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er smitaður af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:40 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Kári með kórónuveiruna Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er smitaður af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:40