Kári missti bragð- og lyktarskyn en heldur í húmorinn í einangrun Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2020 23:00 Kári Kristján Kristjánsson og sonur hans ræddu við Henry Birgi Gunnarsson. MYND/STÖÐ 2 SPORT Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, er engum líkur og hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hafa nú verið í rúma viku í einangrun ásamt konu sinni og syni vegna COVID-19 sýkingar. Kári var með húmorinn í lagi þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag og sagðist blessunarlega hafa farið ágætlega út úr veikindunum til þessa: „Ég fékk þetta eiginlega bara í skömmtum. Ég byrjaði á að fá beinverki, svo tékkast það út. Ég fyllist allur af hori og drasli og er svona flensuslappur, svo dettur það út. Svo missi ég bragð- og lyktarskyn en það kemur svo aftur til baka. Ég fæ því ekki einhverja eina sleggju, heldur tikka ég í þessi box nokkuð þægilega og er bara orðinn helvíti brattur,“ segir Kári en viðtalið má sjá hér að neðan. Kári segir að eins merkilegt og það sé þá hafi dóttir þeirra hjóna ekki smitast heldur aðeins sonurinn, sem var með pabba sínum í viðtalinu. Aðspurður hvað hægt sé að gera til að drepa tímann svona innilokaður segir Kári: „Ég er að þjálfa tvo flokka og maður er að reyna að sinna þeim í fjaræfingaáætlun. Svo er ég með brýn verkefni sem eru náttúrulega skáparnir. Ég tók skúrinn, sem er spikk og span. Svo er ég búinn að renna yfir fataskápana og gerði það mjög fagmannlega. Rauði krossinn fer mjög vel út úr því verkefni,“ segir Kári léttur í bragði. Eyjamaðurinn er farinn að sakna handboltans en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort, hvernig eða hvenær Íslandsmótið verður klárað: „Maður finnur það núna hvað þetta blessaða handkast heldur þétt í mann. Ég myndi drepa fyrir það að fá að negla mér á parketið, eina djúpa, vinstri, hægri og setja boltann upp í fjærhornið,“ sagði Kári léttur en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Kári Kristján um COVID-veikindin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir Kári með kórónuveiruna Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er smitaður af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:40 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, er engum líkur og hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hafa nú verið í rúma viku í einangrun ásamt konu sinni og syni vegna COVID-19 sýkingar. Kári var með húmorinn í lagi þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag og sagðist blessunarlega hafa farið ágætlega út úr veikindunum til þessa: „Ég fékk þetta eiginlega bara í skömmtum. Ég byrjaði á að fá beinverki, svo tékkast það út. Ég fyllist allur af hori og drasli og er svona flensuslappur, svo dettur það út. Svo missi ég bragð- og lyktarskyn en það kemur svo aftur til baka. Ég fæ því ekki einhverja eina sleggju, heldur tikka ég í þessi box nokkuð þægilega og er bara orðinn helvíti brattur,“ segir Kári en viðtalið má sjá hér að neðan. Kári segir að eins merkilegt og það sé þá hafi dóttir þeirra hjóna ekki smitast heldur aðeins sonurinn, sem var með pabba sínum í viðtalinu. Aðspurður hvað hægt sé að gera til að drepa tímann svona innilokaður segir Kári: „Ég er að þjálfa tvo flokka og maður er að reyna að sinna þeim í fjaræfingaáætlun. Svo er ég með brýn verkefni sem eru náttúrulega skáparnir. Ég tók skúrinn, sem er spikk og span. Svo er ég búinn að renna yfir fataskápana og gerði það mjög fagmannlega. Rauði krossinn fer mjög vel út úr því verkefni,“ segir Kári léttur í bragði. Eyjamaðurinn er farinn að sakna handboltans en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort, hvernig eða hvenær Íslandsmótið verður klárað: „Maður finnur það núna hvað þetta blessaða handkast heldur þétt í mann. Ég myndi drepa fyrir það að fá að negla mér á parketið, eina djúpa, vinstri, hægri og setja boltann upp í fjærhornið,“ sagði Kári léttur en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Kári Kristján um COVID-veikindin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir Kári með kórónuveiruna Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er smitaður af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:40 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Sjá meira
Kári með kórónuveiruna Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er smitaður af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:40