Segja sendiherrann hafa beðist undan flutningum og þess vegna kallaður heim Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2020 11:45 Konungur Hollands, Vilhjálmur Alexander, ásamt Gunnari Pálssyni, sendiherra Íslands í Brussel, árið 2018. EPA Sendiherra Íslands í Brussel hefur verið kallaður heim eftir að hann baðst undan flutningum. Sendiherrann hafði gagnrýnt harðlega breytingar á skipan sendiherra. Utanríkisráðuneytið segir flutninginn hafa verið tilkynntan fimm dögum áður en umsögn sendiherrans barst. Drög utanríkisráðherra að frumvarpi til breytinga á lögum um utanríkisþjónustuna, sem miða að því að koma á fastri skipan við val á sendiherrum til framtíðar, var birt 2. mars og óskað eftir umsögnum. Setja á þak á fjölda sendiherra, afnema almenna undanþágu frá auglýsingaskyldu og lögfesta sérstakar hæfniskröfur. Í frumvarpinu er því haldið fram að sendiherrum hafi fjölgað svo undanfarin ár að það samræmist illa umfangi og verkefnum utanríkisþjónustunnar. Taldi ástæðu til rannsóknar Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, sendi inn umsögn um frumvarpið 16. mars síðastliðinn. Þar fór hann hörðum orðum um það. Óskaði hann útskýringa á því hvers vegna kastljósinu sé eingöngu beint að sendiherrum og þeir teknir út fyrir sviga. Gunnar, sem hefur starfað sem sendiherra í 30 ár, bendir á í umsögn sinni að eingöngu ráðherrar hafi vald, í umboði forseta, til að skipa sendiherra. Gunnar segir að hafi ráðherrar gengið svo langt að beita þessu valdi sínu að nauðsynlegt sé nú að breyta lögum, virðist full ástæða til að rannsaka nánar hvort ráðherrar hafi farið illa með þetta vald sitt, jafnvel misnotað það eða gerst sekir um spillingu. Gunnar segir frumvarpið illa rökstutt, ruglingslegt, mótsagnakennt og kynda undir tilefnislausa tortryggni í garð einnar starfsstéttar stjórnarráðsins. Segja Gunnar hafa hafnað flutningi Utanríkisráðherra sagðist ekki geta veitt fréttastofu viðtal sökum anna. Í svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu um málið kemur fram að ákveðið hafi verið að Gunnar flyttist til starfa á nýja skrifstofu og honum tilkynnt um það 11. mars. Fimm dögum síðar hafi umsögn sendiherrans borist. Ráðuneytið segir flutninginn hafa verið hluta af hefðbundnum flutningum sendiherra í utanríkisþjónustunni og hluti af stærri ákvörðun og tilfærslum sem tilkynnt verður um á næstunni. Sendiherrann hafi beðist undan þessum flutningi og komi því til starfa í utanríkisráðuneytinu. Utanríkismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Sendiherra Íslands í Brussel hefur verið kallaður heim eftir að hann baðst undan flutningum. Sendiherrann hafði gagnrýnt harðlega breytingar á skipan sendiherra. Utanríkisráðuneytið segir flutninginn hafa verið tilkynntan fimm dögum áður en umsögn sendiherrans barst. Drög utanríkisráðherra að frumvarpi til breytinga á lögum um utanríkisþjónustuna, sem miða að því að koma á fastri skipan við val á sendiherrum til framtíðar, var birt 2. mars og óskað eftir umsögnum. Setja á þak á fjölda sendiherra, afnema almenna undanþágu frá auglýsingaskyldu og lögfesta sérstakar hæfniskröfur. Í frumvarpinu er því haldið fram að sendiherrum hafi fjölgað svo undanfarin ár að það samræmist illa umfangi og verkefnum utanríkisþjónustunnar. Taldi ástæðu til rannsóknar Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, sendi inn umsögn um frumvarpið 16. mars síðastliðinn. Þar fór hann hörðum orðum um það. Óskaði hann útskýringa á því hvers vegna kastljósinu sé eingöngu beint að sendiherrum og þeir teknir út fyrir sviga. Gunnar, sem hefur starfað sem sendiherra í 30 ár, bendir á í umsögn sinni að eingöngu ráðherrar hafi vald, í umboði forseta, til að skipa sendiherra. Gunnar segir að hafi ráðherrar gengið svo langt að beita þessu valdi sínu að nauðsynlegt sé nú að breyta lögum, virðist full ástæða til að rannsaka nánar hvort ráðherrar hafi farið illa með þetta vald sitt, jafnvel misnotað það eða gerst sekir um spillingu. Gunnar segir frumvarpið illa rökstutt, ruglingslegt, mótsagnakennt og kynda undir tilefnislausa tortryggni í garð einnar starfsstéttar stjórnarráðsins. Segja Gunnar hafa hafnað flutningi Utanríkisráðherra sagðist ekki geta veitt fréttastofu viðtal sökum anna. Í svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu um málið kemur fram að ákveðið hafi verið að Gunnar flyttist til starfa á nýja skrifstofu og honum tilkynnt um það 11. mars. Fimm dögum síðar hafi umsögn sendiherrans borist. Ráðuneytið segir flutninginn hafa verið hluta af hefðbundnum flutningum sendiherra í utanríkisþjónustunni og hluti af stærri ákvörðun og tilfærslum sem tilkynnt verður um á næstunni. Sendiherrann hafi beðist undan þessum flutningi og komi því til starfa í utanríkisráðuneytinu.
Utanríkismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira