Sótthreinsiefni og sterkir geislar geta skemmt frumur til jafns við veirur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2020 10:37 Smásjármynd sýnir hér margar SARS-CoV-2-veirur sem hafa brotið sér leit úr hýsilfrumu. SARS-CoV-2 er í daglegu tali þekkt sem kórónuveiran sem valdið getur Covid-19. Vísir/Getty Í dag birtist á Vísindavef Háskóla Íslands, sem svalað hefur fróðleiksþorsta Íslendinga um árabil, svar við eftirfarandi spurningu: Er hægt að drepa nýju kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla? Ætla má að tilefnið séu orð Donalds Trump Bandaríkjaforseta á blaðamannafundi á föstudag. Þar viðraði hann hugmyndir um að mögulega væri hægt að lækna fólk af Covid-19 sjúkdómnum með því að dæla sótthreinsivökva í líkama þeirra, eða skjóta útfjólubláu ljósi á þá. Þetta sagði forsetinn eftir að starfandi yfirmaður vísinda- og tæknideildar heimavarnarráðuneytisins kynnti niðurstöður rannsóknar, þar sem komið hefði í ljós að sólarljós og sótthreinsiefni á borð við klór veiki veiruna. Hugmyndirnar hafa hlotið mikla gagnrýni úr ýmsum áttum. Hugmyndir Trumps um notkun sótthreinsiefna eða sterkra geisla sem lækning við kórónuveirunni hafa verið mikið milli tannanna á fólki.Vísir/AFP Á Vísindavefnum segir að stutta svarið við spurningunni hér að ofan sé að kraftmiklar aðferðir til óvirkja veirur á ósértækan hátt, til að mynda með sterkum efnum eða orkuríkum geislum, séu til þess fallnar að skemma frumur líkamans. Ástæðan sé einfaldlega sú að efnasamsetning lífvera og veira sé náskyld að miklu leyti og áhrif efnanna og geislanna á líkamann því keimlík áhrifum þeirra á veiruna. „Sótthreinsiefni og orkuríkir geislar skemma lífrænar sameindir eins og erfðaefni og prótín. Efnin eða geislarnir gera ekki greinarmun á veirum, bakteríum, sveppum, sníkjudýrum eða mönnum. Þau henta því alls ekki við meðhöndlun veirusýkinga og geta haft mjög skaðleg áhrif á lifandi vefi,“ segir í svarinu á Vísindavefnum. Helsta undantekningin sé notkun vægra sótthreinsiefna, til að mynda spritts, á húðina, sem getur þolað slík efni að vissu marki. „Þegar veirur sýkja lífverur fara þær inn í frumur hennar og fjölga sér þar. Því þarf sérhæfðar aðferðir til að ráða niðurlögum veira innan lífvera án þess að valda miklum skaða. Veirulyf beinast þannig oftast að mjög sértækum efnahvörfum sem tengjast ákveðnum veirum eða því hvernig veirurnar þekkja þær frumur sem þær sýkja.“ Sérstaklega er fjallað um þróun krabbameinslyfja í svarinu. Í gegn um árin hafa slík lyf orðið sértækari, en áður fyrr drápu krabbameinslyf heilbrigðar frumur til jafns við krabbameinsfrumur. Á sama hátt hafa eldri sýklalyf mörg hver skaðlegri áhrif á frumur manna en þau lyf sem algengust eru í dag. Notkun ákveðinna efna á menn alls ekki réttlætanleg Þá eru tekin til nokkur skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi ef nota á efni gegn veirusýkingu. Efnið þarf að virka innan frumna, geta borist til frumnanna, vera í nægjanlegum styrk til þess að ná fram áhrifum sínum og má ekki vera skaðlegra en veiran sjálf. Húð manna getur þolað sótthreinsiefni á borð við spritt upp að vissu marki. Ekki er mælt með að fólk innbyrði efnið á nokkurn hátt.Vísir „Mörg efni virka sérlega vel gegn vissum veirum en hafa svo skaðleg áhrif á manneskjur að notkun þeirra er alls ekki réttlætanleg.“ Sérstaklega er fjallað um bleikiefni (e. bleach). Það eru efni sem hafa mikla sótthreinsieiginleika, en á sama tíma afar skaðleg áhrif á lifandi vefi. Þá innihalda slík efni ýmist klór eða ekki. „Bleikiklór er algengur á heimilum sem þvottaefni og veldur því miður oft skaða, sérstaklega meðal barna sem innbyrða hann fyrir slysni. Bleikiklór er einkum skaðlegur slímhúðum sem þekja öndunarveginn, meltingarveginn og fleiri líffærakerfi.“ Þá segir að vel sé hægt að óvirkja veiruagnir utan líkamans með sótthreinsiefnum, sem og með eðlisfræðilegum aðferðum eins og háum hita eða orkuríkum geislum. Slíkum aðferðum sé beitt víða um heim við hreinsun drykkjarvatns og skólps, framleiðslu matvæla og dauðhreinsun ýmissa efna og áhalda. „Þær henta þó engan veginn við meðferð á veirusýkingum í fólki í ljósi skaðsemi á vefi og þar sem þær virka hvorki að nægu marki né á réttum stöðum í líkamanum.“ Höfundar svarsins á Vísindavefnum eru Snædís Huld Björnsdóttir, sameindalíffræðingur og dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, Ágúst Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði við HÍ, Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum og Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Í dag birtist á Vísindavef Háskóla Íslands, sem svalað hefur fróðleiksþorsta Íslendinga um árabil, svar við eftirfarandi spurningu: Er hægt að drepa nýju kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla? Ætla má að tilefnið séu orð Donalds Trump Bandaríkjaforseta á blaðamannafundi á föstudag. Þar viðraði hann hugmyndir um að mögulega væri hægt að lækna fólk af Covid-19 sjúkdómnum með því að dæla sótthreinsivökva í líkama þeirra, eða skjóta útfjólubláu ljósi á þá. Þetta sagði forsetinn eftir að starfandi yfirmaður vísinda- og tæknideildar heimavarnarráðuneytisins kynnti niðurstöður rannsóknar, þar sem komið hefði í ljós að sólarljós og sótthreinsiefni á borð við klór veiki veiruna. Hugmyndirnar hafa hlotið mikla gagnrýni úr ýmsum áttum. Hugmyndir Trumps um notkun sótthreinsiefna eða sterkra geisla sem lækning við kórónuveirunni hafa verið mikið milli tannanna á fólki.Vísir/AFP Á Vísindavefnum segir að stutta svarið við spurningunni hér að ofan sé að kraftmiklar aðferðir til óvirkja veirur á ósértækan hátt, til að mynda með sterkum efnum eða orkuríkum geislum, séu til þess fallnar að skemma frumur líkamans. Ástæðan sé einfaldlega sú að efnasamsetning lífvera og veira sé náskyld að miklu leyti og áhrif efnanna og geislanna á líkamann því keimlík áhrifum þeirra á veiruna. „Sótthreinsiefni og orkuríkir geislar skemma lífrænar sameindir eins og erfðaefni og prótín. Efnin eða geislarnir gera ekki greinarmun á veirum, bakteríum, sveppum, sníkjudýrum eða mönnum. Þau henta því alls ekki við meðhöndlun veirusýkinga og geta haft mjög skaðleg áhrif á lifandi vefi,“ segir í svarinu á Vísindavefnum. Helsta undantekningin sé notkun vægra sótthreinsiefna, til að mynda spritts, á húðina, sem getur þolað slík efni að vissu marki. „Þegar veirur sýkja lífverur fara þær inn í frumur hennar og fjölga sér þar. Því þarf sérhæfðar aðferðir til að ráða niðurlögum veira innan lífvera án þess að valda miklum skaða. Veirulyf beinast þannig oftast að mjög sértækum efnahvörfum sem tengjast ákveðnum veirum eða því hvernig veirurnar þekkja þær frumur sem þær sýkja.“ Sérstaklega er fjallað um þróun krabbameinslyfja í svarinu. Í gegn um árin hafa slík lyf orðið sértækari, en áður fyrr drápu krabbameinslyf heilbrigðar frumur til jafns við krabbameinsfrumur. Á sama hátt hafa eldri sýklalyf mörg hver skaðlegri áhrif á frumur manna en þau lyf sem algengust eru í dag. Notkun ákveðinna efna á menn alls ekki réttlætanleg Þá eru tekin til nokkur skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi ef nota á efni gegn veirusýkingu. Efnið þarf að virka innan frumna, geta borist til frumnanna, vera í nægjanlegum styrk til þess að ná fram áhrifum sínum og má ekki vera skaðlegra en veiran sjálf. Húð manna getur þolað sótthreinsiefni á borð við spritt upp að vissu marki. Ekki er mælt með að fólk innbyrði efnið á nokkurn hátt.Vísir „Mörg efni virka sérlega vel gegn vissum veirum en hafa svo skaðleg áhrif á manneskjur að notkun þeirra er alls ekki réttlætanleg.“ Sérstaklega er fjallað um bleikiefni (e. bleach). Það eru efni sem hafa mikla sótthreinsieiginleika, en á sama tíma afar skaðleg áhrif á lifandi vefi. Þá innihalda slík efni ýmist klór eða ekki. „Bleikiklór er algengur á heimilum sem þvottaefni og veldur því miður oft skaða, sérstaklega meðal barna sem innbyrða hann fyrir slysni. Bleikiklór er einkum skaðlegur slímhúðum sem þekja öndunarveginn, meltingarveginn og fleiri líffærakerfi.“ Þá segir að vel sé hægt að óvirkja veiruagnir utan líkamans með sótthreinsiefnum, sem og með eðlisfræðilegum aðferðum eins og háum hita eða orkuríkum geislum. Slíkum aðferðum sé beitt víða um heim við hreinsun drykkjarvatns og skólps, framleiðslu matvæla og dauðhreinsun ýmissa efna og áhalda. „Þær henta þó engan veginn við meðferð á veirusýkingum í fólki í ljósi skaðsemi á vefi og þar sem þær virka hvorki að nægu marki né á réttum stöðum í líkamanum.“ Höfundar svarsins á Vísindavefnum eru Snædís Huld Björnsdóttir, sameindalíffræðingur og dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, Ágúst Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði við HÍ, Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum og Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira