Styrkurinn kemur ekki í stað fjölmiðlafrumvarpsins Sylvía Hall skrifar 24. apríl 2020 23:24 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Vísir/Vilhelm 350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla sem tilkynntur var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur ekki í stað þeirrar upphæðar sem kveðið er á um í fjölmiðlafrumvarpinu. Fjölmiðlafrumvarpið gerir ráð fyrir 400 milljónum til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Þetta segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar í samtali við mbl.is. Þó fjölmiðlafrumvarpið sé enn til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd sé það hluti af fjárlögum þessa árs og 350 milljóna stuðningurinn sé hluti af fjáraukalagafrumvarpi. Að sögn Páls sé hugmyndin ekki að draga styrkinn frá þeim 400 milljónum sem fjölmiðlafrumvarpið gerir ráð fyrir. Hann segir málin vera til meðferðar og umfjöllunar núna með hliðsjón af þeim aðgerðum sem beinast að fjölmiðlum. Hann geti ekki svarað því hvenær fjölmiðlafrumvarpið yrði tekið fyrir á þinginu en hann búist við því að það verði einhver tíðindi af því, þó ekki sé hægt að tímasetja þau nákvæmlega. Segir nauðsynlegt að fjölmiðlar fái aðstoð Í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar var líkt og fyrr sagði gert ráð fyrir 350 milljóna króna stuðningi við einkarekna fjölmiðla vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagðist fagna því að ríkisstjórnin væri að bregðast við erfiðleikum fjölmiðla. „Ég fagna því að það koma þarna arðgreiðslur og styrkir til einkarekinna fjölmiðla, ég fagna því. Maður á auðvitað eftir að sjá nánari útfærslu en ég held það sé mjög nauðsynlegt að það komi aðstoð. Það skiptir miklu máli að það sé byrjað á þessu, fjölmiðlar eiga líka við erfiðleika að etja,“ sagði Hjálmar í samtali við fréttastofu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú að reglugerð um úthlutun stuðningsins. Gert er ráð fyrir því að fjölmiðlar sæki um stuðning með formlegum hætti og stuðningurinn taki mið af launakostnaði fjölmiðla vegna fréttamiðlunar. Þá verður þak sett á fjárhæð styrkja til einstakra miðla svo stuðningur nýtist bæði stórum og litlum miðlum. Fjölmiðlar Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Frumvarpið snúist ekki um Ríkisútvarpið Sú gagnrýni sem fram kom í umræðum um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra í fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi snéri einna helst að því að ekki væri samhliða reynt að stemma stigu við því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hafi á fjölmiðlamarkaði. 17. desember 2019 13:40 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla sem tilkynntur var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur ekki í stað þeirrar upphæðar sem kveðið er á um í fjölmiðlafrumvarpinu. Fjölmiðlafrumvarpið gerir ráð fyrir 400 milljónum til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Þetta segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar í samtali við mbl.is. Þó fjölmiðlafrumvarpið sé enn til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd sé það hluti af fjárlögum þessa árs og 350 milljóna stuðningurinn sé hluti af fjáraukalagafrumvarpi. Að sögn Páls sé hugmyndin ekki að draga styrkinn frá þeim 400 milljónum sem fjölmiðlafrumvarpið gerir ráð fyrir. Hann segir málin vera til meðferðar og umfjöllunar núna með hliðsjón af þeim aðgerðum sem beinast að fjölmiðlum. Hann geti ekki svarað því hvenær fjölmiðlafrumvarpið yrði tekið fyrir á þinginu en hann búist við því að það verði einhver tíðindi af því, þó ekki sé hægt að tímasetja þau nákvæmlega. Segir nauðsynlegt að fjölmiðlar fái aðstoð Í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar var líkt og fyrr sagði gert ráð fyrir 350 milljóna króna stuðningi við einkarekna fjölmiðla vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagðist fagna því að ríkisstjórnin væri að bregðast við erfiðleikum fjölmiðla. „Ég fagna því að það koma þarna arðgreiðslur og styrkir til einkarekinna fjölmiðla, ég fagna því. Maður á auðvitað eftir að sjá nánari útfærslu en ég held það sé mjög nauðsynlegt að það komi aðstoð. Það skiptir miklu máli að það sé byrjað á þessu, fjölmiðlar eiga líka við erfiðleika að etja,“ sagði Hjálmar í samtali við fréttastofu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú að reglugerð um úthlutun stuðningsins. Gert er ráð fyrir því að fjölmiðlar sæki um stuðning með formlegum hætti og stuðningurinn taki mið af launakostnaði fjölmiðla vegna fréttamiðlunar. Þá verður þak sett á fjárhæð styrkja til einstakra miðla svo stuðningur nýtist bæði stórum og litlum miðlum.
Fjölmiðlar Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Frumvarpið snúist ekki um Ríkisútvarpið Sú gagnrýni sem fram kom í umræðum um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra í fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi snéri einna helst að því að ekki væri samhliða reynt að stemma stigu við því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hafi á fjölmiðlamarkaði. 17. desember 2019 13:40 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14
Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47
Frumvarpið snúist ekki um Ríkisútvarpið Sú gagnrýni sem fram kom í umræðum um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra í fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi snéri einna helst að því að ekki væri samhliða reynt að stemma stigu við því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hafi á fjölmiðlamarkaði. 17. desember 2019 13:40