Alvaro Morata, framherji Atletico Madrid, segir að þeir Virgil van Dijk, Sergio Ramos og Giorgio Chiellini séu þeir þrír erfiðustu varnarmenn sem spænski framherjinn hefur spilað við á ferlinum.
Sá spænski hefur spilað í heimalandinu sem og á Englandi og á Ítalíu. Hann lék með Real Madrid frá 2010 til 2014 áður en hann fór til Juventus þar sem hann var í tvö ár. Aftur snéri hann til Real í eitt ár áður en hann var keyptur til Chelsea. Nú er hann á láni hjá Atletico.
„Ég veit ekki hvort að Chiellini geri þetta að ásettu ráði en hann gengur alltaf frá mér þegar við mætumst,“ sagði Morata en þeir voru einmitt samherjar hjá Juventus.
Næstir í röðinni voru þeir Ramos og Van Dijk.
„Sergio Ramos er einnig erfiður og þegar þú ætir Virgil Van Dijk þá er þetta eins að mæta fjalli,“ sagði Spánverjinn sem skoraði þó gegn Van Dijk og félögum er Atletico komst áfram í Meistaradeildinni.
'When you go against van Dijk it seems like you hit a mountain'
— MailOnline Sport (@MailSport) April 24, 2020
Atletico Madrid striker Alvaro Morata names the three toughest defenders he's faced https://t.co/yzEfICb0bj