Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. apríl 2020 20:56 Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, í miðið. Myndina birti Landsstjórn Grænlands í dag með fréttatilkynningu um fjárstuðning Bandaríkjastjórnar en hún var tekin síðastliðið haust í Nuuk í heimsókn bandaríska sendiherrans til Grænlands. Mynd/Naalakkersuisut. Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. Þessi aðgerð Bandaríkjamanna hefur valdið uppnámi meðal danskra stjórnmálamanna, hún er sögð ögrandi og til þess gerð að reka fleyg í ríkjasambandið. Í fréttatilkynningu grænlenskra stjórnvalda segir að Bandaríkin séu að horfa til sviða sem gagnist efnahagsuppbyggingu Grænlands, þar á meðal námaiðnaðar, ferðaþjónustu og menntunar. Verkefni verði valin í nánu samstarfi við Landsstjórn Grænlands en samkvæmt ráðgjöf bandarískra sérfræðinga á vegum utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Haft er eftir Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, að það taki tíma að þróa nánari tengsl við önnur lönd. „En þessar góðu fréttir staðfesta að vinna okkar við að byggja upp uppbyggilegt samband við Bandaríkin ber ávöxt. Það er jákvætt að aukið samstarf Grænlands og Bandaríkjanna endurspeglast í áþreifanlegum árangri í formi fjárstuðnings til verkefna á Grænlandi," segir Kielsen. Fjárhagsstuðningur Bandaríkjamanna hefur valdið uppnámi í Danmörku í dag. „Þeir hafa klárlega farið yfir strikið,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Karsten Hønge, þingmanni Sósíalíska þjóðarflokksins, sem á aðild að dönsku ríkisstjórninni. „Það hefur aldrei gerst áður að svo náinn bandamaður reyni að reka fleyg milli Grænlands og Danmerkur með þessum hætti,“ sagði Karsten Hønge. Søren Espersen, talsmaður Danska þjóðarflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, kallar þetta móðgun við bæði Grænland og Danmörku. Utanríkisráðherra Danmerkur, Jeppe Kofod, fagnaði hins vegar fjárstyrk Bandaríkjastjórnar. Það væri vilji dönsku stjórnarinnar að aukinn áhugi Bandaríkjanna á norðurslóðum og Grænlandi kæmi grænlensku samfélagi til góða. Danskir fjölmiðlar hafa meðal annars rifjað upp að innan við tvö ár eru frá því danska ríkisstjórnin veitti Grænlendingum umtalsverðan fjárhagsstuðning til flugvallagerðar. Sjá einnig hér: Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænland komst í heimsfréttirnar síðastliðið sumar þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir vilja sínum til að kaupa Grænland. Þá fékk hann þetta svar frá Kim Kielsen í fréttum Stöðvar 2: Grænland Danmörk Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. Þessi aðgerð Bandaríkjamanna hefur valdið uppnámi meðal danskra stjórnmálamanna, hún er sögð ögrandi og til þess gerð að reka fleyg í ríkjasambandið. Í fréttatilkynningu grænlenskra stjórnvalda segir að Bandaríkin séu að horfa til sviða sem gagnist efnahagsuppbyggingu Grænlands, þar á meðal námaiðnaðar, ferðaþjónustu og menntunar. Verkefni verði valin í nánu samstarfi við Landsstjórn Grænlands en samkvæmt ráðgjöf bandarískra sérfræðinga á vegum utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Haft er eftir Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, að það taki tíma að þróa nánari tengsl við önnur lönd. „En þessar góðu fréttir staðfesta að vinna okkar við að byggja upp uppbyggilegt samband við Bandaríkin ber ávöxt. Það er jákvætt að aukið samstarf Grænlands og Bandaríkjanna endurspeglast í áþreifanlegum árangri í formi fjárstuðnings til verkefna á Grænlandi," segir Kielsen. Fjárhagsstuðningur Bandaríkjamanna hefur valdið uppnámi í Danmörku í dag. „Þeir hafa klárlega farið yfir strikið,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Karsten Hønge, þingmanni Sósíalíska þjóðarflokksins, sem á aðild að dönsku ríkisstjórninni. „Það hefur aldrei gerst áður að svo náinn bandamaður reyni að reka fleyg milli Grænlands og Danmerkur með þessum hætti,“ sagði Karsten Hønge. Søren Espersen, talsmaður Danska þjóðarflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, kallar þetta móðgun við bæði Grænland og Danmörku. Utanríkisráðherra Danmerkur, Jeppe Kofod, fagnaði hins vegar fjárstyrk Bandaríkjastjórnar. Það væri vilji dönsku stjórnarinnar að aukinn áhugi Bandaríkjanna á norðurslóðum og Grænlandi kæmi grænlensku samfélagi til góða. Danskir fjölmiðlar hafa meðal annars rifjað upp að innan við tvö ár eru frá því danska ríkisstjórnin veitti Grænlendingum umtalsverðan fjárhagsstuðning til flugvallagerðar. Sjá einnig hér: Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænland komst í heimsfréttirnar síðastliðið sumar þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir vilja sínum til að kaupa Grænland. Þá fékk hann þetta svar frá Kim Kielsen í fréttum Stöðvar 2:
Grænland Danmörk Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21
Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05