Mikill meirihluta meðlima ÖBÍ einmana þessa dagana Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2020 18:36 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Vísir/Lögreglan Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hún sagði þennan tíma hafa reynst mörgum erfiður. Þuríður sagði Öryrkjabandalagið hafa gert könnun meðal meðlima og 30 prósent svarenda hafi sagst eiga erfitt með að nálgast nauðsynjar eins og lyf og mat. Langflestir, eða um 70 prósent, hafi þó sagst vera einmana. „Vegna Covid-19, hefur fólk alls staðar í þjóðfélaginu þurft að vinna heima, vera í sóttkví eða í einangrun. Landsmenn hafa nú upplifað heim margra öryrkja og þá meina ég einangrunina. Ég á til dæmis sjálf tvö ömmubörn sem hafa nú verið í einangrun ásamt foreldrum sínum í þrjár vikur. Það hefur reynt á,“ sagði Þuríður. Hún sagði að nú gæti fólk mögulega almennt betur sett sig í spor þeirra sem séu að hluta til útilokaðir frá samfélaginu vegna fötlunar eða veikinda. Kvíði, hræðsla og óöryggi er eðlilegur fylgifiskur þessa tíma og sagði Þuríður mikilvægt að tala við vin, ættingja eða sérfræðinga þegar slíkar tilfinningar koma yfir fólk. Vísaði hún í Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Þuríður nefndi einnig Geðhjálp, þjónustumiðstöðvar sveitarfélaga og fleiri aðila eins og Öryrkjabandalagið sjálft. Hún sagði Íslendinga þurfa að hugsa út í hvernig samfélagið ætti að vera eftir að faraldrinum lýkur. Heilbrigðisþjónustan og gott aðgengi að henni væri öllum mikilvægt og sömu sögu væri að segja um félagsþjónustuna. Þuríður beindi orðum sínum einnig til stjórnvalda og bað þau um að skilja engan eftir og það þyrfti að sjást í aðgerðum þeirra að við værum öll á sama báti. Hlusta má á Þuríði á fundinum hér að neðan. Hún tók til máls eftir rétt rúmar þrettán mínútur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hún sagði þennan tíma hafa reynst mörgum erfiður. Þuríður sagði Öryrkjabandalagið hafa gert könnun meðal meðlima og 30 prósent svarenda hafi sagst eiga erfitt með að nálgast nauðsynjar eins og lyf og mat. Langflestir, eða um 70 prósent, hafi þó sagst vera einmana. „Vegna Covid-19, hefur fólk alls staðar í þjóðfélaginu þurft að vinna heima, vera í sóttkví eða í einangrun. Landsmenn hafa nú upplifað heim margra öryrkja og þá meina ég einangrunina. Ég á til dæmis sjálf tvö ömmubörn sem hafa nú verið í einangrun ásamt foreldrum sínum í þrjár vikur. Það hefur reynt á,“ sagði Þuríður. Hún sagði að nú gæti fólk mögulega almennt betur sett sig í spor þeirra sem séu að hluta til útilokaðir frá samfélaginu vegna fötlunar eða veikinda. Kvíði, hræðsla og óöryggi er eðlilegur fylgifiskur þessa tíma og sagði Þuríður mikilvægt að tala við vin, ættingja eða sérfræðinga þegar slíkar tilfinningar koma yfir fólk. Vísaði hún í Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Þuríður nefndi einnig Geðhjálp, þjónustumiðstöðvar sveitarfélaga og fleiri aðila eins og Öryrkjabandalagið sjálft. Hún sagði Íslendinga þurfa að hugsa út í hvernig samfélagið ætti að vera eftir að faraldrinum lýkur. Heilbrigðisþjónustan og gott aðgengi að henni væri öllum mikilvægt og sömu sögu væri að segja um félagsþjónustuna. Þuríður beindi orðum sínum einnig til stjórnvalda og bað þau um að skilja engan eftir og það þyrfti að sjást í aðgerðum þeirra að við værum öll á sama báti. Hlusta má á Þuríði á fundinum hér að neðan. Hún tók til máls eftir rétt rúmar þrettán mínútur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira