Ferðaþjónustan er aflvél framtíðar Jóhannes Þór Skúlason skrifar 23. apríl 2020 16:00 Þessa dagana birtast hér og þar frasar um að nú sé ferðaþjónustan horfin og þá verði Íslendingar bara að byggja upp annan atvinnuveg til að framfleyta sér. Það gangi ekki að hafa eggin alltaf í einni körfu. Síðast mátti sjá Sigríði Benediktsdóttur og Jón Daníelsson tala á þessum nótum í Kveik í vikunni. En skoðum nú hversu líklegt þetta er í raun. Áratugum saman var það helsta ósk íslenskra stjórnmálamanna og efnahagsspekúlanta að atvinnulíf á Íslandi yrði fjölbreyttara, að við fengjum eitthvað fleira en fisk og ál – „eitthvað annað“. Og svo fengum við ýmsan tækniiðnað og nýsköpun í lok síðustu aldar sem var frábært, og uppbygging þeirra byggði ekki síst á tengslum við eldri greinar, t.d. sjávarútveg og á tækniþekkingu, sem er líka frábært. Efnahagstölur á Íslandi breyttust vissulega, en undirliggjandi hegðan efnahagskerfisins hélst í grunninn svipuð. Svo kom skellur árið 2008 og í kjölfar hans birtist ferðaþjónustan allt í einu, nánast yfir nótt, óx, fjárfesti og byggði upp og réði fólk í vinnu um allt land. Allt í einu fengu stjórnmálamenn og efnahagslífið þetta „eitthvað annað“ sem búið var að bíða eftir áratugum saman óvænt upp í hendurnar. Og ferðaþjónustan óx og óx, varð stærsta atvinnugrein landsins, varð mikilvægasta byggðaaðgerð Íslandssögunnar með uppbyggingu atvinnutækifæra og lífsgæða um allt land. Hóf að sækja gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið í stórum stíl og lagði þar með grunn að stöðugra gengi krónunnar, fór að skila jafnvirði heils Landsspítala á ári í nettó skatttekjur í sjóði ríkis og sveitarfélaga og færði stjórnmálamönnum loks hinn heilaga gral íslensks efnahagslífs - viðvarandi jákvæðan vöru- og þjónustujöfnuð (sem hafði áður gerst einu sinni, árið 1947) - og þar með meiri stöðugleika. Íslenskt efnahagslíf var allt í einu orðið líkara Þýskalandi en Grikklandi. Og á grundvelli þess stöðugleika hefur orðið fordæmalaus kaupmáttaraukning og lífskjarabót undanfarin 10 ár. Lærdómurinn af þessari sögu er einfaldur. Ferðaþjónustan er engin offjárfestingabóla. Ferðaþjónustan er fjölbreytnin í atvinnulífinu sem við biðum eftir áratugum saman, kvik grein sem hefur alla burði til að vera ein af stóru aflvélum efnahagskerfisins til framtíðar. Hún er þess vegna besta leiðin til að keyra íslenskt efnahagslíf í gang að nýju þegar þessari kórónakreppu lýkur og þar með besti möguleikinn sem við eigum til að verja með kjafti og klóm þær ótrúlegu lífskjarabætur sem við höfum byggt upp undanfarin 10 ár - einmitt á grundvelli ferðaþjónustunnar. Við viljum fjölbreytt atvinnulíf. Við viljum sterkan alþjóðageira, meiri nýsköpun, öflugan iðnað, stærri hátæknigeira, framsækinn sjávarútveg, hágæða þjónustugreinar o.s.frv. Það er afar mikilvægt að þetta vinni allt saman í fjölbreyttu atvinnulífi. Allt styður þetta hvert annað og ferðaþjónustan er á síðasta áratug orðin einn mikilvægasti hlekkurinn í því samspili sem byggir undir lífskjör og velferð á Íslandi. Það væri glapræði að taka ekki ákvarðanir núna sem tryggja að hún verði það áfram. Það mun nefnilega ekkert „eitthvað annað“ koma skyndilega í staðinn fyrir hana núna. Við biðum í áratugi, þið munið? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana birtast hér og þar frasar um að nú sé ferðaþjónustan horfin og þá verði Íslendingar bara að byggja upp annan atvinnuveg til að framfleyta sér. Það gangi ekki að hafa eggin alltaf í einni körfu. Síðast mátti sjá Sigríði Benediktsdóttur og Jón Daníelsson tala á þessum nótum í Kveik í vikunni. En skoðum nú hversu líklegt þetta er í raun. Áratugum saman var það helsta ósk íslenskra stjórnmálamanna og efnahagsspekúlanta að atvinnulíf á Íslandi yrði fjölbreyttara, að við fengjum eitthvað fleira en fisk og ál – „eitthvað annað“. Og svo fengum við ýmsan tækniiðnað og nýsköpun í lok síðustu aldar sem var frábært, og uppbygging þeirra byggði ekki síst á tengslum við eldri greinar, t.d. sjávarútveg og á tækniþekkingu, sem er líka frábært. Efnahagstölur á Íslandi breyttust vissulega, en undirliggjandi hegðan efnahagskerfisins hélst í grunninn svipuð. Svo kom skellur árið 2008 og í kjölfar hans birtist ferðaþjónustan allt í einu, nánast yfir nótt, óx, fjárfesti og byggði upp og réði fólk í vinnu um allt land. Allt í einu fengu stjórnmálamenn og efnahagslífið þetta „eitthvað annað“ sem búið var að bíða eftir áratugum saman óvænt upp í hendurnar. Og ferðaþjónustan óx og óx, varð stærsta atvinnugrein landsins, varð mikilvægasta byggðaaðgerð Íslandssögunnar með uppbyggingu atvinnutækifæra og lífsgæða um allt land. Hóf að sækja gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið í stórum stíl og lagði þar með grunn að stöðugra gengi krónunnar, fór að skila jafnvirði heils Landsspítala á ári í nettó skatttekjur í sjóði ríkis og sveitarfélaga og færði stjórnmálamönnum loks hinn heilaga gral íslensks efnahagslífs - viðvarandi jákvæðan vöru- og þjónustujöfnuð (sem hafði áður gerst einu sinni, árið 1947) - og þar með meiri stöðugleika. Íslenskt efnahagslíf var allt í einu orðið líkara Þýskalandi en Grikklandi. Og á grundvelli þess stöðugleika hefur orðið fordæmalaus kaupmáttaraukning og lífskjarabót undanfarin 10 ár. Lærdómurinn af þessari sögu er einfaldur. Ferðaþjónustan er engin offjárfestingabóla. Ferðaþjónustan er fjölbreytnin í atvinnulífinu sem við biðum eftir áratugum saman, kvik grein sem hefur alla burði til að vera ein af stóru aflvélum efnahagskerfisins til framtíðar. Hún er þess vegna besta leiðin til að keyra íslenskt efnahagslíf í gang að nýju þegar þessari kórónakreppu lýkur og þar með besti möguleikinn sem við eigum til að verja með kjafti og klóm þær ótrúlegu lífskjarabætur sem við höfum byggt upp undanfarin 10 ár - einmitt á grundvelli ferðaþjónustunnar. Við viljum fjölbreytt atvinnulíf. Við viljum sterkan alþjóðageira, meiri nýsköpun, öflugan iðnað, stærri hátæknigeira, framsækinn sjávarútveg, hágæða þjónustugreinar o.s.frv. Það er afar mikilvægt að þetta vinni allt saman í fjölbreyttu atvinnulífi. Allt styður þetta hvert annað og ferðaþjónustan er á síðasta áratug orðin einn mikilvægasti hlekkurinn í því samspili sem byggir undir lífskjör og velferð á Íslandi. Það væri glapræði að taka ekki ákvarðanir núna sem tryggja að hún verði það áfram. Það mun nefnilega ekkert „eitthvað annað“ koma skyndilega í staðinn fyrir hana núna. Við biðum í áratugi, þið munið? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun