Upplýsingateymið það sem Víðir lærði frá Eyjafjallajökli Kristján Már Unnarsson skrifar 23. apríl 2020 07:59 Víðir Reynisson í apríl 2010 í viðtali við Stöð 2 við fjöldahjálparstöðina undir Eyjafjöllum. Stöð 2/Skjáskot. „Við fengum upplýsingar, upplýsingar, upplýsingar,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum þegar hún í þáttum Stöðvar 2 um Eyjafjallajökul rifjar upp samskiptin við almannavarnir og sveitarfélagið í eldgosinu fyrir tíu árum. Þá voru ekki daglegar beinar útsendingar í sjónvarpi heldur daglegir upplýsingafundir í félagsheimilinu Heimalandi við Seljaland, sem miðuðust við fólkið á helsta áhrifasvæði eldgossins. Frá upplýsingafundi í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum fyrir tíu árum.Stöð 2/Skjáskot. Þá eins og nú gegndi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn lykilhlutverki fyrir hönd almannavarna. „Hann var þarna allan tímann og á einhverjum tímapunkti fór ég til hans og sagði: Víðir minn, áttu hvergi heima? Því hann var bara alltaf í Heimalandi,“ segir Berglind. Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta var eiginlega bara rugl. Ég gerði þarna fullt af mistökum, meðal annars í þessu. Ég keyrði mig algjörlega út,“ rifjar Víðir upp. Þótt goshrinan hafi staðið í rúma tvo mánuði, fyrst í Fimmvörðuhálsi frá 20. mars til 13. apríl, og síðan í toppgíg Eyjafjallajökuls frá 14. apríl til 23. maí, stóð aðgerð almannavarna mun lengur en athyglin var á henni. Berglind á Núpi í viðtali í öskumistri um miðjan dag í apríl 2010.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Maður var svona 20 tíma oft og rökhugsunin verður bara verri. Maður er ekki almennilegur stjórnandi og maður fer að verða skapstyggur og taka bara ekki eins góðar ákvarðanir,“ segir Víðir í þáttunum. „Það er reynsla sem ég nýti mér núna, í þessu verkefni sem við erum núna, að ég passa miklu betur upp á það að sofa og hvíla mig og hugsa um sjálfan mig heldur en ég gerði þá.“ Víðir í samhæfingarmiðstöð almannavarna árið 2010.Stöð 2/Skjáskot. Þættina má nálgast á Stöð 2 Maraþoni. Hér má sjá lokakaflann þar sem Víðir upplýsir um stóra lærdóminn sem almannavarnir drógu af eldgosinu í Eyjafjallajökli: Gos á Fimmvörðuhálsi Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing eystra Tengdar fréttir Við sameinuðumst um að láta Eyjafjallajökul ekki buga okkur Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave þegar dimm öskuský bættust ofan á allt annað. 18. apríl 2020 06:10 Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
„Við fengum upplýsingar, upplýsingar, upplýsingar,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum þegar hún í þáttum Stöðvar 2 um Eyjafjallajökul rifjar upp samskiptin við almannavarnir og sveitarfélagið í eldgosinu fyrir tíu árum. Þá voru ekki daglegar beinar útsendingar í sjónvarpi heldur daglegir upplýsingafundir í félagsheimilinu Heimalandi við Seljaland, sem miðuðust við fólkið á helsta áhrifasvæði eldgossins. Frá upplýsingafundi í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum fyrir tíu árum.Stöð 2/Skjáskot. Þá eins og nú gegndi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn lykilhlutverki fyrir hönd almannavarna. „Hann var þarna allan tímann og á einhverjum tímapunkti fór ég til hans og sagði: Víðir minn, áttu hvergi heima? Því hann var bara alltaf í Heimalandi,“ segir Berglind. Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta var eiginlega bara rugl. Ég gerði þarna fullt af mistökum, meðal annars í þessu. Ég keyrði mig algjörlega út,“ rifjar Víðir upp. Þótt goshrinan hafi staðið í rúma tvo mánuði, fyrst í Fimmvörðuhálsi frá 20. mars til 13. apríl, og síðan í toppgíg Eyjafjallajökuls frá 14. apríl til 23. maí, stóð aðgerð almannavarna mun lengur en athyglin var á henni. Berglind á Núpi í viðtali í öskumistri um miðjan dag í apríl 2010.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Maður var svona 20 tíma oft og rökhugsunin verður bara verri. Maður er ekki almennilegur stjórnandi og maður fer að verða skapstyggur og taka bara ekki eins góðar ákvarðanir,“ segir Víðir í þáttunum. „Það er reynsla sem ég nýti mér núna, í þessu verkefni sem við erum núna, að ég passa miklu betur upp á það að sofa og hvíla mig og hugsa um sjálfan mig heldur en ég gerði þá.“ Víðir í samhæfingarmiðstöð almannavarna árið 2010.Stöð 2/Skjáskot. Þættina má nálgast á Stöð 2 Maraþoni. Hér má sjá lokakaflann þar sem Víðir upplýsir um stóra lærdóminn sem almannavarnir drógu af eldgosinu í Eyjafjallajökli:
Gos á Fimmvörðuhálsi Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing eystra Tengdar fréttir Við sameinuðumst um að láta Eyjafjallajökul ekki buga okkur Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave þegar dimm öskuský bættust ofan á allt annað. 18. apríl 2020 06:10 Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Við sameinuðumst um að láta Eyjafjallajökul ekki buga okkur Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave þegar dimm öskuský bættust ofan á allt annað. 18. apríl 2020 06:10
Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42
Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10
Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32