„Martröð í helvíti“: Lögreglan í Kanada gagnrýnd fyrir að gefa ekki út viðvörun Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2020 23:25 Frá því þegar lögreglan umkringdi árásarmanninn. AP/Tim Krochak Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vara almenning ekki við ódæðum Wortman. Hér að neðan má sjá viðtal við Clinton Ellison, sem komst undan Wortman, þar sem hann lýsir því hvernig hann fann lík bróður síns og faldi sig út í skógi á meðan Wortman leitaði að honum. Hann sagðist hafa heyrt skothljóð úr öllum áttum á meðan hann lá í felum. Ellison segir þetta hafa verið martröð frá helvíti. Hann gagnrýndi lögregluna fyrir að hafa brugðist hægt við og fyrir að hafa ekki gefið út almenna viðvörun. Chris Leather, yfirlögregluþjónn, sagði á blaðamannafundi í dag að samskiptaörðugleikar hafi tafið útgáfu viðvörunar og sömuleiðis hafi gengið illa að ákveða hvernig ætti að skrifa hana. Leather sagðist ánægður með upplýsingaflæðið frá lögreglunni og sérstaklega með tilliti til þess hve flóknar aðstæður væru. Hann sagði lögregluna hafa gefið út þær upplýsingar að Wortman hafi verið dulbúinn sem lögregluþjónn á bíl sem hann hafði látið breyta svo hann leit út eins og lögreglubíll, um leið og þær hafi legið fyrir. Samkvæmt frétt CBC sagði Leather að það hefði legið fyrir á milli sjö og átta á sunnudagsmorgni. Lögreglan sagði frá dulbúningi Wortman í tísti sem birt var klukkan 10:21. Sjá einnig: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Enn hefur ekki verið gefið út hvernig vopn Wortman var með en talið er að hann hafi ekki verið með skotvopnaleyfi. Ekki er vitað hvar hann fékk byssuna sem hann notaði. Tilefni árásanna liggur heldur ekki fyrir. Lögreglan þykist viss um að hann hafi þekkt einhver fórnarlamba sinna og hafa líkur verið leiddar að því að Wortman hafi skipulagt fyrsta hluta árásanna en farið svo að ráðast á fólk af handahófi. Leather sagði í dag að vonandi yrði nákvæm tímalína um ferðir Wortman gefin út á næstu dögum. Enn væri verið að púsla atburðarásinni saman. CBC hefur komið höndum yfir upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir Wortman stöðva bíl sinn, stíga út og fara úr jakka sínum. Kanada Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vara almenning ekki við ódæðum Wortman. Hér að neðan má sjá viðtal við Clinton Ellison, sem komst undan Wortman, þar sem hann lýsir því hvernig hann fann lík bróður síns og faldi sig út í skógi á meðan Wortman leitaði að honum. Hann sagðist hafa heyrt skothljóð úr öllum áttum á meðan hann lá í felum. Ellison segir þetta hafa verið martröð frá helvíti. Hann gagnrýndi lögregluna fyrir að hafa brugðist hægt við og fyrir að hafa ekki gefið út almenna viðvörun. Chris Leather, yfirlögregluþjónn, sagði á blaðamannafundi í dag að samskiptaörðugleikar hafi tafið útgáfu viðvörunar og sömuleiðis hafi gengið illa að ákveða hvernig ætti að skrifa hana. Leather sagðist ánægður með upplýsingaflæðið frá lögreglunni og sérstaklega með tilliti til þess hve flóknar aðstæður væru. Hann sagði lögregluna hafa gefið út þær upplýsingar að Wortman hafi verið dulbúinn sem lögregluþjónn á bíl sem hann hafði látið breyta svo hann leit út eins og lögreglubíll, um leið og þær hafi legið fyrir. Samkvæmt frétt CBC sagði Leather að það hefði legið fyrir á milli sjö og átta á sunnudagsmorgni. Lögreglan sagði frá dulbúningi Wortman í tísti sem birt var klukkan 10:21. Sjá einnig: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Enn hefur ekki verið gefið út hvernig vopn Wortman var með en talið er að hann hafi ekki verið með skotvopnaleyfi. Ekki er vitað hvar hann fékk byssuna sem hann notaði. Tilefni árásanna liggur heldur ekki fyrir. Lögreglan þykist viss um að hann hafi þekkt einhver fórnarlamba sinna og hafa líkur verið leiddar að því að Wortman hafi skipulagt fyrsta hluta árásanna en farið svo að ráðast á fólk af handahófi. Leather sagði í dag að vonandi yrði nákvæm tímalína um ferðir Wortman gefin út á næstu dögum. Enn væri verið að púsla atburðarásinni saman. CBC hefur komið höndum yfir upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir Wortman stöðva bíl sinn, stíga út og fara úr jakka sínum.
Kanada Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira