„Þór og KA eru ekki að fara að sameinast“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2020 15:07 Úr leik með KA í Olís-deild karla í handbolta. vísir/bára Ekki hefur komið til tals að sameina Þór og KA vegna ástandsins sem hefur skapast vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segja framkvæmdastjórar félaganna. Rætt var um málið við Geir Kristin Aðalsteinsson, formann Íþróttabandalags Akureyrar, í Sportinu í dag. Þótt sameining Þórs og KA sé ekki á borðinu er vilji fyrir því að fækka íþróttafélögum á Akureyri. Minni félögin innan ÍBA yrðu þá deildir innan Þórs og KA. „Mér finnst ekki tímabært að blanda þessu saman þegar við erum í miðjum stormi. En í íþróttastefnu bæjarins er talað um að hafa félögin stærri og færri. Það hefur verið umræða í bænum og hjá félögunum um sameiningu. En kannski var ekki nógu vel staðið að því og lítið út kom út úr því,“ sagði Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs, í samtali við Vísi í dag. „Þór og KA eru ekki að fara að sameinast, heldur frekar að minni félögin gangi inn sem deildir í þau. Eða það verði sett regnhlífarsamtök yfir þessi minni félög, þar sem bókhald, fjármál og framkvæmdastjórn verði sett í einn pakka.“ Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tekur í sama streng. „Þetta hefur ekki komið inn á borð til okkar, annað en það sem hefur verið í gangi í rúmt ár eða svo, að það er vilji í íþróttastefnu bæjarins að fækka félögunum á Akureyri. Þar var hugsað um að KA og Þór yrðu kjarnafélög sem minni félögin gætu stofnað deildir inn í,“ sagði Sævar. „Væntanlega er þessi umræða komin vegna erfiðs fjárhags. Menn velta mikið fyrir sér því hvort hægt sé að reka tvö handboltafélög á Akureyri. Fótboltinn ber alltaf tvö félög. Iðkendur eru það það margir. En við erum alveg tilbúnir að vera eina handboltaliðið í bænum ef menn vilja það,“ sagði Sævar léttur en KA og Þór áttu lengi í samstarfi í karlahandbolta en upp úr því slitnaði 2017. Þá hafa KA og Þór átt í samstarfi í fótbolta og handbolta kvenna undanfarin ár. Hvað minni félögin varðar er Hnefaleikafélag Akureyrar er orðin að deild innan Þórs og til tals kom að Fimleikafélag Akureyrar yrði deild innan KA. „Síðasta haust áttum við samtal við Fimleikafélag Akureyrar yrði hugsanlega deild innan KA en það náði ekki fram að ganga. Menn horfa frekar í þetta í dag, að búa til færri en stærri félög á Akureyri,“ sagði Sævar. Hann segir að Akureyri sé nógu stór fyrir nokkur stór félög. „Bæði KA og Þór eru með svo gríðarlega mikla sögu. Þetta eru svo gömul félög. Ég held að Akureyrarbær þoli alveg 2-3 stór félög. Þetta er það stór bær.“ En ef KA og Þór myndu sameinast, yrði reksturinn auðveldari? „Væntanlega yrði hann það því bænum myndi hugnast það að nýta mannvirkin öðruvísi. Stóra sameiningin peningalega yrði Þór og KA en félagslega sé ég ekkert vit í því,“ sagði Reimar að lokum. Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Akureyri KA Þór Akureyri Tengdar fréttir „Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar“ Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. 21. apríl 2020 21:00 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Ekki hefur komið til tals að sameina Þór og KA vegna ástandsins sem hefur skapast vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segja framkvæmdastjórar félaganna. Rætt var um málið við Geir Kristin Aðalsteinsson, formann Íþróttabandalags Akureyrar, í Sportinu í dag. Þótt sameining Þórs og KA sé ekki á borðinu er vilji fyrir því að fækka íþróttafélögum á Akureyri. Minni félögin innan ÍBA yrðu þá deildir innan Þórs og KA. „Mér finnst ekki tímabært að blanda þessu saman þegar við erum í miðjum stormi. En í íþróttastefnu bæjarins er talað um að hafa félögin stærri og færri. Það hefur verið umræða í bænum og hjá félögunum um sameiningu. En kannski var ekki nógu vel staðið að því og lítið út kom út úr því,“ sagði Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs, í samtali við Vísi í dag. „Þór og KA eru ekki að fara að sameinast, heldur frekar að minni félögin gangi inn sem deildir í þau. Eða það verði sett regnhlífarsamtök yfir þessi minni félög, þar sem bókhald, fjármál og framkvæmdastjórn verði sett í einn pakka.“ Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tekur í sama streng. „Þetta hefur ekki komið inn á borð til okkar, annað en það sem hefur verið í gangi í rúmt ár eða svo, að það er vilji í íþróttastefnu bæjarins að fækka félögunum á Akureyri. Þar var hugsað um að KA og Þór yrðu kjarnafélög sem minni félögin gætu stofnað deildir inn í,“ sagði Sævar. „Væntanlega er þessi umræða komin vegna erfiðs fjárhags. Menn velta mikið fyrir sér því hvort hægt sé að reka tvö handboltafélög á Akureyri. Fótboltinn ber alltaf tvö félög. Iðkendur eru það það margir. En við erum alveg tilbúnir að vera eina handboltaliðið í bænum ef menn vilja það,“ sagði Sævar léttur en KA og Þór áttu lengi í samstarfi í karlahandbolta en upp úr því slitnaði 2017. Þá hafa KA og Þór átt í samstarfi í fótbolta og handbolta kvenna undanfarin ár. Hvað minni félögin varðar er Hnefaleikafélag Akureyrar er orðin að deild innan Þórs og til tals kom að Fimleikafélag Akureyrar yrði deild innan KA. „Síðasta haust áttum við samtal við Fimleikafélag Akureyrar yrði hugsanlega deild innan KA en það náði ekki fram að ganga. Menn horfa frekar í þetta í dag, að búa til færri en stærri félög á Akureyri,“ sagði Sævar. Hann segir að Akureyri sé nógu stór fyrir nokkur stór félög. „Bæði KA og Þór eru með svo gríðarlega mikla sögu. Þetta eru svo gömul félög. Ég held að Akureyrarbær þoli alveg 2-3 stór félög. Þetta er það stór bær.“ En ef KA og Þór myndu sameinast, yrði reksturinn auðveldari? „Væntanlega yrði hann það því bænum myndi hugnast það að nýta mannvirkin öðruvísi. Stóra sameiningin peningalega yrði Þór og KA en félagslega sé ég ekkert vit í því,“ sagði Reimar að lokum.
Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Akureyri KA Þór Akureyri Tengdar fréttir „Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar“ Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. 21. apríl 2020 21:00 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
„Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar“ Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. 21. apríl 2020 21:00