Villi Birgis hættir sem varaforseti ASÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. apríl 2020 13:41 Vilhjálmur Birgisson kveður varaforsetaembættið hjá ASÍ. visir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sendi Drífu Snædal forseta ASÍ bréf í morgun þar sem hann sagði sig frá starfi fyrsta varaforseta Alþýðusambandsins. Hann tók við stöðunni í október árið 2018. Vilhjálmur segist ósammála nálgun Drífu á þá stöðu sem upp er komin í vinnumarkaðsmálum vegna kórónuveirunnar, auk þess sem „djúpstæður ágreiningur“ sé innan hluta samninganefndar ASÍ. Vilhjálmur greinir sjálfur frá uppsögn sinni í færslu á Facebook þar sem hann lýsir undrun á ummælum Drífu þess efnis að ASÍ geti ekki hugsað sér að lækka tímabundið mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð starfsmanna. Tillagan hafi verið borin upp vegna síversnandi rekstrarskilyrða fyrirtækja í faraldrinum. Aukinheldur sögðu Samtök atvinnurekenda í morgun að ASÍ hafi ekki hugnast að skjóta launahækkunum á frest í þessu árferði, eins og gert var eftir hrun. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja „Ég hef alltaf sagt að það komi ekki til greina, enda þarf launafólk á þessum launahækkunum á að halda. Hins vegar höfum við Ragnar Þór [Ingólfsson] hjá VR viljað fara aðra leið vegna þess skelfingar ástands sem ríkir á vinnumarkaðnum vegna faraldursins,“ skrifar Vilhjálmur. Vísar hann þar til fyrrnefndra hugmynda um lækkun mótframlags atvinnurekenda, úr 11,5% í 8%, meðan faraldurinn gengur yfir. Með því hefði mátt verja atvinnuöryggi fólks, nú þegar mikil ásókn er í hlutabótaleið stjórnvalda og atvinnuleysi hefur stóraukist. Sjá einnig: Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Þessi hugmynd hafi þó ekki hlotið hljómgrunn hjá ASÍ. „Það þýðir ákvörðun um að skerða réttindi fólks, lífeyrisréttindi, til framtíðar. Það er mjög stór ákvörðun og eitthvað sem við treystum okkur ekki til að gera enda höfum við ekki heimild til að skerða réttindi fólks bara sí svona. Það hefur verið svolítil tilhneiging að vaða inn í lífeyrisréttindi fólks til þess að fjármagna hitt og þetta og lífeyrissjóðirnir liggja svolítið vel við höggi,“ sagði Drífa Snædal t.a.m. í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vilhjálmur segist ósáttur við þetta, svo virðist vera sem að „sumir í verkalýðshreyfingunni líti á lífeyrissjóðina sem „heilaga“ sem aldrei megi gagnrýna né snerta,“ skrifar Vilhjálmur áður en hann segir frá fyrrnefndri uppsögn sinni. Færslu hans má sjá hér að ofan. Drífa Snædal sendi frá sér eigin færslu vegna vendinga dagsins þar sem hún segist m.a. harma úrsagnir úr miðstjórn ASÍ. Vistaskipti Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sendi Drífu Snædal forseta ASÍ bréf í morgun þar sem hann sagði sig frá starfi fyrsta varaforseta Alþýðusambandsins. Hann tók við stöðunni í október árið 2018. Vilhjálmur segist ósammála nálgun Drífu á þá stöðu sem upp er komin í vinnumarkaðsmálum vegna kórónuveirunnar, auk þess sem „djúpstæður ágreiningur“ sé innan hluta samninganefndar ASÍ. Vilhjálmur greinir sjálfur frá uppsögn sinni í færslu á Facebook þar sem hann lýsir undrun á ummælum Drífu þess efnis að ASÍ geti ekki hugsað sér að lækka tímabundið mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð starfsmanna. Tillagan hafi verið borin upp vegna síversnandi rekstrarskilyrða fyrirtækja í faraldrinum. Aukinheldur sögðu Samtök atvinnurekenda í morgun að ASÍ hafi ekki hugnast að skjóta launahækkunum á frest í þessu árferði, eins og gert var eftir hrun. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja „Ég hef alltaf sagt að það komi ekki til greina, enda þarf launafólk á þessum launahækkunum á að halda. Hins vegar höfum við Ragnar Þór [Ingólfsson] hjá VR viljað fara aðra leið vegna þess skelfingar ástands sem ríkir á vinnumarkaðnum vegna faraldursins,“ skrifar Vilhjálmur. Vísar hann þar til fyrrnefndra hugmynda um lækkun mótframlags atvinnurekenda, úr 11,5% í 8%, meðan faraldurinn gengur yfir. Með því hefði mátt verja atvinnuöryggi fólks, nú þegar mikil ásókn er í hlutabótaleið stjórnvalda og atvinnuleysi hefur stóraukist. Sjá einnig: Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Þessi hugmynd hafi þó ekki hlotið hljómgrunn hjá ASÍ. „Það þýðir ákvörðun um að skerða réttindi fólks, lífeyrisréttindi, til framtíðar. Það er mjög stór ákvörðun og eitthvað sem við treystum okkur ekki til að gera enda höfum við ekki heimild til að skerða réttindi fólks bara sí svona. Það hefur verið svolítil tilhneiging að vaða inn í lífeyrisréttindi fólks til þess að fjármagna hitt og þetta og lífeyrissjóðirnir liggja svolítið vel við höggi,“ sagði Drífa Snædal t.a.m. í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vilhjálmur segist ósáttur við þetta, svo virðist vera sem að „sumir í verkalýðshreyfingunni líti á lífeyrissjóðina sem „heilaga“ sem aldrei megi gagnrýna né snerta,“ skrifar Vilhjálmur áður en hann segir frá fyrrnefndri uppsögn sinni. Færslu hans má sjá hér að ofan. Drífa Snædal sendi frá sér eigin færslu vegna vendinga dagsins þar sem hún segist m.a. harma úrsagnir úr miðstjórn ASÍ.
Vistaskipti Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39
Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48