Innlent

Hæg breyti­leg átt og bjart­viðri

Atli Ísleifsson skrifar
Spákortið Veðurstofunnar fyrir klukkan 14 eins og það leit út klukkan sjö í morgun.
Spákortið Veðurstofunnar fyrir klukkan 14 eins og það leit út klukkan sjö í morgun. Veðurstofan

Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt og bjartviðri víða um land í dag, en sunnan kalda og smáskúrir vestanlands. Hiti verður á bilinu 5 til 12 stig, þar sem hlýjast verður sunnan undir Vatnajökli.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að útlit sæe fyrir hægviðri á landinu næstu daga, þar sem einhver væta verður viðloðandi um vestanvert landið en annars bjartviðri.

„Áfram verður hlýtt á morgun, hiti allt að 15 stigum, hlýjast suðaustanlands, en fer hægt kólnandi í lok vikunnar, hiti víða á bilinu 2 til 6 stig,“ segir í færslunni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti): Hæg suðlæg eða breytileg átt og að mestu skýjað vestanlands, en annars bjart veður. Hiti 4 til 12 stig að deginum, hlýjast suðaustanlands.

Á föstudag: Suðvestan 5-10 m/s og dálítil rigning, en snjókoma til fjalla. Hægari vindur og léttskýjað norðaustantil á landinu. Hiti víða 2 til 9 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á laugardag: Norðlæg átt 5-10 m/s, skýjað og dálitlar skúrir, en þurrt og bjart um sunnanvert landið. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast syðst.

Á sunnudag: Hæg norðaustlæg átt, dálítil rigning norðan- og austantil, en léttskýjað um sunnanvert landið. Hiti 2 til 9 stig að deginum, hlýjast sunnanlands.

Á mánudag: Sunnanátt, skýjað og lítilsháttar væta, en bjartviðri um landið norðanvert. Hiti 2 til 6 stig yfir daginn.

Á þriðjudag: Útlit fyrir suðaustlæga eða breytileg átt og skýjað með köflum og lítilsháttar væta um allt land. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×