Innlent

Vilja 50 milljarða ríkis­fram­lag til sveitar­fé­laga

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ríkisstjórnin kynnti annan aðgerðapakka sinn í baráttunni við kórónuveiruna í gær, í þetta sinn upp á 60 milljarða króna.
Ríkisstjórnin kynnti annan aðgerðapakka sinn í baráttunni við kórónuveiruna í gær, í þetta sinn upp á 60 milljarða króna. Vísir/Vilhelm

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fara þess á leit við stjórnvöld að sveitarfélög á landinu fái 50 milljarða ríkisframlag, sem samtökin segja að myndi gera sveitarfélögunum kleift að halda uppi öflugu þjónustu- og framkvæmdastigi um allt land.

Með slíku framlagi yrðu sveitarfélögin jafnframt ekki nauðbeygð til þess að skerða þjónustu og skuldsetja sig.

Þetta hefur Morgunblaðið upp úr minnisblaði sem samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sendu fjármálaráðherra og er undirritað af borgarstjóra Reykjavíkur og bæjarstjórum Kópa­vogi, Hafnar­f­irði, Garðabæ, Mos­fells­bæ og á Selt­arn­ar­nesi, auk odd­vita Kjós­ar­hrepps.

Haft er eftir Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar í Morgunblaðinu að nærþjónusta sveitarfélaga hafi aldri verið mikilvægari en nú á tímum kórónuveirufaraldurs.

Ríkisstjórnin kynnti annan aðgerðapakka sinn í baráttunni við kórónuveiruna í gær, í þetta sinn upp á 60 milljarða króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×