Erlendir miðlar greina nú frá því að UEFA á að hafa tilkynnt að umspilsleikirnir fyrir EM 2020 sem áttu að fara fram í júní hafa verið frestað fram í september vegna kórónuveirunnar.
Leikirnir áttu upphaflega að fara fram í mars en var frestað vegna veirunnar. Ísland átti að leika við Rúmeníu á Laugardalsvelli þann 26. mars en leiknum var frestað þangað til í júní.
Reports UEFA will postpone EURO 2020 play-offs originally scheduled for June to September. Also a desire to have #UCL & #UEL finished in July/August, if possible.
— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) April 1, 2020
Would be great for football. But secondary to our current situation.
Ný dagsetning var 6. júní en nú er líklegt að leikirnir munu ekki fara fram fyrr en í september. Það ku vera til þess að gefa deildunum rými til þess að klára deildirnar sínar heima fyrir.
Ekki er komin dagsetning á leikina í september en Ísland á að mæta Rúmeníu eins og áður segir. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi í úrslitaleiknum um sæti á EM 2020, sem fer hins vegar fram 2021.
UEFA have announced that the EURO 2020 play-off matches that were originally scheduled for June are now postponed until September. (Source: @EURO2020) pic.twitter.com/0RuoEzr57X
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) April 1, 2020
Fréttin hefur verið uppfærð.