Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag mann sem hafði reynt að brjótast inn í hús í hverfi 108. Húsráðandi hafði komið að honum þar sem hann hafði brotið rúðu og reyndi hann að komast undan á hlaupum. Hann var þó handtekinn og kom í ljós að hann var með öxi í bakpoka en hann maðurinn var eftirlýstur vegna annarra brota.
Í dagbók lögreglunnar segir einnig að tilkynnt hafi verið um líkamsárás í Kópavogi á ellefta tímanum í morgun. Þar hafi maður og kona ráðist á unga konu og veitt henni áverka. Brotaþoli var flutt á slysadeild og er málið til rannsóknar.
Í dag barst svo tilkynning um eignaspjöll á strætóskýli í Árbæ og voru ungir drengir handsamaðir vegna þeirra. Þá var einn maður tekinn í dag fyrir að keyra undir áhrifum fíkniefna.