Heimilt að merkja með íslensku fánalitunum þó hluti vörunnar sé útlenskur Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. apríl 2020 10:42 Hluti karlalandsliðsins í knattspyrnu heldur á íslenska fánanum eftir að hafa lagt enska landsliðið í Nice þann 27. júní árið 2016. EPA/TOLGA BOZOGLU Þó svo að íslensk fyrirtæki styðjist við útlensk „fylliefni“ í vörum sínum mega þau merkja þær í íslensku fánalitunum - svo lengi sem meirihluti heildarandvirðisins er frá Íslandi. Þetta er niðurstaða Neytendastofu eftir að hafa kannað notkun garðyrkjustöðvarinnar Espiflatar á íslenskri fánarönd í markaðssetningu á blómvöndum. Félag atvinnurekenda kærði fánaröndina til Neytendastofu. Hún væri villandi því að í blómvöndunum mætti finna jurtir og blöð sem væru ekki íslensk. Þessu hafnaði Espiflöt. Fyrirtækið benti á að það sé félagi í Sambandi garðyrkjubænda og hafi leyfi til notkunar á fánaröndinni í markaðssetningu fyrir íslensk blóm. Því sé ekki um að ræða notkun þjóðfánans í markaðssetningu heldur sé fánaröndin skráð félagamerki í eigu Sambands garðyrkjubænda, og njóti verndar samkvæmt vörumerkjalögum og lögum um félagamerki. Þá séu öll blóm í vöndum félagsins ræktuð á Íslandi, hins vegar sé notað til skrauts „græn fylliefni“ sem ekki séu alltaf upprunin í innlendri ræktun. Það séu hins vegar ekki jurtir sem flokkist undir að vera blóm heldur sé um skraut sem fylgi blómunum að ræða. Meirihlutinn íslenskur Neytendastofa taldi óumdeilt að umræddir blómvendir innihaldi íslensk blóm sem þó væri fyllt upp í með jurtum og blöðum sem ekki séu alltaf ræktuð hérlendis. „Af gögnum málsins er ljóst að meginþorri þeirra blóma og jurta sem finna má í blómvöndum frá garðyrkjustöðinni Espiflöt eru ræktuð á Íslandi og erlend ræktuð fylliefni einungis mjög lítill hluti af heildarvirði blómvandanna,“ segir þannig í niðurstöðu Neytendastofu. Því væri það mat stofnunarinnar að merkingarnar á blómvöndunum væru ekki til þess fallnar að blekkja neytendur og því ekki tilefni til nokkurra aðgerða að hálfu Neytendastofu. „Þannig telur stofnunin að ákvörðun neytenda um kaup á íslenskum blómvöndum sé að meginstefnu til byggð á þeim hluta blómvandanna sem sannarlega eru íslenskt ræktuð blóm. Sá litli hluti af blómvöndunum sem eru erlent ræktaðar jurtir er því að mati stofnunarinnar ekki til þess fallinn að hafa veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda eða ákvörðun þeirra um að eiga viðskipti.“ Neytendur Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Þó svo að íslensk fyrirtæki styðjist við útlensk „fylliefni“ í vörum sínum mega þau merkja þær í íslensku fánalitunum - svo lengi sem meirihluti heildarandvirðisins er frá Íslandi. Þetta er niðurstaða Neytendastofu eftir að hafa kannað notkun garðyrkjustöðvarinnar Espiflatar á íslenskri fánarönd í markaðssetningu á blómvöndum. Félag atvinnurekenda kærði fánaröndina til Neytendastofu. Hún væri villandi því að í blómvöndunum mætti finna jurtir og blöð sem væru ekki íslensk. Þessu hafnaði Espiflöt. Fyrirtækið benti á að það sé félagi í Sambandi garðyrkjubænda og hafi leyfi til notkunar á fánaröndinni í markaðssetningu fyrir íslensk blóm. Því sé ekki um að ræða notkun þjóðfánans í markaðssetningu heldur sé fánaröndin skráð félagamerki í eigu Sambands garðyrkjubænda, og njóti verndar samkvæmt vörumerkjalögum og lögum um félagamerki. Þá séu öll blóm í vöndum félagsins ræktuð á Íslandi, hins vegar sé notað til skrauts „græn fylliefni“ sem ekki séu alltaf upprunin í innlendri ræktun. Það séu hins vegar ekki jurtir sem flokkist undir að vera blóm heldur sé um skraut sem fylgi blómunum að ræða. Meirihlutinn íslenskur Neytendastofa taldi óumdeilt að umræddir blómvendir innihaldi íslensk blóm sem þó væri fyllt upp í með jurtum og blöðum sem ekki séu alltaf ræktuð hérlendis. „Af gögnum málsins er ljóst að meginþorri þeirra blóma og jurta sem finna má í blómvöndum frá garðyrkjustöðinni Espiflöt eru ræktuð á Íslandi og erlend ræktuð fylliefni einungis mjög lítill hluti af heildarvirði blómvandanna,“ segir þannig í niðurstöðu Neytendastofu. Því væri það mat stofnunarinnar að merkingarnar á blómvöndunum væru ekki til þess fallnar að blekkja neytendur og því ekki tilefni til nokkurra aðgerða að hálfu Neytendastofu. „Þannig telur stofnunin að ákvörðun neytenda um kaup á íslenskum blómvöndum sé að meginstefnu til byggð á þeim hluta blómvandanna sem sannarlega eru íslenskt ræktuð blóm. Sá litli hluti af blómvöndunum sem eru erlent ræktaðar jurtir er því að mati stofnunarinnar ekki til þess fallinn að hafa veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda eða ákvörðun þeirra um að eiga viðskipti.“
Neytendur Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira