Jóhann hefði spilað gegn Rúmeníu: „Hefði bara keyrt á þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 20:00 Jóhann Berg Guðmundsson í leik gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli í fyrrasumar. VÍSIR/GETTY Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Jóhann hefur aðeins leikið sjö deildarleiki fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni í vetur en meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum. Þess vegna ríkti óvissa um það hvort hann gæti spilað með landsliðinu um að komast á EM. Leiknum við Rúmeníu, sem fara átti fram 26. mars, var hins vegar frestað til 4. júní. „Þetta tímabil er búið að vera gríðarlega erfitt hjá mér, meiðslalega séð. Það eru mörg vöðvameiðsli búin að vera að stríða mér. Ég var meiddur í kálfanum en ég hefði verið „fit“ og ég hefði spilað þennan leik. Ég hefði örugglega æft 1-2 sinnum með liðinu en ég hefði bara gert það og keyrt á þetta. Ég var kominn á þokkalegan stað og held að ég hefði náð þessum leik,“ sagði Jóhann í Sportinu í dag. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott og hefur Jóhann getað nýtt hléið sem nú er í fótboltanum til að koma skrokknum í enn betra ástand: „Ég er náttúrlega búinn að missa mikið af fótbolta á þessu tímabili og það yrði náttúrulega frábært fyrir mig persónulega að koma sterkur inn í þessa níu leiki sem eftir eru af úrvalsdeildinni og svo þessa leiki með landsliðinu. En það er ómögulegt að segja hvað gerist í þessu. Ef deildin fer aftur af stað, hvenær sem það verður, þá verð ég 100 prósent klár.“ Klippa: Sportið í dag - Jóhann Berg í viðtali Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Sportið í dag Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Jóhann hefur aðeins leikið sjö deildarleiki fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni í vetur en meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum. Þess vegna ríkti óvissa um það hvort hann gæti spilað með landsliðinu um að komast á EM. Leiknum við Rúmeníu, sem fara átti fram 26. mars, var hins vegar frestað til 4. júní. „Þetta tímabil er búið að vera gríðarlega erfitt hjá mér, meiðslalega séð. Það eru mörg vöðvameiðsli búin að vera að stríða mér. Ég var meiddur í kálfanum en ég hefði verið „fit“ og ég hefði spilað þennan leik. Ég hefði örugglega æft 1-2 sinnum með liðinu en ég hefði bara gert það og keyrt á þetta. Ég var kominn á þokkalegan stað og held að ég hefði náð þessum leik,“ sagði Jóhann í Sportinu í dag. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott og hefur Jóhann getað nýtt hléið sem nú er í fótboltanum til að koma skrokknum í enn betra ástand: „Ég er náttúrlega búinn að missa mikið af fótbolta á þessu tímabili og það yrði náttúrulega frábært fyrir mig persónulega að koma sterkur inn í þessa níu leiki sem eftir eru af úrvalsdeildinni og svo þessa leiki með landsliðinu. En það er ómögulegt að segja hvað gerist í þessu. Ef deildin fer aftur af stað, hvenær sem það verður, þá verð ég 100 prósent klár.“ Klippa: Sportið í dag - Jóhann Berg í viðtali Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Sportið í dag Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira