Grípa til ráðstafana vegna stöðu hælisleitenda sem bíða brottvísunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. mars 2020 19:35 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hafa í hyggju að gera ráðstafanir varðandi stöðu hælisleitenda og brottvísanir í ljósi kórónuveirufaraldursins. Þannig hefur Útlendingastofnun ákveðið að breyta mati sínu á þeim aðstæðum sem geta leitt til þess að svokölluð Dyflinnarmál og verndarmál verði tekin til efnismeðferðar hér á landi og mun afturkalla sömu mál frá kærunefnd útlendingamála. Ráðstafanirnar kalla ekki á laga- eða relgugerðarbreytingu. Sem stendur eru um 240 mál til meðferðar í kerfinu, það er hjá Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála eða sem bíða brottvísunar. Ekki liggur fyrir nákvæmlega til hversu margra af þeim hópi breyttar ráðstafanir munu hafa áhrif á en unnið er að því að taka það saman. „Þetta mun leiða til þess að mál umsækjenda í Dyflinnar- og verndarmálum sem áður hafa fengið neikvæða niðurstöðu og eru enn hér á landi eiga möguleika á að fá efnismeðferð hjá Útlendingastofnun og þar af leiðandi vernd hér á landi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Þetta muni meðal annars ná til fjölskyldna sem hlotið hafa vernd í Grikklandi og Ítalíu. Þetta þýðir þó ekki að brottvísunum verði alfarið hætt þótt þeim sé ekki beitt líkt og sakir standa nú. „Endursendingar eru ekki framkvæmanlegar núna en við viljum eyða þeirri óvissu sem er uppi fyrir ákveðinn hóp sem bíður hér eftir niðurstöðu eða brottvísun og eiga þá möguleika á að sá hópur geti fengið upptöku sinna mála og efnislega meðferð sinna mála,“ segir Áslaug. „Það er alveg ljóst að með þeim hætti erum við að veita fleirum vernd af því að fjöldi af þessum hópi hefur nú þegar fengið þá viðurkenningu annars staðar í Evrópu.“ Áslaug segir ekki ljóst hve hátt hlutfall þeirra mála sem tekin verða til efnismeðferðar muni fá jákvæða niðurstöðu. Hún kveðst þó gera ráð fyrir að hlutfallið verði nokkuð hátt þar sem töluverður fjöldi í hópi þeirra sem umræddar breytingar ná til hafi þegar hlotið viðurkenningu á alþjóðlegri vernd. „Markmiðið með breyttu mati er að draga úr óvissu umsækjenda, ekki síst barna sem bíða nú í kerfinu og ljóst er að verði hér í einhvern lengri tíma vegna COVID-19,“ segir Áslaug. Faraldurinn hafi vissulega áhrif á málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd líkt og alla aðra. „Við þurfum auðvitað að bregðast við í þessum málum líkt og öðrum vegna þessa ástands sem að uppi er og það er ljóst að staðan í Evrópu og víðar er með þeim hætti að það er ekki stætt að senda Dyflinnar- eða verndarmál, þá sem hafa hlotið vernd í öðru ríki í Evrópu eða komi hér á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til baka. Hælisleitendur Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Stjórnvöld hafa í hyggju að gera ráðstafanir varðandi stöðu hælisleitenda og brottvísanir í ljósi kórónuveirufaraldursins. Þannig hefur Útlendingastofnun ákveðið að breyta mati sínu á þeim aðstæðum sem geta leitt til þess að svokölluð Dyflinnarmál og verndarmál verði tekin til efnismeðferðar hér á landi og mun afturkalla sömu mál frá kærunefnd útlendingamála. Ráðstafanirnar kalla ekki á laga- eða relgugerðarbreytingu. Sem stendur eru um 240 mál til meðferðar í kerfinu, það er hjá Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála eða sem bíða brottvísunar. Ekki liggur fyrir nákvæmlega til hversu margra af þeim hópi breyttar ráðstafanir munu hafa áhrif á en unnið er að því að taka það saman. „Þetta mun leiða til þess að mál umsækjenda í Dyflinnar- og verndarmálum sem áður hafa fengið neikvæða niðurstöðu og eru enn hér á landi eiga möguleika á að fá efnismeðferð hjá Útlendingastofnun og þar af leiðandi vernd hér á landi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Þetta muni meðal annars ná til fjölskyldna sem hlotið hafa vernd í Grikklandi og Ítalíu. Þetta þýðir þó ekki að brottvísunum verði alfarið hætt þótt þeim sé ekki beitt líkt og sakir standa nú. „Endursendingar eru ekki framkvæmanlegar núna en við viljum eyða þeirri óvissu sem er uppi fyrir ákveðinn hóp sem bíður hér eftir niðurstöðu eða brottvísun og eiga þá möguleika á að sá hópur geti fengið upptöku sinna mála og efnislega meðferð sinna mála,“ segir Áslaug. „Það er alveg ljóst að með þeim hætti erum við að veita fleirum vernd af því að fjöldi af þessum hópi hefur nú þegar fengið þá viðurkenningu annars staðar í Evrópu.“ Áslaug segir ekki ljóst hve hátt hlutfall þeirra mála sem tekin verða til efnismeðferðar muni fá jákvæða niðurstöðu. Hún kveðst þó gera ráð fyrir að hlutfallið verði nokkuð hátt þar sem töluverður fjöldi í hópi þeirra sem umræddar breytingar ná til hafi þegar hlotið viðurkenningu á alþjóðlegri vernd. „Markmiðið með breyttu mati er að draga úr óvissu umsækjenda, ekki síst barna sem bíða nú í kerfinu og ljóst er að verði hér í einhvern lengri tíma vegna COVID-19,“ segir Áslaug. Faraldurinn hafi vissulega áhrif á málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd líkt og alla aðra. „Við þurfum auðvitað að bregðast við í þessum málum líkt og öðrum vegna þessa ástands sem að uppi er og það er ljóst að staðan í Evrópu og víðar er með þeim hætti að það er ekki stætt að senda Dyflinnar- eða verndarmál, þá sem hafa hlotið vernd í öðru ríki í Evrópu eða komi hér á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til baka.
Hælisleitendur Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira