Óvirðing Hafnarfjarðarbæjar gagnvart NPA notendum og starfsfólki þeirra Tinna Eik Rakelardóttir skrifar 20. apríl 2020 22:00 Fyrir um það bil tveimur vikum síðan skrifaði Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar og varaformaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar, stutta grein í Hafnarfjarðarpóstinn um velgengni við framkvæmd NPA-þjónustuformsins í bæjarfélaginu. Þekking á NPA-þjónustunni og því sem í henni felst virðist vera mjög misjöfn, jafnvel á meðal þeirra sem starfa við það að stuðla að því að tryggja fötluðu fólki þjónustu í hvaða formi sem það sjálft kýs. Ég hef líka orðið vör við það að hvað nákvæmlega felst í þessu þjónustuformi virðist vera nokkuð á huldu meðal almennings. Ég hef verið NPA-aðstoðarkona í um það bil 5 og hálft ár og hef starfað hjá tveimur notendum með mismunandi þarfir og þar af leiðandi með mismunandi form á sinni NPAþjónustu. Á þessum tíma hef ég starfað hjá þremur mismunandi sveitafélögum, núna síðast hjá Hafnarfjarðarbæ og ég verð því miður að vera ósammála Helgu, og segja að reynsla mín, samstarfsfólks míns og míns yfirmanns er alls ekki sú að innleiðing NPA- þjónustuformsins gangi vel. Því síður er það svo að samningur yfirmanns míns, og fleiri notanda í Hafnarfirði, séu, eins og Helga segir, „í samræmi við þjónustuþörf notanda og á hans forræði“. Frá því að síðustu kjarasamningsbundnu launahækkanir tóku gildi hefur Hafnarfjarðarbær neitað að hækka fjármagnið á bak við NPA-samning yfirmanns míns í takt við hækkun kjarasamninga. Þetta á einnig við um aðra notendur í Hafnarfjarðarbæ. Með því að neita yfirmanni mínum og fleirum um þessa hækkun gefur Hafnarfjörður viðkomandi tvo kosti, annað hvort að brjóta lög með því að greiða starfsfólki sínu laun samkvæmt úreltum kjarasamningum, eða að minnka við sig þjónustuna. Þjónustu sem fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar segir sjálfur í fyrrnefndri grein, eins og áður segir, að sé „í samræmi við þjónustuþörf notanda og á hans forræði“. En minnkuð þjónusta væri svo sannarlega ekki í samræmi við þjónustuþörf míns yfirmanns og með því að neyða viðkomandi til að minnka við sig þjónustuna væri hún svo sannarlega ekki á forræði notanda hennar. Yfirmaður minn neyddist til að búa til þriðja kostinn, að leggja út fyrir kostnaðinum við launahækkanir í gegnum lán og aðrar dýrar og erfiðar aðferðir. Ég veit ekki til þess að Hafnarfjarðarbær hafi reynt að neita öðrum bæjarstarfsmönnum um launahækkanir samkvæmt kjarasamningum en ég vona innilega að kennarar, heilbrigðisstarfsfólk, sorphirðufólk og fleiri hafi ekki þurft að finna fyrir annarri eins óvirðingu og NPA aðstoðarfólk hefur þurft að finna fyrir frá Hafnarfjarðarbæ gagnvart störfum þeirra. Það er nefnilega ekki aðeins ólöglegt að borga okkur ekki eftir kjarasamningum, heldur litast það einnig af djúpstæðri óvirðingu gagnvart starfinu okkar, framlínustarfi sem veitir fötluðu fólki ekki aðeins sjálfstæði og stjórn yfir eigin lífi heldur einnig aukna vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Ég tel einnig varasamt að halda því fram að fatlað fólk með NPA séu fyrirtæki, eins og Helga gerir, en ljóst er að um er að ræða manneskjur og þjónustunotendur sem eiga lögbundin rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Samkvæmt sömu lögum er skýrt að sveitarfélög bera megin ábyrgð á framkvæmd þjónustunnar og að tryggja gæði hennar. Fatlað fólk er almennt ekki með NPA vegna áhuga á fyrirtækjarekstri heldur vegna þess að það er eina leiðin fyrir það til þess að lifa sjálfstæðu lifi utan stofnanna. Eins og Helga segir sjálf í fyrrnefndri grein, þá hefur NPA verið í boði í Hafnarfirði síðan 2012 og það er komið rúmt ár síðan þjónustuformið var lögfest. Það þýðir að Hafnarfjörður hefur nú þegar haft 8 ár til að slípa til og vinna úr vanköntum á þjónustuforminu. Svona mál, og önnur sem Hafnarfjörður hefur dembt á notendur og starfsfólk þeirra í sínu sveitafélagi ættu ekki að vera að koma upp lengur. Nefndir og starfshópar um álitamál ættu að hafa lokið störfum og ef ekki þá ættu tilfæringar þeirra og tilraunir ekki að hafa eyðileggjandi áhrif á það góða starf sem fer fram undir NPA-þjónustuforminu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Hafnarfjörður Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06 Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18 NPA-mál komin á rekspöl í bæjarstjórnum Málefni NPA-löggjafarinnar hafa verið rædd víða í bæjarstjórnum landsins undanfarna daga. 15. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fyrir um það bil tveimur vikum síðan skrifaði Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar og varaformaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar, stutta grein í Hafnarfjarðarpóstinn um velgengni við framkvæmd NPA-þjónustuformsins í bæjarfélaginu. Þekking á NPA-þjónustunni og því sem í henni felst virðist vera mjög misjöfn, jafnvel á meðal þeirra sem starfa við það að stuðla að því að tryggja fötluðu fólki þjónustu í hvaða formi sem það sjálft kýs. Ég hef líka orðið vör við það að hvað nákvæmlega felst í þessu þjónustuformi virðist vera nokkuð á huldu meðal almennings. Ég hef verið NPA-aðstoðarkona í um það bil 5 og hálft ár og hef starfað hjá tveimur notendum með mismunandi þarfir og þar af leiðandi með mismunandi form á sinni NPAþjónustu. Á þessum tíma hef ég starfað hjá þremur mismunandi sveitafélögum, núna síðast hjá Hafnarfjarðarbæ og ég verð því miður að vera ósammála Helgu, og segja að reynsla mín, samstarfsfólks míns og míns yfirmanns er alls ekki sú að innleiðing NPA- þjónustuformsins gangi vel. Því síður er það svo að samningur yfirmanns míns, og fleiri notanda í Hafnarfirði, séu, eins og Helga segir, „í samræmi við þjónustuþörf notanda og á hans forræði“. Frá því að síðustu kjarasamningsbundnu launahækkanir tóku gildi hefur Hafnarfjarðarbær neitað að hækka fjármagnið á bak við NPA-samning yfirmanns míns í takt við hækkun kjarasamninga. Þetta á einnig við um aðra notendur í Hafnarfjarðarbæ. Með því að neita yfirmanni mínum og fleirum um þessa hækkun gefur Hafnarfjörður viðkomandi tvo kosti, annað hvort að brjóta lög með því að greiða starfsfólki sínu laun samkvæmt úreltum kjarasamningum, eða að minnka við sig þjónustuna. Þjónustu sem fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar segir sjálfur í fyrrnefndri grein, eins og áður segir, að sé „í samræmi við þjónustuþörf notanda og á hans forræði“. En minnkuð þjónusta væri svo sannarlega ekki í samræmi við þjónustuþörf míns yfirmanns og með því að neyða viðkomandi til að minnka við sig þjónustuna væri hún svo sannarlega ekki á forræði notanda hennar. Yfirmaður minn neyddist til að búa til þriðja kostinn, að leggja út fyrir kostnaðinum við launahækkanir í gegnum lán og aðrar dýrar og erfiðar aðferðir. Ég veit ekki til þess að Hafnarfjarðarbær hafi reynt að neita öðrum bæjarstarfsmönnum um launahækkanir samkvæmt kjarasamningum en ég vona innilega að kennarar, heilbrigðisstarfsfólk, sorphirðufólk og fleiri hafi ekki þurft að finna fyrir annarri eins óvirðingu og NPA aðstoðarfólk hefur þurft að finna fyrir frá Hafnarfjarðarbæ gagnvart störfum þeirra. Það er nefnilega ekki aðeins ólöglegt að borga okkur ekki eftir kjarasamningum, heldur litast það einnig af djúpstæðri óvirðingu gagnvart starfinu okkar, framlínustarfi sem veitir fötluðu fólki ekki aðeins sjálfstæði og stjórn yfir eigin lífi heldur einnig aukna vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Ég tel einnig varasamt að halda því fram að fatlað fólk með NPA séu fyrirtæki, eins og Helga gerir, en ljóst er að um er að ræða manneskjur og þjónustunotendur sem eiga lögbundin rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Samkvæmt sömu lögum er skýrt að sveitarfélög bera megin ábyrgð á framkvæmd þjónustunnar og að tryggja gæði hennar. Fatlað fólk er almennt ekki með NPA vegna áhuga á fyrirtækjarekstri heldur vegna þess að það er eina leiðin fyrir það til þess að lifa sjálfstæðu lifi utan stofnanna. Eins og Helga segir sjálf í fyrrnefndri grein, þá hefur NPA verið í boði í Hafnarfirði síðan 2012 og það er komið rúmt ár síðan þjónustuformið var lögfest. Það þýðir að Hafnarfjörður hefur nú þegar haft 8 ár til að slípa til og vinna úr vanköntum á þjónustuforminu. Svona mál, og önnur sem Hafnarfjörður hefur dembt á notendur og starfsfólk þeirra í sínu sveitafélagi ættu ekki að vera að koma upp lengur. Nefndir og starfshópar um álitamál ættu að hafa lokið störfum og ef ekki þá ættu tilfæringar þeirra og tilraunir ekki að hafa eyðileggjandi áhrif á það góða starf sem fer fram undir NPA-þjónustuforminu.
Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06
Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18
NPA-mál komin á rekspöl í bæjarstjórnum Málefni NPA-löggjafarinnar hafa verið rædd víða í bæjarstjórnum landsins undanfarna daga. 15. nóvember 2019 06:00
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun