Prestur rekinn fyrir ummæli um „bakvörðinn“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2020 20:58 Séra Skírnir tjáði sig um sögu hans og konu sem hefur verið sökuð um að falsa skjöl til að komast í bakvarðasveit sem fór til Bolungarvíkur vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Vísir/Samúel Séra Skírnir Garðarsson hefur verið rekinn frá íslensku þjóðkirkjunni fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það er vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Í viðtali á Vísi sakaði hann konuna um að hafa beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Séra Skírnir Garðarsson. Skírnir segist hafa vitað af henni í bakvarðasveitinni eftir að sýnt var frá þyrlu Landhelgisgæslunnar flytja bakverði vestur í Bolungarvík. Hann hafi íhugað að láta lögreglu vita, en látið það ógert. Hann talaði þó við Gylfa Ólafsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Sjá einnig: Prestur fylltist áhyggjum þegar hann sá bakvörðinn á fréttamyndum í þyrlunni Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sagði í kjölfarið að það blasti við sér að um trúnaðarbrot væri að ræða. Sjá einnig: „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi“ Í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni, sem send var út í kvöld segir að prestar gegni afar sérstöku hlutverki þegar komi að trúnaði gagnvart skjólstæðingum þeirra. Trúnaðarskyldan sé hornsteinn í sambandi presta við sóknarbörn og aðra skjólstæðinga. „Rjúfi prestur þessa trúnaðarskyldu gagnvart einhverjum skjólstæðingi sínum er það alvarlegt mál sem varðar við starfs - og siðareglur presta,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að prestum beri að tilkynna öll saknæm mál varðandi börn og ungmenni til yfirvalda. „Að öllu öðru leyti geymir prestur lífsögu manna hjá sjálfum sér, virðir trúnaðarskyldu sína og köllun.“ Þetta er í annað sinn sem Skírnir er vikið frá störfum. Í lok árs 2015 var honum vikið frá störfum í Lágafellssókn og það vegna máls sem rekja má til samskipta hans og „bakvarðarins“. Konan hafði þegið fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Skírnir grunaði að konan hefði falsað pappíra í umsókn sinni og ræddi við félagsmálastjóra Mosfellsbæjar um að sjá gögn sem sneru að henni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Í samtali við Stundina sagðist Skírnir hafa verið gerður að blóraböggli í málinu. Þjóðkirkjan Bolungarvík Mosfellsbær Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira
Séra Skírnir Garðarsson hefur verið rekinn frá íslensku þjóðkirkjunni fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það er vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Í viðtali á Vísi sakaði hann konuna um að hafa beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Séra Skírnir Garðarsson. Skírnir segist hafa vitað af henni í bakvarðasveitinni eftir að sýnt var frá þyrlu Landhelgisgæslunnar flytja bakverði vestur í Bolungarvík. Hann hafi íhugað að láta lögreglu vita, en látið það ógert. Hann talaði þó við Gylfa Ólafsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Sjá einnig: Prestur fylltist áhyggjum þegar hann sá bakvörðinn á fréttamyndum í þyrlunni Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sagði í kjölfarið að það blasti við sér að um trúnaðarbrot væri að ræða. Sjá einnig: „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi“ Í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni, sem send var út í kvöld segir að prestar gegni afar sérstöku hlutverki þegar komi að trúnaði gagnvart skjólstæðingum þeirra. Trúnaðarskyldan sé hornsteinn í sambandi presta við sóknarbörn og aðra skjólstæðinga. „Rjúfi prestur þessa trúnaðarskyldu gagnvart einhverjum skjólstæðingi sínum er það alvarlegt mál sem varðar við starfs - og siðareglur presta,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að prestum beri að tilkynna öll saknæm mál varðandi börn og ungmenni til yfirvalda. „Að öllu öðru leyti geymir prestur lífsögu manna hjá sjálfum sér, virðir trúnaðarskyldu sína og köllun.“ Þetta er í annað sinn sem Skírnir er vikið frá störfum. Í lok árs 2015 var honum vikið frá störfum í Lágafellssókn og það vegna máls sem rekja má til samskipta hans og „bakvarðarins“. Konan hafði þegið fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Skírnir grunaði að konan hefði falsað pappíra í umsókn sinni og ræddi við félagsmálastjóra Mosfellsbæjar um að sjá gögn sem sneru að henni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Í samtali við Stundina sagðist Skírnir hafa verið gerður að blóraböggli í málinu.
Þjóðkirkjan Bolungarvík Mosfellsbær Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira