Segir Víking vera með nægilega gott lið til þess að berjast um titilinn Anton Ingi Leifsson skrifar 20. apríl 2020 10:30 Arnar Gunnlaugsson stýrði Víkingum til bikarmeistaratitils síðasta sumar. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkinga, segir að lærisveinar hans séu tilbúnir til þess að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Þetta staðfesti hann í þættinum Sportinu í kvöld í síðustu viku og þar sagði hann einnig að leikmannahópurinn sé klár. Víkingar urðu bikarmeistarar eftir sigur á FH síðasta sumar en voru lengi vel í baráttunni við botn deildarinnar. Arnar innleiddi nýjan leikstíl hjá félaginu sem tók sinn tíma að fínpússa en hann segir marga leikmenn hafa tekið mikla framförum undir sinni stjórn og ekki bara inni á vellinum. „Hópurinn er tilbúinn. Við þurfum ekki neinn leikmann. Við erum „fit“ og erum klárir. Við erum með mjög góða blöndu af eldri leikmönnum og mjög efnilega stráka. Það er búið að vera mjög ánægjulegt að fylgjast með þróuninni á leikmönnum milli ára. Þetta er búið að vera eitt og hálft ár og það er búið að vera gaman að þróast sem karakterar og persónur. Til að svara spurningunni þá erum við tilbúnir,“ sagði Arnar kokhraustur. Hann svaraði spurningunni um hvort að Víkingur ætlaði að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar á þennan hátt: „Já, klárlega. Við getum ekki falið okkur á bakvið þann sannleika að við erum með nægilega gott lið til þess að kljást um titilinn en það eru mörg góð lið þarna. Breiðabilk er með frábært lið og frábæran þjálfara. Ég er spenntur að sjá hvernig þeim reiðir af í sumar því ég var mikill aðdáandi Óskars hjá Gróttu. KR er alltaf KR. Þeir unnu mótið gríðarlega sannfærandi í fyrra og verða sterkari núna. Valur er komið með einn besta þjálfara í sögu Íslands.“ „Það hefur lítið verið talað um Stjörnuna og talað um FH á allt öðrum forsendum en undanfarin ár. Þetta verður gríðarlega sterkt mót. Ég held að það séu fjögur til fimm lið sem geta gert tilkall til titilsins sem er kannski eins og alltaf en mér finnst að það séu komin ný lið inn í þetta sem vonandi verða Víkingar og eitt eða tvö lið í viðbót,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um toppbaráttuna Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkinga, segir að lærisveinar hans séu tilbúnir til þess að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Þetta staðfesti hann í þættinum Sportinu í kvöld í síðustu viku og þar sagði hann einnig að leikmannahópurinn sé klár. Víkingar urðu bikarmeistarar eftir sigur á FH síðasta sumar en voru lengi vel í baráttunni við botn deildarinnar. Arnar innleiddi nýjan leikstíl hjá félaginu sem tók sinn tíma að fínpússa en hann segir marga leikmenn hafa tekið mikla framförum undir sinni stjórn og ekki bara inni á vellinum. „Hópurinn er tilbúinn. Við þurfum ekki neinn leikmann. Við erum „fit“ og erum klárir. Við erum með mjög góða blöndu af eldri leikmönnum og mjög efnilega stráka. Það er búið að vera mjög ánægjulegt að fylgjast með þróuninni á leikmönnum milli ára. Þetta er búið að vera eitt og hálft ár og það er búið að vera gaman að þróast sem karakterar og persónur. Til að svara spurningunni þá erum við tilbúnir,“ sagði Arnar kokhraustur. Hann svaraði spurningunni um hvort að Víkingur ætlaði að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar á þennan hátt: „Já, klárlega. Við getum ekki falið okkur á bakvið þann sannleika að við erum með nægilega gott lið til þess að kljást um titilinn en það eru mörg góð lið þarna. Breiðabilk er með frábært lið og frábæran þjálfara. Ég er spenntur að sjá hvernig þeim reiðir af í sumar því ég var mikill aðdáandi Óskars hjá Gróttu. KR er alltaf KR. Þeir unnu mótið gríðarlega sannfærandi í fyrra og verða sterkari núna. Valur er komið með einn besta þjálfara í sögu Íslands.“ „Það hefur lítið verið talað um Stjörnuna og talað um FH á allt öðrum forsendum en undanfarin ár. Þetta verður gríðarlega sterkt mót. Ég held að það séu fjögur til fimm lið sem geta gert tilkall til titilsins sem er kannski eins og alltaf en mér finnst að það séu komin ný lið inn í þetta sem vonandi verða Víkingar og eitt eða tvö lið í viðbót,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um toppbaráttuna Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira