Formaður hjá KR segir íþróttafólk eiga að njóta bótaúrræða hins opinbera Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2020 21:00 Enn er óljóst hvenær Íslandsmeistaravörn KR hefst en byrjun Íslandsmótsins var frestað vegna samkomubanns. VÍSIR/DANÍEL Félögin í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þurfa að lækka laun leikmanna og endursemja við leikmenn vegna þeirra efnahagslegu áhrifa sem kórónuveiran hefur haft. Páll Kristjánsson, nýr formaður knattspyrnudeildar KR, var gestur þáttarins Sportið í dag á Stöð 2 Sport og fór yfir stöðuna. Páll vill að íþróttafélögin geti farið sömu leið og fyrirtæki sem hafa minnkað starfshlutfall starfsmanna sem geta svo fengið bætur til að vega upp á móti minnkuðu starfshlutfalli. „Það er mín skoðun að íþróttafélög eigi að falla undir þessi úrræði sem að hið opinbera býður upp á. Í hinum fullkomna heimi myndu því íþróttafélögin borga 25% af samningum, og ríkið kemur inn með 75%. Ég vinn eftir þeirri reglu,“ sagði Páll. Hann sagði það geta skapað ákveðin vandamál hve algengir verktakasamningar væru í íþróttaheiminum, en að það væri hans vilji að það sama gilti um íþróttafólk og þjálfara eins og aðra þegna samfélagsins á þessum tímum. „Umræðan verður alltaf þannig um leið og menn fara að tala um laun hjá karlmönnum í fótbolta, körfubolta eða handbolta, að hún verður mikið viðkvæmari. Eins og eitthvað jarðsprengjusvæði. Menn þora ekki að upplýsa um laun og það er ákveðin leyndarhyggja yfir þessu, sem ég skil reyndar ekki og sé enga þörf á. En við megum ekki horfa framhjá því að íþróttahreyfingin er mikið meira en efsta lag afreksmanna. Við erum með þjálfara niður allan stigann, niður í yngstu flokka, og erum í sömu vandræðum með þá eins og alla aðra. Um óvissan tíma erum við að tapa allt of stórum hluta af okkar tekjum og við þurfum einhvern veginn að svara þessu með yngri flokkana líka,“ sagði Páll. Klippa: Sportið í dag: Páll vill að ríkið grípi inn í Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir KR-ingar komnir með nýjan formann Páll Kristjánsson hefur verið kjörinn nýr formaður knattspyrnudeildar KR en hann tekur við starfinu af Kristni Kjærnested. 3. mars 2020 17:45 Laun Íslandsmeistaranna skerðast um mánaðarmót Formaður knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR segir ekki annað koma til greina en að laun leikmanna félagsins muni skerðast þegar í stað í kjölfar ástandsins í þjóðfélaginu. 29. mars 2020 13:00 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Félögin í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þurfa að lækka laun leikmanna og endursemja við leikmenn vegna þeirra efnahagslegu áhrifa sem kórónuveiran hefur haft. Páll Kristjánsson, nýr formaður knattspyrnudeildar KR, var gestur þáttarins Sportið í dag á Stöð 2 Sport og fór yfir stöðuna. Páll vill að íþróttafélögin geti farið sömu leið og fyrirtæki sem hafa minnkað starfshlutfall starfsmanna sem geta svo fengið bætur til að vega upp á móti minnkuðu starfshlutfalli. „Það er mín skoðun að íþróttafélög eigi að falla undir þessi úrræði sem að hið opinbera býður upp á. Í hinum fullkomna heimi myndu því íþróttafélögin borga 25% af samningum, og ríkið kemur inn með 75%. Ég vinn eftir þeirri reglu,“ sagði Páll. Hann sagði það geta skapað ákveðin vandamál hve algengir verktakasamningar væru í íþróttaheiminum, en að það væri hans vilji að það sama gilti um íþróttafólk og þjálfara eins og aðra þegna samfélagsins á þessum tímum. „Umræðan verður alltaf þannig um leið og menn fara að tala um laun hjá karlmönnum í fótbolta, körfubolta eða handbolta, að hún verður mikið viðkvæmari. Eins og eitthvað jarðsprengjusvæði. Menn þora ekki að upplýsa um laun og það er ákveðin leyndarhyggja yfir þessu, sem ég skil reyndar ekki og sé enga þörf á. En við megum ekki horfa framhjá því að íþróttahreyfingin er mikið meira en efsta lag afreksmanna. Við erum með þjálfara niður allan stigann, niður í yngstu flokka, og erum í sömu vandræðum með þá eins og alla aðra. Um óvissan tíma erum við að tapa allt of stórum hluta af okkar tekjum og við þurfum einhvern veginn að svara þessu með yngri flokkana líka,“ sagði Páll. Klippa: Sportið í dag: Páll vill að ríkið grípi inn í Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir KR-ingar komnir með nýjan formann Páll Kristjánsson hefur verið kjörinn nýr formaður knattspyrnudeildar KR en hann tekur við starfinu af Kristni Kjærnested. 3. mars 2020 17:45 Laun Íslandsmeistaranna skerðast um mánaðarmót Formaður knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR segir ekki annað koma til greina en að laun leikmanna félagsins muni skerðast þegar í stað í kjölfar ástandsins í þjóðfélaginu. 29. mars 2020 13:00 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
KR-ingar komnir með nýjan formann Páll Kristjánsson hefur verið kjörinn nýr formaður knattspyrnudeildar KR en hann tekur við starfinu af Kristni Kjærnested. 3. mars 2020 17:45
Laun Íslandsmeistaranna skerðast um mánaðarmót Formaður knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR segir ekki annað koma til greina en að laun leikmanna félagsins muni skerðast þegar í stað í kjölfar ástandsins í þjóðfélaginu. 29. mars 2020 13:00