Mannlaus miðbær ber merki samkomubannsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2020 21:05 Miðbærinn er svo gott sem mannlaus um þessar mundir. Vísir/Vihelm Frá því að samkomubann til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 var sett á hér á landi hefur samfélagið allt tekið miklum breytingum, á stuttum tíma. Samkomubannið var sett á um miðjan mars og miðaðist þá við samkomur fleiri en 100. Það hefur nú verið hert og samkomur fleiri en 20 eru nú óleyfilegar. Þá verður fólk að gæta að tveggja metra reglunni svokölluðu. Verslanir kappkosta nú við að virða fjöldatakmarkanir, tryggja að fólk haldi sig í minnst tveggja metra fjarlægð við næsta mann og bjóða upp á spritt, einnota hanska og annað sem dregið getur úr líkum á smiti. Veitingastaðir eru margir hverjir farnir að bjóða upp á heimsendingarþjónustu sem ekki var í boði áður. Nú eru ísbúðir jafnvel farnar að senda bragðarefi heim að dyrum. Sannarlega fordæmalausir tímar. Fáir ferðamenn sjást á ferli hér á landi um þessar mundir, enda hefur faraldur kórónuveirunnar raskað millilandasamgöngum verulega, auk þess sem mörg ríki heims hafa gefið út ferðaviðvaranir eða hreinlega bannað ferðalög inn og út fyrir landamæri sín. Þá hefur fjöldi fólks dregið verulega úr ferðum sínum, lengri sem styttri. Margir vinna nú heiman frá sér og fara ekki út nema til þess að versla inn nauðsynjar og sinna öðrum mikilvægum erindum. Þetta sést vel á myndum sem ljósmyndarar Vísis hafa tekið í miðbæ Reykjavíkur síðustu daga. Miðbænum, sem venjulega iðar af lífi og er yfirfullur af ferðamönnum og öðru fólki, yrði nú best lýst sem draugabæ. Sjón er sögu ríkari, en myndirnar má sjá hér að neðan. Venjulega má sjá þó nokkurn fjölda ferðamanna við Hallgrímskirkju. Þeir eru þó hvergi sjáanlegir nú.Vísir/Sigurjón Það eru fáir á ferli.Vísir/Vilhelm Ef vel er að gáð má sjá nákvæmlega einn (1) mann á gangi niður Skólavörðustíg.Vísir/Sigurjón Lítil umferð hefur verið um götur bæjarins upp á síðkastið.Vísir/Sigurjón Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Frá því að samkomubann til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 var sett á hér á landi hefur samfélagið allt tekið miklum breytingum, á stuttum tíma. Samkomubannið var sett á um miðjan mars og miðaðist þá við samkomur fleiri en 100. Það hefur nú verið hert og samkomur fleiri en 20 eru nú óleyfilegar. Þá verður fólk að gæta að tveggja metra reglunni svokölluðu. Verslanir kappkosta nú við að virða fjöldatakmarkanir, tryggja að fólk haldi sig í minnst tveggja metra fjarlægð við næsta mann og bjóða upp á spritt, einnota hanska og annað sem dregið getur úr líkum á smiti. Veitingastaðir eru margir hverjir farnir að bjóða upp á heimsendingarþjónustu sem ekki var í boði áður. Nú eru ísbúðir jafnvel farnar að senda bragðarefi heim að dyrum. Sannarlega fordæmalausir tímar. Fáir ferðamenn sjást á ferli hér á landi um þessar mundir, enda hefur faraldur kórónuveirunnar raskað millilandasamgöngum verulega, auk þess sem mörg ríki heims hafa gefið út ferðaviðvaranir eða hreinlega bannað ferðalög inn og út fyrir landamæri sín. Þá hefur fjöldi fólks dregið verulega úr ferðum sínum, lengri sem styttri. Margir vinna nú heiman frá sér og fara ekki út nema til þess að versla inn nauðsynjar og sinna öðrum mikilvægum erindum. Þetta sést vel á myndum sem ljósmyndarar Vísis hafa tekið í miðbæ Reykjavíkur síðustu daga. Miðbænum, sem venjulega iðar af lífi og er yfirfullur af ferðamönnum og öðru fólki, yrði nú best lýst sem draugabæ. Sjón er sögu ríkari, en myndirnar má sjá hér að neðan. Venjulega má sjá þó nokkurn fjölda ferðamanna við Hallgrímskirkju. Þeir eru þó hvergi sjáanlegir nú.Vísir/Sigurjón Það eru fáir á ferli.Vísir/Vilhelm Ef vel er að gáð má sjá nákvæmlega einn (1) mann á gangi niður Skólavörðustíg.Vísir/Sigurjón Lítil umferð hefur verið um götur bæjarins upp á síðkastið.Vísir/Sigurjón Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira