Samdráttur í Þýskalandi óhjákvæmilegur Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2020 10:31 Forsvarsmenn fyrirtækja í Þýskalandi eru svartsýnir þessa dagana. EPA/FOCKE STRANGMANN Hagkerfi Þýskalands, stærsta hagkerfi Evrópu, gæti dregist saman um allt að 5,4 prósent á þessu ári. Það er þó versta sviðsmynd ráðs hagfræðinga, sem ráðleggja ríkisstjórn landsins. Ráðið segir samdrátt þó óhjákvæmilegan. Ráðið spáir því að samdráttur verði um 2,8 prósent á árinu en þó gæti landsframleiðsla aukist um 3,7 prósent á næsta ári. Spár ráðsins eru mismunandi eftir því hve lengi ástandið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar munu vara. Verstu spárnar velta á því að aðgerðir vegna faraldursins verði í gildi fram yfir sumar og þannig fái landsframleiðsla ekki rúm til að jafna sig. Í frétt Spiegel er haft eftir formanni ráðsins að erfitt sé að spá um framtíðina vegna þess hve flókið ástandið sé. Óvissa sé ríkjandi. Hins vegar væri nauðsynlegt að verja heilsu fólks og því fyrr sem hægt væri að sigrast á veirunni, því betra fyrir efnahag Þýskalands. Þá hrósaði Feld ríkisstjórinni fyrir þær aðgerðir sem hefur verið gripið til. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að aðgerðir vegna faraldursins eins og samkomubönn og lokanir, verði ekki felldar niður fyrr en í fyrsta lagi þann 20. apríl. Samkvæmt frétt Reuters segja forsvarsmenn eins af hverjum fimm fyrirtækjum Þýskalands að hætta sé á að fyrirtæki þeirra verði gjaldþrota vegna faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hagkerfi Þýskalands, stærsta hagkerfi Evrópu, gæti dregist saman um allt að 5,4 prósent á þessu ári. Það er þó versta sviðsmynd ráðs hagfræðinga, sem ráðleggja ríkisstjórn landsins. Ráðið segir samdrátt þó óhjákvæmilegan. Ráðið spáir því að samdráttur verði um 2,8 prósent á árinu en þó gæti landsframleiðsla aukist um 3,7 prósent á næsta ári. Spár ráðsins eru mismunandi eftir því hve lengi ástandið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar munu vara. Verstu spárnar velta á því að aðgerðir vegna faraldursins verði í gildi fram yfir sumar og þannig fái landsframleiðsla ekki rúm til að jafna sig. Í frétt Spiegel er haft eftir formanni ráðsins að erfitt sé að spá um framtíðina vegna þess hve flókið ástandið sé. Óvissa sé ríkjandi. Hins vegar væri nauðsynlegt að verja heilsu fólks og því fyrr sem hægt væri að sigrast á veirunni, því betra fyrir efnahag Þýskalands. Þá hrósaði Feld ríkisstjórinni fyrir þær aðgerðir sem hefur verið gripið til. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að aðgerðir vegna faraldursins eins og samkomubönn og lokanir, verði ekki felldar niður fyrr en í fyrsta lagi þann 20. apríl. Samkvæmt frétt Reuters segja forsvarsmenn eins af hverjum fimm fyrirtækjum Þýskalands að hætta sé á að fyrirtæki þeirra verði gjaldþrota vegna faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira