Enginn veit … Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 29. mars 2020 17:11 Fyrir aðeins mánuði síðan hefðu fáir getað ímyndað sér stöðuna eins og hún er í dag. Kórónuveiran hefur stökkbreytt samfélögum og hagkerfum heimsbyggðarinnar á örskömmum tíma. Við þekkjum ekki þessa veröld sem við búum við í dag og horfum agndofa á hvernig veiran þýtur um heiminn og veldur veikindum, dauða og lamar mörg þau gangverk sem við höfum hingað til talið sjálfsögð. Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem fyrst fær rothöggið. Ferðaþjónusta eins og við þekktum hana fyrir örfáum vikum síðan hefur nú nánast lagst af. Það er átakanlegt að horfa á hvert hótelið á fætur öðru skella í lás, veitingahús sömuleiðis, rútuflotann og bílaleigubílana verklausa, snjósleðana komna niður á láglendi, hvalaskoðunarskipin bundin við höfn, flugvélaflotann á jörðu niðri. Starfsfólk í tugþúsundatali sem veit ekki sitt rjúkandi ráð. Það stefndi í gott ferðaþjónustuár 2020 - sem hefði án vafa skotið enn styrkari stoðum undir ferðaþjónustu sem burðarás í íslensku atvinnulífi, stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina sem skapar líf, störf og tekjur um land allt. Á þessari stundu veit enginn hversu lengi þetta ástand, sem ekkert okkar vill vera í, kemur til með að vara. Hvenær getum við keyrt vélarnar aftur í gang? Hvenær verður ferðatakmörkunum aflétt? Hvernig verður efnahagsástand í á markaðssvæðunum okkar þegar upp verður staðið? Hvenær verða ferðamenn tilbúnir til að ferðast aftur? Verður það eftir tvo mánuði? Sex mánuði? Tólf mánuði, eða kannski ekki fyrr en eftir átján mánuði? Það veit enginn. Á meðan er það lífsnauðsynlegt að halda lífi í fyrirtækjunum, svo þau verði tilbúin til áframhaldandi verðmætasköpunar um leið og rofar til. Það er lykilatriði að viðhalda ráðningarsambandi fyrirtækja og starfsmanna, eins lengi og auðið er. Við megum ekki við því að missa þá þekkingu og reynslu sem byggst hefur upp undanfarin ár. Ferðaþjónustan var sú atvinnugrein sem keyrði okkur af krafti upp úr síðustu kreppu og hún hefur alla burði til að gera það aftur. Fyrstu björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar voru kærkomnar og það var ómetanlegt að finna stuðning hins opinbera strax frá fyrstu stundu. Þessar aðgerðir komu án efa í veg fyrir fjöldauppsagnir i stórum stíl. Það er mikilvægt að smíða og hafa tilbúið í startholunum alþjóðlegt markaðsátak, sem fer í gang um leið og færi gefst. Það er ekki ólíklegt að þegar upp verður staðið, verðum við með sterk spil á hendi - með víðfemið, víðernin og fámennið. Það er líka mikilvægt að fara í markaðsátak á innanlandsmarkaði, þar sem það er líklegt að íslenskir ferðamenn verði tilbúnir til ferða um landið og viðskipta við innlend fyrirtæki fyrr en erlendir gestir. Það er óskandi að Íslendingar skynji líka mikilvægi þess að eiga þessi viðskipti og örva þar með heimahagkerfið. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu gera mörgum fyrirtækjum kleift að þreyja þorrann í einhverjar vikur eða mánuði. Það liggur hins vegar fyrir að ef við missum út háannatíma ferðaþjónustu verðum við í verulegra slæmri stöðu, sem mun krefjast töluvert meiri stuðnings frá hinu opinbera. Það liggur allavega fyrir að hafi einhver efast um gildi og þýðingu ferðaþjónustu fyrir íslenskt hagkerfi, atvinnusköpun og byggðamál, þá ætti að vera runnið upp ljós fyrir hinum sama núna. Það sannast hið fornkveðna að „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir aðeins mánuði síðan hefðu fáir getað ímyndað sér stöðuna eins og hún er í dag. Kórónuveiran hefur stökkbreytt samfélögum og hagkerfum heimsbyggðarinnar á örskömmum tíma. Við þekkjum ekki þessa veröld sem við búum við í dag og horfum agndofa á hvernig veiran þýtur um heiminn og veldur veikindum, dauða og lamar mörg þau gangverk sem við höfum hingað til talið sjálfsögð. Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem fyrst fær rothöggið. Ferðaþjónusta eins og við þekktum hana fyrir örfáum vikum síðan hefur nú nánast lagst af. Það er átakanlegt að horfa á hvert hótelið á fætur öðru skella í lás, veitingahús sömuleiðis, rútuflotann og bílaleigubílana verklausa, snjósleðana komna niður á láglendi, hvalaskoðunarskipin bundin við höfn, flugvélaflotann á jörðu niðri. Starfsfólk í tugþúsundatali sem veit ekki sitt rjúkandi ráð. Það stefndi í gott ferðaþjónustuár 2020 - sem hefði án vafa skotið enn styrkari stoðum undir ferðaþjónustu sem burðarás í íslensku atvinnulífi, stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina sem skapar líf, störf og tekjur um land allt. Á þessari stundu veit enginn hversu lengi þetta ástand, sem ekkert okkar vill vera í, kemur til með að vara. Hvenær getum við keyrt vélarnar aftur í gang? Hvenær verður ferðatakmörkunum aflétt? Hvernig verður efnahagsástand í á markaðssvæðunum okkar þegar upp verður staðið? Hvenær verða ferðamenn tilbúnir til að ferðast aftur? Verður það eftir tvo mánuði? Sex mánuði? Tólf mánuði, eða kannski ekki fyrr en eftir átján mánuði? Það veit enginn. Á meðan er það lífsnauðsynlegt að halda lífi í fyrirtækjunum, svo þau verði tilbúin til áframhaldandi verðmætasköpunar um leið og rofar til. Það er lykilatriði að viðhalda ráðningarsambandi fyrirtækja og starfsmanna, eins lengi og auðið er. Við megum ekki við því að missa þá þekkingu og reynslu sem byggst hefur upp undanfarin ár. Ferðaþjónustan var sú atvinnugrein sem keyrði okkur af krafti upp úr síðustu kreppu og hún hefur alla burði til að gera það aftur. Fyrstu björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar voru kærkomnar og það var ómetanlegt að finna stuðning hins opinbera strax frá fyrstu stundu. Þessar aðgerðir komu án efa í veg fyrir fjöldauppsagnir i stórum stíl. Það er mikilvægt að smíða og hafa tilbúið í startholunum alþjóðlegt markaðsátak, sem fer í gang um leið og færi gefst. Það er ekki ólíklegt að þegar upp verður staðið, verðum við með sterk spil á hendi - með víðfemið, víðernin og fámennið. Það er líka mikilvægt að fara í markaðsátak á innanlandsmarkaði, þar sem það er líklegt að íslenskir ferðamenn verði tilbúnir til ferða um landið og viðskipta við innlend fyrirtæki fyrr en erlendir gestir. Það er óskandi að Íslendingar skynji líka mikilvægi þess að eiga þessi viðskipti og örva þar með heimahagkerfið. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu gera mörgum fyrirtækjum kleift að þreyja þorrann í einhverjar vikur eða mánuði. Það liggur hins vegar fyrir að ef við missum út háannatíma ferðaþjónustu verðum við í verulegra slæmri stöðu, sem mun krefjast töluvert meiri stuðnings frá hinu opinbera. Það liggur allavega fyrir að hafi einhver efast um gildi og þýðingu ferðaþjónustu fyrir íslenskt hagkerfi, atvinnusköpun og byggðamál, þá ætti að vera runnið upp ljós fyrir hinum sama núna. Það sannast hið fornkveðna að „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun