Minnir landsmenn á að sjá hið jákvæða í hversdagsleikanum: „Ef við stöndum saman getum við gert allt“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. mars 2020 21:08 Ellefu ára strákur minnir fólk á að sjá jákvæða hluti í hversdagsleikanum á þessum erfiðu tímum. Hann tók myndir af Lóunni, sem nú er komin, og vonar að fólk geti gleymt vandamálunum í smá stund með því að horfa á myndir af þessum fallega fugli sem er kominn að kveða burt snjóinn - og kannski leiðindin líka. „Hæ kæra ritstjórn, ég heiti Hjörtur Hlynsson og er 11, ég bý í Kópavogi og er í 5. bekk í Snælandsskóla.“ Svona byrjaði tölvupóstur sem Hjörtur sendi á fréttastofuna á dögunum. Tilefni bréfsins var ástandið sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Hann er aðeins í skólanum í tvo tíma á dag þessa dagana og hefur því meiri frítíma. Það var eftir fjöruferð með fjölskyldunni sem hann ákvað að skrifa póstinn. Tölvupósturinn sem Hjörtur sendi fréttastofu á dögunum.Vísir „Eftir skóla fórum við í fjöruferð á Álftanesi og þegar við ætluðum að labba í bílinn þá sá ég einhvern fugl og fannst hann frekar fallegur og þá sá ég að hann væri hvítur og svartur á maganum og þá fattaði ég að þetta væri Lóan,“ segir Hjörtur. Það var á þeirri stundu sem Hjörtur áttaði sig á því að það væri margt jákvætt í hversdagsleikanum. „Því fuglinn er svo fallegur og hann kemur hingað bara á vorin,“ segir Hjörtur. Það séu því alls ekki bara neikvæðir hlutir í gangi, eins og verkföll, kórónuveiran og að mega ekki hitta vini sína. Hjörtur fylgist þó með fréttum, enda mikilvægt að vera vel upplýstur. „Ég horfi stundum hjá afa, hann horfir alltaf á fréttirnar,“ segir Hjörtur. Ertu eitthvað hræddur? „Nei ég er ekkert hræddur um að ég fái hana, en kannski um ömmu og afa og langömmu og langafa,“ segir Hjörtur og bætir við að fólk eigi því að fara varlega. Hann segir að tilgangurinn með því að senda tölvupóst á fjölmiðil hafi verið að reyna gleðja landsmenn með fréttum og myndum af því að Lóan væri komin. „Hún er einn elskaðist fuglinn á Íslandi, eða mamma segir það,“ segir Hjörtur. Þannig gæti fólk kannski gleymt vandamálum sínum í nokkrar mínútur. „Skilaboðin mín með þessu bréfi voru eiginlega bara að standa saman og trúa, þá getum við gert allt,“ segir Hjörtur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Kópavogur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Ellefu ára strákur minnir fólk á að sjá jákvæða hluti í hversdagsleikanum á þessum erfiðu tímum. Hann tók myndir af Lóunni, sem nú er komin, og vonar að fólk geti gleymt vandamálunum í smá stund með því að horfa á myndir af þessum fallega fugli sem er kominn að kveða burt snjóinn - og kannski leiðindin líka. „Hæ kæra ritstjórn, ég heiti Hjörtur Hlynsson og er 11, ég bý í Kópavogi og er í 5. bekk í Snælandsskóla.“ Svona byrjaði tölvupóstur sem Hjörtur sendi á fréttastofuna á dögunum. Tilefni bréfsins var ástandið sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Hann er aðeins í skólanum í tvo tíma á dag þessa dagana og hefur því meiri frítíma. Það var eftir fjöruferð með fjölskyldunni sem hann ákvað að skrifa póstinn. Tölvupósturinn sem Hjörtur sendi fréttastofu á dögunum.Vísir „Eftir skóla fórum við í fjöruferð á Álftanesi og þegar við ætluðum að labba í bílinn þá sá ég einhvern fugl og fannst hann frekar fallegur og þá sá ég að hann væri hvítur og svartur á maganum og þá fattaði ég að þetta væri Lóan,“ segir Hjörtur. Það var á þeirri stundu sem Hjörtur áttaði sig á því að það væri margt jákvætt í hversdagsleikanum. „Því fuglinn er svo fallegur og hann kemur hingað bara á vorin,“ segir Hjörtur. Það séu því alls ekki bara neikvæðir hlutir í gangi, eins og verkföll, kórónuveiran og að mega ekki hitta vini sína. Hjörtur fylgist þó með fréttum, enda mikilvægt að vera vel upplýstur. „Ég horfi stundum hjá afa, hann horfir alltaf á fréttirnar,“ segir Hjörtur. Ertu eitthvað hræddur? „Nei ég er ekkert hræddur um að ég fái hana, en kannski um ömmu og afa og langömmu og langafa,“ segir Hjörtur og bætir við að fólk eigi því að fara varlega. Hann segir að tilgangurinn með því að senda tölvupóst á fjölmiðil hafi verið að reyna gleðja landsmenn með fréttum og myndum af því að Lóan væri komin. „Hún er einn elskaðist fuglinn á Íslandi, eða mamma segir það,“ segir Hjörtur. Þannig gæti fólk kannski gleymt vandamálum sínum í nokkrar mínútur. „Skilaboðin mín með þessu bréfi voru eiginlega bara að standa saman og trúa, þá getum við gert allt,“ segir Hjörtur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Kópavogur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira