Fjöldi tilkynninga mikil vonbrigði Andri Eysteinsson skrifar 28. mars 2020 15:25 Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Ég sé ekki af hverju við ættum að fara í hertari aðgerðir ef það þarf ekki,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Víðir sagði að ljóst væri að þörf væri á að gengið yrði harðar eftir því að tilmælum væri fylgt. „Þær skipta hundruðum tilkynningarnar eftir nóttina, um það sem hefði mátt betur fara í samfélaginu síðasta sólarhring. Það kallar á að við endurskoðum hvernig við fylgjum þessu eftir sem eru mikil vonbrigði,“ sagði Víðir. Samkomubann hefur verið í gildi hér á landi síðan 15. mars síðastliðinn og gert ráð fyrir að það standi hið minnsta til 13. apríl. Í fyrstu miðaðist bannið við 100 manns en hefur síðan verið hert og stendur nú í 20. Bæði Víðir og sóttvarnarlæknir, Þórólfur Guðnason, sögðu að ekki væri þörf á að beita hertari aðgerðum, svo sem útgöngubanni, að svo stöddu. „Hver breyting á hertum aðgerðum hefur mikil samfélagsleg áhrif og mikið samfélagslegt tjón og á meðan við teljum hertari aðgerðir ekki skila sérstökum árangri sem þróunin myndi kalla á er engin ástæða til að skemma samfélagið meira en við þurfum. Við erum að valda gríðarlegu tjóni í samfélaginu með þessum aðgerðum,“ sagði Víðir. Þó verði ekki hikað við að taka þær ákvarðanir ef þess þarf seinna meir. „Við höfum sagt það, að ef við lokum landinu eða lokum landshlutum er það eina sem gerist þá að við fáum faraldurinn seinna, við seinkum honum. Við getum ekki sloppið við hann. Ég tel að við séum að fylgja öllum ráðleggingum með því að gera ekki of mikið og ekki of lítið. Reyna að komast eins vel út úr þessu og mögulegt er og með sem minnstum skaða,“ sagði Þórólfur sóttvarnarlæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Ég sé ekki af hverju við ættum að fara í hertari aðgerðir ef það þarf ekki,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Víðir sagði að ljóst væri að þörf væri á að gengið yrði harðar eftir því að tilmælum væri fylgt. „Þær skipta hundruðum tilkynningarnar eftir nóttina, um það sem hefði mátt betur fara í samfélaginu síðasta sólarhring. Það kallar á að við endurskoðum hvernig við fylgjum þessu eftir sem eru mikil vonbrigði,“ sagði Víðir. Samkomubann hefur verið í gildi hér á landi síðan 15. mars síðastliðinn og gert ráð fyrir að það standi hið minnsta til 13. apríl. Í fyrstu miðaðist bannið við 100 manns en hefur síðan verið hert og stendur nú í 20. Bæði Víðir og sóttvarnarlæknir, Þórólfur Guðnason, sögðu að ekki væri þörf á að beita hertari aðgerðum, svo sem útgöngubanni, að svo stöddu. „Hver breyting á hertum aðgerðum hefur mikil samfélagsleg áhrif og mikið samfélagslegt tjón og á meðan við teljum hertari aðgerðir ekki skila sérstökum árangri sem þróunin myndi kalla á er engin ástæða til að skemma samfélagið meira en við þurfum. Við erum að valda gríðarlegu tjóni í samfélaginu með þessum aðgerðum,“ sagði Víðir. Þó verði ekki hikað við að taka þær ákvarðanir ef þess þarf seinna meir. „Við höfum sagt það, að ef við lokum landinu eða lokum landshlutum er það eina sem gerist þá að við fáum faraldurinn seinna, við seinkum honum. Við getum ekki sloppið við hann. Ég tel að við séum að fylgja öllum ráðleggingum með því að gera ekki of mikið og ekki of lítið. Reyna að komast eins vel út úr þessu og mögulegt er og með sem minnstum skaða,“ sagði Þórólfur sóttvarnarlæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira