Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Sylvía Hall skrifar 27. mars 2020 21:02 Mikillar óánægju hefur orðið vart vegna starfsloka Valgerðar Á. Rúnarsdóttur. Vísir/Sigurjón Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið en níu eru í framkvæmdastjórninni. Valgerður sagði upp störfum vegna djúpstæðs ágreining við formanninn en átta starfsmönnum var sagt upp í gær og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. Það var gert án samráðs við hana eða aðra yfirmenn og sagði hún í samtali við RÚV að hún gæti ekki sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki án samráðs. Fjölmargir lýstu yfir óánægju sinni með starfslok Valgerðar, þar á meðal fyrrum skjólstæðingar sem og læknar. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala sagði starfslokin mikið högg fyrir bæði SÁÁ og sjúklinga á Vogi. Sjá einnig: Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi „Það er vandfundin heilsteyptari manneskja með jafn sterka réttlætiskennd. Það hlýtur að vera hægt að finna betri lausn en þessa á vandamálum SÁÁ - enda Valgerður með reynslu og þekkingu sem fáir búa yfir hérlendis,“ skrifaði Tómas á Facebook-síðu sína. Þá skoraði Rúnar Freyr Gíslason á félagsmenn að gera allt sem þeir gætu til að snúa við þessari ákvörðun, en hann þekkir vel til SÁÁ. Hann er fyrrverandi samskiptastjóri samtakanna og fór jafnframt í áfengismeðferð á árum áður, líkt og hann hefur rætt opinberlega í viðtölum. „Hún er SÁÁ og hún er Vogur. hún bara má ekki hætta. Það vita allir sem hafa komið nálægt starfsemi félagsins. Ég skora á félagsmenn að gera allt sem þeir geta til að snúa við þessari ákvörðun.“ Heilbrigðismál Fíkn Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið en níu eru í framkvæmdastjórninni. Valgerður sagði upp störfum vegna djúpstæðs ágreining við formanninn en átta starfsmönnum var sagt upp í gær og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. Það var gert án samráðs við hana eða aðra yfirmenn og sagði hún í samtali við RÚV að hún gæti ekki sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki án samráðs. Fjölmargir lýstu yfir óánægju sinni með starfslok Valgerðar, þar á meðal fyrrum skjólstæðingar sem og læknar. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala sagði starfslokin mikið högg fyrir bæði SÁÁ og sjúklinga á Vogi. Sjá einnig: Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi „Það er vandfundin heilsteyptari manneskja með jafn sterka réttlætiskennd. Það hlýtur að vera hægt að finna betri lausn en þessa á vandamálum SÁÁ - enda Valgerður með reynslu og þekkingu sem fáir búa yfir hérlendis,“ skrifaði Tómas á Facebook-síðu sína. Þá skoraði Rúnar Freyr Gíslason á félagsmenn að gera allt sem þeir gætu til að snúa við þessari ákvörðun, en hann þekkir vel til SÁÁ. Hann er fyrrverandi samskiptastjóri samtakanna og fór jafnframt í áfengismeðferð á árum áður, líkt og hann hefur rætt opinberlega í viðtölum. „Hún er SÁÁ og hún er Vogur. hún bara má ekki hætta. Það vita allir sem hafa komið nálægt starfsemi félagsins. Ég skora á félagsmenn að gera allt sem þeir geta til að snúa við þessari ákvörðun.“
Heilbrigðismál Fíkn Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04
Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03
Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49