Rúmlega 100 manns með COVID-19 með meðalslæm eða versnandi einkenni í dag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. mars 2020 19:00 Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Rúmlega 100 manns með COVID19 sjúkdóminn voru með meðalslæm eða versnandi einkenni í dag. Yfir 600 manns voru einkennalitlir. Sex eru á gjörgæslu og í öndunarvél og eru fjölskyldutengsl á meðal sumra. Staðfest smit vegna veirunnar eru nú orðin 890 hér á landi. Smitum hefur fjölgað um 88 frá því í gær. 97 er batnað. Meira en tíu þúsund manns eru nú í sóttkví eða þrjú prósent þjóðarinnar. Átján liggja inni á Landspítalanum og sex eru á gjörgæslu, fólk á sjötugs- og áttræðisaldri. Öll í öndunarvél. Einn þeirra er eiginmaður konunnar sem lést fyrr í vikunni úr sjúkdómnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast tveir aðrir af þeim sem eru á gjörgæslu fjölskylduböndum. Yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalnum getur ekki tjáð sig um tengsl sjúklinga. Hann segir hinsvegar að reynsla Kínverja sýni að um þrír fjórðu allra sýktra þar hafi smitast af einhverjum nákomnum. Umhverfisþættir á borð við nánd fólks, hreinlæti á heimilum og lífsvenjur hafi áhrif. Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Vilhelm „Til dæmis ef fólk reykir eru auknar líkur á að einhver annar reyki í fjölskyldunni og það gæti þýtt það að öll sú fjölskylda sé næmari því við vitum að reykingafólk glímir verr við öndunarfærasýkingar almennt séð,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. Þá geti verið að sjúkdómar á borð við áunna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og háþrýsing hafi áhrif. „Þessir sjúkdómar hnippast oft saman í fjölskyldum þannig það getur verið ein skýringin af hverju þessi veirusýking virðist leggjast verr á sumar fjölskyldur umfram aðrar. Og síðan er það líka þessi möguleiki að veirurnar geta verið mis skæðar, sumar eru af skæðari stofnum en aðrar,“ segir Már. Landspítali hefur sett á laggirnar göngudeild til að sinnir öllum Covid sjúklingum, bæði símleiðis og á staðnum. „Um sjötíu og sjö prósent eða rúmlega sex hundruð manns leið nokkuð vel í dag. En hins vegar er sívaxandi hópur fólks sem við höfum áhyggjur af sem eru alvarlega veikur, þeir eru tvö prósent í dag og þá höfum við kallað inn og við ætlum að sjá hvort við getum ekki bætt líðan þeirra á einhvern háttׅ,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á Covid göngudeild. Um 16 manns tilheyra hópnum og voru sumir fluttir með sérútbúnum slökkviliðs og sjúkrabílum á deildina í dag. Þá eru 97 manns skilgreindir með meðalslæm einkenni. „Þeim líður illa en ekki neitt hræðilega, en þar er ákveðinn hópur sem við viljum sérstaklega fylgjast með. Það eru þessir sem eru eldri og þessir sem tilheyra þessum áhættuflokkum: með hjarta og lungnasjúkdóm, háþrýsing og reykingamenn og við köllum alltaf einhverja þeirra inn á hverjum degi,“ segir Ragnar Freyr. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Rúmlega 100 manns með COVID19 sjúkdóminn voru með meðalslæm eða versnandi einkenni í dag. Yfir 600 manns voru einkennalitlir. Sex eru á gjörgæslu og í öndunarvél og eru fjölskyldutengsl á meðal sumra. Staðfest smit vegna veirunnar eru nú orðin 890 hér á landi. Smitum hefur fjölgað um 88 frá því í gær. 97 er batnað. Meira en tíu þúsund manns eru nú í sóttkví eða þrjú prósent þjóðarinnar. Átján liggja inni á Landspítalanum og sex eru á gjörgæslu, fólk á sjötugs- og áttræðisaldri. Öll í öndunarvél. Einn þeirra er eiginmaður konunnar sem lést fyrr í vikunni úr sjúkdómnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast tveir aðrir af þeim sem eru á gjörgæslu fjölskylduböndum. Yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalnum getur ekki tjáð sig um tengsl sjúklinga. Hann segir hinsvegar að reynsla Kínverja sýni að um þrír fjórðu allra sýktra þar hafi smitast af einhverjum nákomnum. Umhverfisþættir á borð við nánd fólks, hreinlæti á heimilum og lífsvenjur hafi áhrif. Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Vilhelm „Til dæmis ef fólk reykir eru auknar líkur á að einhver annar reyki í fjölskyldunni og það gæti þýtt það að öll sú fjölskylda sé næmari því við vitum að reykingafólk glímir verr við öndunarfærasýkingar almennt séð,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. Þá geti verið að sjúkdómar á borð við áunna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og háþrýsing hafi áhrif. „Þessir sjúkdómar hnippast oft saman í fjölskyldum þannig það getur verið ein skýringin af hverju þessi veirusýking virðist leggjast verr á sumar fjölskyldur umfram aðrar. Og síðan er það líka þessi möguleiki að veirurnar geta verið mis skæðar, sumar eru af skæðari stofnum en aðrar,“ segir Már. Landspítali hefur sett á laggirnar göngudeild til að sinnir öllum Covid sjúklingum, bæði símleiðis og á staðnum. „Um sjötíu og sjö prósent eða rúmlega sex hundruð manns leið nokkuð vel í dag. En hins vegar er sívaxandi hópur fólks sem við höfum áhyggjur af sem eru alvarlega veikur, þeir eru tvö prósent í dag og þá höfum við kallað inn og við ætlum að sjá hvort við getum ekki bætt líðan þeirra á einhvern háttׅ,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á Covid göngudeild. Um 16 manns tilheyra hópnum og voru sumir fluttir með sérútbúnum slökkviliðs og sjúkrabílum á deildina í dag. Þá eru 97 manns skilgreindir með meðalslæm einkenni. „Þeim líður illa en ekki neitt hræðilega, en þar er ákveðinn hópur sem við viljum sérstaklega fylgjast með. Það eru þessir sem eru eldri og þessir sem tilheyra þessum áhættuflokkum: með hjarta og lungnasjúkdóm, háþrýsing og reykingamenn og við köllum alltaf einhverja þeirra inn á hverjum degi,“ segir Ragnar Freyr.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent