Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu óttast að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu kórónuveirunnar vegna páskahátíðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2020 21:00 Una sighvatsdóttir er búsett í Georgíu. EGILL AÐALSTEINS Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu óttast að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi vegna páskahátíðar. Sóttvarnarlæknir grátbiður íbúa um að iðka trú sína heima og sækja ekki kirkjur. Una Sighvatsdóttir er búsett í Georgíu þar sem vel hefur tekist að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þó svo að faraldurinn hafi ekki náðhápunkti þar eins og hérlendis. „Staðan í Georgíu hefur blessunarlega verið mjög góð. Heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist við af mikilli festu strax frá upphafi þegar fyrstu tilfellin komu. Það hafa bara fjórir látist af völdum faraldursins í Georgíu og auðvitað vonar maður að það haldist þannig,“ sagði Una Sighvatsdóttir, útsendur sérfræðingur utanríkisráðuneytisins í Georgíu. Samkvæmt júlíanska tímatalinu sem georgíska rétttrúnaðarkirkjan fylgir er páskadagur er haldinn heilagur í Georgíu í dag. Venjan er að þúsundir manna sæki kirkju á páskadag og hefur vísindasamfélagið grátbeðið fólk um að iðka trú sína heima við. „Sett var á útgöngubann í Georgíu sem gildir á nóttunni. Páskahefðin er sú að þar er miðnæturmessa og kirkjan brást við útgöngubanninu með því að bjóða fólki að koma seint að kvöldi og vera alla nóttina í kirkjunni sem stríðir gegn öllum sóttvarnarmeðmælum. Helsta áhyggjuefnið eru athafnirnar sem tíðkast þarna en þær eru á þann veg að fólk kyssir krossa og tekur við blóði og líkama krists úr skeið og deila allir sömu skeiðinni. Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu hafa nánast grátbeðið fólk um að vera heima og biðja heima. Sóttvarnarlæknir Georgíu sagði núna fyrir helgi að þetta væri eins og að leika sér að eldi, “ sagði Una. Grátbiðja þau fólk um aðiðka trú sína heima af ótta við að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu veirunnar. „Auðvitað vonar maður það besta, að enginn hafi borið með sér veiruna inn í krikjurnar í nótt á þessum fjöldasamkomum. Það er enn alveg möguleiki að það muni ekki verða veldisvöxtur. Maður bara krossar fingur,“ sagði Una. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Georgía Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu óttast að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi vegna páskahátíðar. Sóttvarnarlæknir grátbiður íbúa um að iðka trú sína heima og sækja ekki kirkjur. Una Sighvatsdóttir er búsett í Georgíu þar sem vel hefur tekist að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þó svo að faraldurinn hafi ekki náðhápunkti þar eins og hérlendis. „Staðan í Georgíu hefur blessunarlega verið mjög góð. Heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist við af mikilli festu strax frá upphafi þegar fyrstu tilfellin komu. Það hafa bara fjórir látist af völdum faraldursins í Georgíu og auðvitað vonar maður að það haldist þannig,“ sagði Una Sighvatsdóttir, útsendur sérfræðingur utanríkisráðuneytisins í Georgíu. Samkvæmt júlíanska tímatalinu sem georgíska rétttrúnaðarkirkjan fylgir er páskadagur er haldinn heilagur í Georgíu í dag. Venjan er að þúsundir manna sæki kirkju á páskadag og hefur vísindasamfélagið grátbeðið fólk um að iðka trú sína heima við. „Sett var á útgöngubann í Georgíu sem gildir á nóttunni. Páskahefðin er sú að þar er miðnæturmessa og kirkjan brást við útgöngubanninu með því að bjóða fólki að koma seint að kvöldi og vera alla nóttina í kirkjunni sem stríðir gegn öllum sóttvarnarmeðmælum. Helsta áhyggjuefnið eru athafnirnar sem tíðkast þarna en þær eru á þann veg að fólk kyssir krossa og tekur við blóði og líkama krists úr skeið og deila allir sömu skeiðinni. Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu hafa nánast grátbeðið fólk um að vera heima og biðja heima. Sóttvarnarlæknir Georgíu sagði núna fyrir helgi að þetta væri eins og að leika sér að eldi, “ sagði Una. Grátbiðja þau fólk um aðiðka trú sína heima af ótta við að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu veirunnar. „Auðvitað vonar maður það besta, að enginn hafi borið með sér veiruna inn í krikjurnar í nótt á þessum fjöldasamkomum. Það er enn alveg möguleiki að það muni ekki verða veldisvöxtur. Maður bara krossar fingur,“ sagði Una.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Georgía Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira