Þrír bestu samherjar Emils hjá félagsliðum hafa allir spilað með stórliðum Anton Ingi Leifsson skrifar 27. mars 2020 10:45 Emil og Luca Toni fagna marki gegn Cesena í ítalska boltanum í aprílmánuði 2015 en þeir náðu einkar vel saman. vísir/getty Emil Hallfreðsson fékk það vandasama verkefni í þættinum Sportinu í kvöld að velja þrjá bestu félaganna úr bæði félagsliðum og landsliðinu. Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson voru bestu samherjarnir í landsliðinu. Emil hefur ekki spilað með neinum aukvissum í gegnum tíðina en lengst af á sínum ferli hefur FH-ingurinn spilað á Ítalíu. Þar hefur hann leikið með mörgum frábærum leikmönnum og fyrsti leikmaðurinn á blað var Rafael Marquez. Marquez og Emil léku saman hjá Hellas Verona tímabilið 2014/2015 en einungis fjórum árum áður hafði Mexíkóinn yfirgefið Barcelona þar sem hann hafði leikið tæplega tvo hundruð leiki fyrir spænska stórveldið. „Þegar hann kom til okkar þá fannst mér það súrealískt. Hann var búinn að vera í Barcelona með tagglið og hrikalega flottur. Að hann væri bara kominn til Hellas Verona,“ sagði Emil. Næstur á blað var Jorginho sem leikur í dag með Chelsea. Jorginho og Emil léku einnig saman hjá Hellas Verona en þaðan fór Jorginho til Napoli og síðar meir til Chelsea. „Hann kom upp hjá Verona þegar ég var þar. Ég er að reyna eigna mér smá í honum. Mér fannst hann hrikalega góður og ég var í góðu sambandi við þjálfarann sem bjó fyrir ofan mig. Hann var oft að kalla mig upp og pæla hvernig hann ætti að spila daginn eftir. Ég sagði einu sinni við hann að hann yrði að spila Jorginho. Settu hann í liðið sem hann gerði og þá var hann örugglega 50 kíló,“ sagði Emil. Síðastur en ekki sístur á blað var Luca Toni. Eins og fyrri tveir leikmennirnir þá var það hjá Hellas Verona sem Emil og Toni spiluðu saman en Luca Toni hefur meðal annars spilað með Bayern Munchen og Juventus á sínum ferli. „Þetta er einn fyndnasti gaur sem ég hef kynnst inn í klefanum. Þetta er algjört „legend“. Hann kom til okkar 37 ára og hann var markahæstur í deildinni 38 ára. Hann sleppti aldrei æfingu, æfði alltaf, var ekkert geðveikt góður á öllum æfingum en svo varð hann bara „beast“ á sunnudögum,“ sagði Emil. Skemmtilegt lag um Luca Toni sem og nánari útskýringu Emils á þessum liðsfélögum má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Emil valdi þrjá bestu liðsfélaganna úr félagsliði Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ítalski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Emil Hallfreðsson fékk það vandasama verkefni í þættinum Sportinu í kvöld að velja þrjá bestu félaganna úr bæði félagsliðum og landsliðinu. Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson voru bestu samherjarnir í landsliðinu. Emil hefur ekki spilað með neinum aukvissum í gegnum tíðina en lengst af á sínum ferli hefur FH-ingurinn spilað á Ítalíu. Þar hefur hann leikið með mörgum frábærum leikmönnum og fyrsti leikmaðurinn á blað var Rafael Marquez. Marquez og Emil léku saman hjá Hellas Verona tímabilið 2014/2015 en einungis fjórum árum áður hafði Mexíkóinn yfirgefið Barcelona þar sem hann hafði leikið tæplega tvo hundruð leiki fyrir spænska stórveldið. „Þegar hann kom til okkar þá fannst mér það súrealískt. Hann var búinn að vera í Barcelona með tagglið og hrikalega flottur. Að hann væri bara kominn til Hellas Verona,“ sagði Emil. Næstur á blað var Jorginho sem leikur í dag með Chelsea. Jorginho og Emil léku einnig saman hjá Hellas Verona en þaðan fór Jorginho til Napoli og síðar meir til Chelsea. „Hann kom upp hjá Verona þegar ég var þar. Ég er að reyna eigna mér smá í honum. Mér fannst hann hrikalega góður og ég var í góðu sambandi við þjálfarann sem bjó fyrir ofan mig. Hann var oft að kalla mig upp og pæla hvernig hann ætti að spila daginn eftir. Ég sagði einu sinni við hann að hann yrði að spila Jorginho. Settu hann í liðið sem hann gerði og þá var hann örugglega 50 kíló,“ sagði Emil. Síðastur en ekki sístur á blað var Luca Toni. Eins og fyrri tveir leikmennirnir þá var það hjá Hellas Verona sem Emil og Toni spiluðu saman en Luca Toni hefur meðal annars spilað með Bayern Munchen og Juventus á sínum ferli. „Þetta er einn fyndnasti gaur sem ég hef kynnst inn í klefanum. Þetta er algjört „legend“. Hann kom til okkar 37 ára og hann var markahæstur í deildinni 38 ára. Hann sleppti aldrei æfingu, æfði alltaf, var ekkert geðveikt góður á öllum æfingum en svo varð hann bara „beast“ á sunnudögum,“ sagði Emil. Skemmtilegt lag um Luca Toni sem og nánari útskýringu Emils á þessum liðsfélögum má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Emil valdi þrjá bestu liðsfélaganna úr félagsliði Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Ítalski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira