Hinsegin samstaða á krefjandi tímum Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 26. mars 2020 14:30 Óvissutímar á borð við þá sem við lifum nú á hafa vitanlega áhrif á hinsegin fólk eins og annað fólk, en þó eru ákveðin sérkenni á okkar reynslu. Það er þess vegna afar mikilvægt að við höldum utan um hvert annað núna og hjálpumst að við að komast í gegnum þetta tímabil. Almennt glímir stærri hluti hinsegin fólks við geðræn vandamál á borð við kvíða og þunglyndi en tíðkast meðal meirihlutasamfélagsins. Í okkar hópi eru einnig mörg sem búa ein, hafa einangrast eða eiga á hættu að einangrast í ástandinu sem nú ríkir. Ráðstafanir um takmarkanir á samkomum koma sérstaklega illa við eldri einstaklinga sem eiga e.t.v. fáa nána fjölskyldumeðlimi eða vini og hafa til þessa helst fundið félagslega næringu meðal kunningja á fjölmennari stöðum eða viðburðum. Mörg upplifa svo í þokkabót sársaukafullt endurlit til tíma HIV, faraldursins sem hjó svo stórt skarð í hóp homma og tvíkynhneigðra karla á Íslandi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ekki bætir úr skák þegar þessi nýja veira eykur á fordóma í garð ákveðinna hópa fólks eða skapar sundrungu. Hinsegin samfélagið veit af biturri reynslu hversu skaðlegt það er að draga fólk í dilka eftir því hvernig smitsjúkdómar breiðast út. Enn þann dag í dag geta karlar sem sofa hjá körlum ekki hjálpað samborgurum sínum á neyðartímum og gefið blóð - vegna fordóma af völdum veiru. Nú er fólk almennt beðið um að vera heima hjá sér og tímum í skipulögðu skólastarfi hefur fækkað snarlega. Heilu fjölskyldurnar eru í sóttkví. Ljóst er að sum hinsegin börn og ungmenni eru í reynd þvinguð til þess að vera öllum stundum inni á heimilum þar sem þau geta ekki verið þau sjálf, fá ekki stuðning eða verða jafnvel fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlima. Hinsegin félagsmiðstöðin hefur þurft að loka vegna samkomubanns, en við vitum að hún er oft eini staðurinn þar sem ákveðinn hópur ungmenna finnur til öryggis í hversdagslífinu. Margt hinsegin fólk þarf á auknum stuðningi að halda um þessar mundir. Samtökin ‘78 bjóða enn upp á ýmsa þjónustu á meðan samkomubanni stendur. Hægt er að bóka tíma í fjarráðgjöf hjá ráðgjöfum Samtakanna ‘78 hér. Einnig er hægt að hringja í skrifstofuna okkar í síma 552-7878 milli 13 og 16, eða senda tölvupóst á skrifstofa@samtokin78.is. Ungmenni geta leitað í instagram-reikning félagsmiðstöðvar Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar (@hinseginfelagsmidstods78), þar sem stafræn dagskrá verður á næstu dögum og hægt að hafa beint samband við forstöðukonu eða óska eftir símtali. Samtökin ‘78 eru til staðar fyrir allt hinsegin fólk nú sem endranær. Ekki hika við að hafa samband! Ég vil að lokum undirstrika mikilvægi þess að við leggjum okkur öll fram við að halda utan um hvert annað. Núna er tíminn til þess að heyra í gömlum kunningja, athuga með litlu frænku sem er ekki komin út fyrir foreldrum sínum, deila með fólki upplýsingum um þau bjargráð sem til staðar eru. Stöndum saman í gegnum óvissuna, pössum upp á hvert annað og skiljum engin eftir. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Óvissutímar á borð við þá sem við lifum nú á hafa vitanlega áhrif á hinsegin fólk eins og annað fólk, en þó eru ákveðin sérkenni á okkar reynslu. Það er þess vegna afar mikilvægt að við höldum utan um hvert annað núna og hjálpumst að við að komast í gegnum þetta tímabil. Almennt glímir stærri hluti hinsegin fólks við geðræn vandamál á borð við kvíða og þunglyndi en tíðkast meðal meirihlutasamfélagsins. Í okkar hópi eru einnig mörg sem búa ein, hafa einangrast eða eiga á hættu að einangrast í ástandinu sem nú ríkir. Ráðstafanir um takmarkanir á samkomum koma sérstaklega illa við eldri einstaklinga sem eiga e.t.v. fáa nána fjölskyldumeðlimi eða vini og hafa til þessa helst fundið félagslega næringu meðal kunningja á fjölmennari stöðum eða viðburðum. Mörg upplifa svo í þokkabót sársaukafullt endurlit til tíma HIV, faraldursins sem hjó svo stórt skarð í hóp homma og tvíkynhneigðra karla á Íslandi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ekki bætir úr skák þegar þessi nýja veira eykur á fordóma í garð ákveðinna hópa fólks eða skapar sundrungu. Hinsegin samfélagið veit af biturri reynslu hversu skaðlegt það er að draga fólk í dilka eftir því hvernig smitsjúkdómar breiðast út. Enn þann dag í dag geta karlar sem sofa hjá körlum ekki hjálpað samborgurum sínum á neyðartímum og gefið blóð - vegna fordóma af völdum veiru. Nú er fólk almennt beðið um að vera heima hjá sér og tímum í skipulögðu skólastarfi hefur fækkað snarlega. Heilu fjölskyldurnar eru í sóttkví. Ljóst er að sum hinsegin börn og ungmenni eru í reynd þvinguð til þess að vera öllum stundum inni á heimilum þar sem þau geta ekki verið þau sjálf, fá ekki stuðning eða verða jafnvel fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlima. Hinsegin félagsmiðstöðin hefur þurft að loka vegna samkomubanns, en við vitum að hún er oft eini staðurinn þar sem ákveðinn hópur ungmenna finnur til öryggis í hversdagslífinu. Margt hinsegin fólk þarf á auknum stuðningi að halda um þessar mundir. Samtökin ‘78 bjóða enn upp á ýmsa þjónustu á meðan samkomubanni stendur. Hægt er að bóka tíma í fjarráðgjöf hjá ráðgjöfum Samtakanna ‘78 hér. Einnig er hægt að hringja í skrifstofuna okkar í síma 552-7878 milli 13 og 16, eða senda tölvupóst á skrifstofa@samtokin78.is. Ungmenni geta leitað í instagram-reikning félagsmiðstöðvar Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar (@hinseginfelagsmidstods78), þar sem stafræn dagskrá verður á næstu dögum og hægt að hafa beint samband við forstöðukonu eða óska eftir símtali. Samtökin ‘78 eru til staðar fyrir allt hinsegin fólk nú sem endranær. Ekki hika við að hafa samband! Ég vil að lokum undirstrika mikilvægi þess að við leggjum okkur öll fram við að halda utan um hvert annað. Núna er tíminn til þess að heyra í gömlum kunningja, athuga með litlu frænku sem er ekki komin út fyrir foreldrum sínum, deila með fólki upplýsingum um þau bjargráð sem til staðar eru. Stöndum saman í gegnum óvissuna, pössum upp á hvert annað og skiljum engin eftir. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun