Danskt fyrirtæki stefnir Önnu Kolbrúnu eftir langan aðdraganda Eiður Þór Árnason skrifar 27. mars 2020 09:00 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins. Vísir/vilhelm Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmanni Miðflokksins, hefur verið stefnt af danska innheimtufyrirtækinu Lowell Danmark en málið snýst um greiðslur af húsnæðisláni sem hún tók þar í landi. Málið á sér langa forsögu og er vegna eignar sem Anna síðar seldi. Þá var gert samkomulag um greiðslu eftirstöðva lánsins sem fól í sér afslátt af kröfunni ef hún stæði við greiðslur. Greina deiluaðilar nú um það hvort virða beri umrætt samkomulag „Í fljótu bragði þá gerir hún sátt um ákveðna fjárhæð árið 2006 sem hún svo greiðir af og hugmyndin var samkvæmt samkomulaginu að hún myndi greiða ákveðna fjárhæð í hverjum mánuði og þegar hún var búin að greiða upp í ákveðna upphæð þá yrði afgangurinn felldur niður,“ segir Eiríkur Gunnsteinsson, verjandi Önnu Kolbrúnar. Nokkru síðar fór lánveitandinn Fionia Bank í slitameðferð og var yfirtekinn af danska fjármálaeftirlitinu sem seldi hluta af bankanum til Nordea bankans. „Hún lendir þá í vandræðum með að greiða þar sem það einhvern veginn er enginn til staðar til að taka við greiðslum, hún reynir að greiða þetta ítrekað en á erfitt með að koma greiðslum til skila í Danmörku.“ Krafan yfirtekin af innheimtufyrirtæki Eiríkur Gunnsteinsson lögmaður.Land lögmenn Síðar var krafan yfirtekin af danska innheimtufyrirtækinu Lowell Danmark sem hóf svo innheimtu hér á landi. Félagið krefst þess að fá kröfuna alla greidda og telur að áðurnefnt samkomulag sé niður fallið vegna vanefnda. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Eiríkur segist hafa yfirlýsingar frá danska fjármálaeftirlitinu undir höndum þar sem komi skýrt fram að samkomulagið sé enn í gildi „þrátt fyrir að greiðslur hafi ekki borist eins og upprunalegt samkomulag gerir ráð fyrir af ýmsum ástæðum, sem er ekki eingöngu hægt að rekja til [Önnu].“ „Þannig að þetta snýst ágreiningurinn um, og það ber talsvert mikið í milli, og svo sjónarmið um fyrningu og tómlæti og ýmislegt annað sem ég tel eiga við,“ segir Eiríkur. „En það var greitt af þessu samkomulagi frá 2006 skilvíslega alveg fram til byrjun árs 2009 og óreglulega fram til ársins 2014. Síðan eftir að krafan fór í innheimtu hérna á Íslandi þá hefur verið ágreiningur um hana.“ Hann segir greiðslur ekki hafa borist í nokkur ár í ljósi þessa. Hafi verið „att út í dómsmálið“ Katrín Smári Ólafsdóttir lögmaður.Focus lögmenn Katrín Smári Ólafsdóttir, sem fer fyrir málinu fyrir hönd Lowell Danmark, segir að deiluaðilar hafi ekki náð saman og það eina í stöðunni hafi því verið að fara með málið fyrir dómstóla. Hún segir að Lowell fallist ekki á að Önnu beri einungis að greiða þá upphæð sem um ræðir í samkomulaginu sem felur í sér eftirgjöf 80% skuldarinnar. Þar hafi verið gengið út frá því að staðið yrði við greiðslur af hennar hálfu. Katrín segir að félagið hafa átt í viðræðum við Önnu um skuldina en að tónninn hafi svo skyndilega breyst þegar Eiríkur Gunnsteinsson lögmaður tók málið að sér. Þá hafi greiðslu skuldarinnar verið alfarið hafnað án skýringa. Að mati umbjóðanda hennar hafi Lowell verið „att út í dómsmálið“ með þeirri afstöðu lögmannsins. Vilji hafi verið til þess að ljúka málinu með sátt og dómsmálið sé þrautaúrræði til þess að skera úr um greiðsluskyldu fyrir atbeina dómstóla. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl. Miðflokkurinn Dómsmál Húsnæðismál Danmörk Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira
Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmanni Miðflokksins, hefur verið stefnt af danska innheimtufyrirtækinu Lowell Danmark en málið snýst um greiðslur af húsnæðisláni sem hún tók þar í landi. Málið á sér langa forsögu og er vegna eignar sem Anna síðar seldi. Þá var gert samkomulag um greiðslu eftirstöðva lánsins sem fól í sér afslátt af kröfunni ef hún stæði við greiðslur. Greina deiluaðilar nú um það hvort virða beri umrætt samkomulag „Í fljótu bragði þá gerir hún sátt um ákveðna fjárhæð árið 2006 sem hún svo greiðir af og hugmyndin var samkvæmt samkomulaginu að hún myndi greiða ákveðna fjárhæð í hverjum mánuði og þegar hún var búin að greiða upp í ákveðna upphæð þá yrði afgangurinn felldur niður,“ segir Eiríkur Gunnsteinsson, verjandi Önnu Kolbrúnar. Nokkru síðar fór lánveitandinn Fionia Bank í slitameðferð og var yfirtekinn af danska fjármálaeftirlitinu sem seldi hluta af bankanum til Nordea bankans. „Hún lendir þá í vandræðum með að greiða þar sem það einhvern veginn er enginn til staðar til að taka við greiðslum, hún reynir að greiða þetta ítrekað en á erfitt með að koma greiðslum til skila í Danmörku.“ Krafan yfirtekin af innheimtufyrirtæki Eiríkur Gunnsteinsson lögmaður.Land lögmenn Síðar var krafan yfirtekin af danska innheimtufyrirtækinu Lowell Danmark sem hóf svo innheimtu hér á landi. Félagið krefst þess að fá kröfuna alla greidda og telur að áðurnefnt samkomulag sé niður fallið vegna vanefnda. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Eiríkur segist hafa yfirlýsingar frá danska fjármálaeftirlitinu undir höndum þar sem komi skýrt fram að samkomulagið sé enn í gildi „þrátt fyrir að greiðslur hafi ekki borist eins og upprunalegt samkomulag gerir ráð fyrir af ýmsum ástæðum, sem er ekki eingöngu hægt að rekja til [Önnu].“ „Þannig að þetta snýst ágreiningurinn um, og það ber talsvert mikið í milli, og svo sjónarmið um fyrningu og tómlæti og ýmislegt annað sem ég tel eiga við,“ segir Eiríkur. „En það var greitt af þessu samkomulagi frá 2006 skilvíslega alveg fram til byrjun árs 2009 og óreglulega fram til ársins 2014. Síðan eftir að krafan fór í innheimtu hérna á Íslandi þá hefur verið ágreiningur um hana.“ Hann segir greiðslur ekki hafa borist í nokkur ár í ljósi þessa. Hafi verið „att út í dómsmálið“ Katrín Smári Ólafsdóttir lögmaður.Focus lögmenn Katrín Smári Ólafsdóttir, sem fer fyrir málinu fyrir hönd Lowell Danmark, segir að deiluaðilar hafi ekki náð saman og það eina í stöðunni hafi því verið að fara með málið fyrir dómstóla. Hún segir að Lowell fallist ekki á að Önnu beri einungis að greiða þá upphæð sem um ræðir í samkomulaginu sem felur í sér eftirgjöf 80% skuldarinnar. Þar hafi verið gengið út frá því að staðið yrði við greiðslur af hennar hálfu. Katrín segir að félagið hafa átt í viðræðum við Önnu um skuldina en að tónninn hafi svo skyndilega breyst þegar Eiríkur Gunnsteinsson lögmaður tók málið að sér. Þá hafi greiðslu skuldarinnar verið alfarið hafnað án skýringa. Að mati umbjóðanda hennar hafi Lowell verið „att út í dómsmálið“ með þeirri afstöðu lögmannsins. Vilji hafi verið til þess að ljúka málinu með sátt og dómsmálið sé þrautaúrræði til þess að skera úr um greiðsluskyldu fyrir atbeina dómstóla. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl.
Miðflokkurinn Dómsmál Húsnæðismál Danmörk Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira