Þakklát fyrir að börnin voru ekki í bílnum þegar eldurinn kviknaði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. mars 2020 13:00 Matarbloggarinn og bókahöfundurinn Berglind Guðmundsdóttir segist hafa brotnað niður í samtali sínu við slökkvilið á vettvangi í gær. Mynd úr einkasafni Berglind Guðmundsdóttir var að keyra heim til sín í gær þegar hún varð vör við reyk í mælaborði bílsins. Hún stöðvaði bifreiðina og kallaði eftir aðstoð en þegar slökkvilið kom á staðinn var bifreiðin alelda. Berglind komst sjálf út og þakkar fyrir að hafa verið ein í bílnum, en hún er fjögurra barna móðir. Eldsupptök liggja ekki fyrir að svo stöddu. „Ég vinn núna sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum og hjá Læknavaktinni við ráðgjöf vegna Covid-19 svo eðlilega er mikið að þessa dagana. Ég hafði verið á næturvakt og ákvað að nýta daginn í stúss og gera hluti sem hafa setið á hakanum. Þegar ég svo nálgast heimilið mitt þá kemur allt í einu mikill reykur úr mælaborðinu. Ég stoppa bílinn strax og hringi í 112 þar sem ég fæ góða aðstoð,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. „Stuttu síðar kemur lögreglan og slökkviliði en bíllinn er alelda á aðeins þremur til fimm mínútum. Ég var með gaskút í bílnum sem ég var nýbúin að kaupa sem ég þakka fyrir að hafa náð að taka úr bílnum áður en eldurinn kom upp. Allt annað sem var í bílnum brann.“ Berglind hafði keypt gaskút þar sem hún ætlaði að grilla fyrir fjölskylduna þetta kvöld. Frá vettvangi í gær.Aðsend mynd Eins og í bíómynd Næsta skref hjá Berglindi er að sækja um ný persónuskilríki, þar sem hennar voru í bifreiðinni þegar hún brann. Hún gerir ráð fyrir að fara mikið fótgangandi næstu daga. „Svona sér maður oftast bara í bíómyndum og í þeim tilfellum er sá sem keyrir bílnum oftast vatnsgreiddur foli sem starfar sem njósnari hjá ríkinu og á nokkrar byssur, en ekki miðaldra, fjögurra barna móðir úr Goðheimunum.“ Berglind þakkar fyrir að hafa ekki verið með börnin sín með sér í bílnum. „Ég var í svo miklu sjokki að ég náði ekki alveg að átta mig á þessu. Það var ekki fyrr en starfsmaður frá slökkviliðinu kom og talaði við mig að ég brotnaði niður. Satt best að segja er ég búin að vera frekar aum eftir þetta og líður ekki alveg nægilega vel. Ætli það sé ekki eðlilegt þar sem þetta er ekki eitthvað sem maður er að lenda í á hverjum degi. En ég fer vel með mig og mun jafna mig. Öllu skiptir er að enginn slasaðist og ég þakka fyrir það.“ Bíllinn var ekki kaskótryggður svo Berglind situr uppi með tjónið. Henni þykir kómískt að bifreiðatryggingarnar falli ekki niður fyrr en að hún skilar inn bílnúmerunum til tryggingafélagsins, þrátt fyrir að hún hafi látið vita að bíllinn hefði brunnið. „En þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta alls ekki það sem skiptir öllu máli. Ég slapp ómeidd og það fór ekkert í brunanum sem ekki verður bætt og það kemur nýr bíll á eftir þessum.“ Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í bíl við bensínstöð í Álfheimum 25. mars 2020 18:36 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Berglind Guðmundsdóttir var að keyra heim til sín í gær þegar hún varð vör við reyk í mælaborði bílsins. Hún stöðvaði bifreiðina og kallaði eftir aðstoð en þegar slökkvilið kom á staðinn var bifreiðin alelda. Berglind komst sjálf út og þakkar fyrir að hafa verið ein í bílnum, en hún er fjögurra barna móðir. Eldsupptök liggja ekki fyrir að svo stöddu. „Ég vinn núna sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum og hjá Læknavaktinni við ráðgjöf vegna Covid-19 svo eðlilega er mikið að þessa dagana. Ég hafði verið á næturvakt og ákvað að nýta daginn í stúss og gera hluti sem hafa setið á hakanum. Þegar ég svo nálgast heimilið mitt þá kemur allt í einu mikill reykur úr mælaborðinu. Ég stoppa bílinn strax og hringi í 112 þar sem ég fæ góða aðstoð,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. „Stuttu síðar kemur lögreglan og slökkviliði en bíllinn er alelda á aðeins þremur til fimm mínútum. Ég var með gaskút í bílnum sem ég var nýbúin að kaupa sem ég þakka fyrir að hafa náð að taka úr bílnum áður en eldurinn kom upp. Allt annað sem var í bílnum brann.“ Berglind hafði keypt gaskút þar sem hún ætlaði að grilla fyrir fjölskylduna þetta kvöld. Frá vettvangi í gær.Aðsend mynd Eins og í bíómynd Næsta skref hjá Berglindi er að sækja um ný persónuskilríki, þar sem hennar voru í bifreiðinni þegar hún brann. Hún gerir ráð fyrir að fara mikið fótgangandi næstu daga. „Svona sér maður oftast bara í bíómyndum og í þeim tilfellum er sá sem keyrir bílnum oftast vatnsgreiddur foli sem starfar sem njósnari hjá ríkinu og á nokkrar byssur, en ekki miðaldra, fjögurra barna móðir úr Goðheimunum.“ Berglind þakkar fyrir að hafa ekki verið með börnin sín með sér í bílnum. „Ég var í svo miklu sjokki að ég náði ekki alveg að átta mig á þessu. Það var ekki fyrr en starfsmaður frá slökkviliðinu kom og talaði við mig að ég brotnaði niður. Satt best að segja er ég búin að vera frekar aum eftir þetta og líður ekki alveg nægilega vel. Ætli það sé ekki eðlilegt þar sem þetta er ekki eitthvað sem maður er að lenda í á hverjum degi. En ég fer vel með mig og mun jafna mig. Öllu skiptir er að enginn slasaðist og ég þakka fyrir það.“ Bíllinn var ekki kaskótryggður svo Berglind situr uppi með tjónið. Henni þykir kómískt að bifreiðatryggingarnar falli ekki niður fyrr en að hún skilar inn bílnúmerunum til tryggingafélagsins, þrátt fyrir að hún hafi látið vita að bíllinn hefði brunnið. „En þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta alls ekki það sem skiptir öllu máli. Ég slapp ómeidd og það fór ekkert í brunanum sem ekki verður bætt og það kemur nýr bíll á eftir þessum.“
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í bíl við bensínstöð í Álfheimum 25. mars 2020 18:36 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira