Hermann Hreiðars: Hentar okkur frábærlega af því að það vantar mikið þegar það vantar Jóa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2020 14:00 Jóhann Berg Guðmundsson í leik á móti heimsmeisturum Frakka. Hann er íslenska landsliðinu afar dýrmætur. Getty/ Jean Catuffe Hermann Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport í gær og þar ræddu þeir meðal annars möguleika íslenska landsliðsins á móti Rúmeníu í baráttunni um sæti á EM og hvort að það hafi verið gott fyrir íslenska liðið að leiknum var frestað. Hinn mikilvægi leikur Íslands og Rúmeníu var færður frá 26. mars til 4. júní vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ísland þarf að vinna Rúmeníu og úrslitaleik á móti Ungverjalandi eða Búlgaríu á útivelli til þess að tryggja sér farseðil á úrslitakeppni EM næsta sumar. Jóhann Berg Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sumarið 2018Getty/Clive Mason „Var það gott fyrir okkur að þessum leik var frestað,“ spurði Guðmundur Benediktsson en íslenska liðið var með lykilmenn í meiðslum og sumir landsliðsmannanna voru heldur ekki að spila mikið með sínum liðum. „Var ekki ágætt að fresta þessu og þá fyrst og fremst upp á Jóhann Berg. Mér hefur hann fundist vera svolítill lykilmaður hjá okkur í síðustu leikjum og síðustu ár,“ sagði Hermann Hreiðarsson og bætti við: „Hann hefur eitthvað sem enginn annar hefur í liðinu. Hann er hrikalega öflugur að hlaupa með boltann og bera upp liðið. Hann er náttúrulega frábær knattspyrnumaður. Mér finnst vanta mikið þegar vantar Jóa og ég er því á því að þetta hafi hentað okkur frábærlega,“ sagði Hermann. Hermann Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport.Skjámynd/S2 Sport Ólafur Kristjánsson minntist þá þess þegar Jóhann Berg Guðmundsson var að byrja ferilinn sinn hjá honum í Breiðabliki. „Ég glotti aðeins við tönn þegar þú varst að tala um Jóa. Ég man eftir honum þegar hann var að koma upp á sínum tíma. Að við sætum hérna tólf árum síðar og töluðum um það að það væri gott fyrir landsliðið að fá þessa frestum af því að hann væri með. Ekki það að hann hafi verið eitthvað slakur heldur bara að ég man eftir honum sem patta,“ sagði Ólafur Kristjánsson og hann er sammála Hermanni um að frestunin hjálpi íslenska liðinu frekar en því rúmenska. „Ef við hefðum verið með alla leikmennina okkar í toppstandi þá hefðum við átt góða möguleika á móti Rúmeníu í þessum leik og svo í framhaldinu. Þetta voru þjóðir sem eiga að henta okkur ágætlega,“ sagði Ólafur. Jóhann Berg Guðmundsson hefur lítið spilað í vetur vegna meiðsla en nýtir vonandi hléið á ensku úrvalsdeildinni til að ná sér góðum af meiðslunumGetty/Clive Brunskill „Eins og staðan var með lykilleikmenn okkar þá var ágætt að það kom frestun. Gefum okkur það að það verði spilað 4. júní þá fara allir meira á sama „level“. Ég held að það sem hefur verið einkenni íslenska landsliðsins undanfarin ár og verið styrkurinn er það að við höfum meiri mótstöðukraft en í fyrsta lagi Rúmenarnir til að spila leik 4. júní nokkuð óundirbúnir. Ef að verður þá eigum við flotta möguleika á móti þeim,“ sagði Ólafur Kristjánsson en það má sjá umræðum þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Hemmi og Óli um Rúmeniuleik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Fleiri fréttir Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Sjá meira
Hermann Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport í gær og þar ræddu þeir meðal annars möguleika íslenska landsliðsins á móti Rúmeníu í baráttunni um sæti á EM og hvort að það hafi verið gott fyrir íslenska liðið að leiknum var frestað. Hinn mikilvægi leikur Íslands og Rúmeníu var færður frá 26. mars til 4. júní vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ísland þarf að vinna Rúmeníu og úrslitaleik á móti Ungverjalandi eða Búlgaríu á útivelli til þess að tryggja sér farseðil á úrslitakeppni EM næsta sumar. Jóhann Berg Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sumarið 2018Getty/Clive Mason „Var það gott fyrir okkur að þessum leik var frestað,“ spurði Guðmundur Benediktsson en íslenska liðið var með lykilmenn í meiðslum og sumir landsliðsmannanna voru heldur ekki að spila mikið með sínum liðum. „Var ekki ágætt að fresta þessu og þá fyrst og fremst upp á Jóhann Berg. Mér hefur hann fundist vera svolítill lykilmaður hjá okkur í síðustu leikjum og síðustu ár,“ sagði Hermann Hreiðarsson og bætti við: „Hann hefur eitthvað sem enginn annar hefur í liðinu. Hann er hrikalega öflugur að hlaupa með boltann og bera upp liðið. Hann er náttúrulega frábær knattspyrnumaður. Mér finnst vanta mikið þegar vantar Jóa og ég er því á því að þetta hafi hentað okkur frábærlega,“ sagði Hermann. Hermann Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport.Skjámynd/S2 Sport Ólafur Kristjánsson minntist þá þess þegar Jóhann Berg Guðmundsson var að byrja ferilinn sinn hjá honum í Breiðabliki. „Ég glotti aðeins við tönn þegar þú varst að tala um Jóa. Ég man eftir honum þegar hann var að koma upp á sínum tíma. Að við sætum hérna tólf árum síðar og töluðum um það að það væri gott fyrir landsliðið að fá þessa frestum af því að hann væri með. Ekki það að hann hafi verið eitthvað slakur heldur bara að ég man eftir honum sem patta,“ sagði Ólafur Kristjánsson og hann er sammála Hermanni um að frestunin hjálpi íslenska liðinu frekar en því rúmenska. „Ef við hefðum verið með alla leikmennina okkar í toppstandi þá hefðum við átt góða möguleika á móti Rúmeníu í þessum leik og svo í framhaldinu. Þetta voru þjóðir sem eiga að henta okkur ágætlega,“ sagði Ólafur. Jóhann Berg Guðmundsson hefur lítið spilað í vetur vegna meiðsla en nýtir vonandi hléið á ensku úrvalsdeildinni til að ná sér góðum af meiðslunumGetty/Clive Brunskill „Eins og staðan var með lykilleikmenn okkar þá var ágætt að það kom frestun. Gefum okkur það að það verði spilað 4. júní þá fara allir meira á sama „level“. Ég held að það sem hefur verið einkenni íslenska landsliðsins undanfarin ár og verið styrkurinn er það að við höfum meiri mótstöðukraft en í fyrsta lagi Rúmenarnir til að spila leik 4. júní nokkuð óundirbúnir. Ef að verður þá eigum við flotta möguleika á móti þeim,“ sagði Ólafur Kristjánsson en það má sjá umræðum þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Hemmi og Óli um Rúmeniuleik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Fleiri fréttir Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Sjá meira